Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Síða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Síða 84
84 tímavélin Áramótablað 29. desember 2017 Sveinn skotti hengdur Sonur eina raðmorðingja Íslandssögunnar S veinn „skotti“ Björnsson var sonur eina raðmorðingja Íslandssögunnar, Björns Péturssonar, títtnefnds Axl- ar-Bjarnar. Sveinn þvældist um Vestfirði og stundaði þjófnað, nauðganir og galdra. Benóný Æg- isson rithöfundur skrifaði leik- rit um Svein sem sett var upp í Kómedíuleikhúsinu árið 2011 á Ísafirði og Þingeyri. Þjófur og nauðgari Margt af því sem sagt hefur verið um þá feðga eru þjóðsögur og opin- ber gögn eru af skornum skammti. Í leikriti Benónýs, Síðasti dagur Sveins skotta, dregur hann Spán- verjavígin, galdrafárið og fleira inn í söguna. „Þetta var merkilegur tími á Vestfjörðum og vondur tími fyrir alþýðu manna. Lútherska kirkjan var að herða tökin og banna fólki að leika sér og dansa. En svo var líka upplýsing í gangi.“ Þegar verið var að taka Axlar- Björn af lífi fyrir níu morð sín á Snæfellsnesi árið 1596 gekk kona hans, Þórdís Ólafsdóttir, með Svein undir belti. Annars hefði hún farið sömu leið sem vitorðs- manneskja Björns. „Þeir voru í vandræðum með hvað þeir ættu að gera við hana en hún hvarf síðan til Vestfjarða og átti Svein skotta þar.“ Sveinn varð síbrota- maður og flakkaði um landið. Oft lenti hann í kasti við lögin og var meðal annars kaghýddur og skor- ið af honum eyrað. Í annálum var hann kallaður „óráðvendn- isstrákur“ sem sífellt færi með „guðlöstunarorð“. Benóný segir: „Hann hafði á sér galdraorð. Þegar hann er uppi er galdrafárið í gangi á Vestfjörð- um og verið var að brenna menn. Sveinn slapp nú reyndar undan því.“ Sagt var að hann hefði gert samning við kölska sjálfan. Í þjóð- sögum Jóns Árnasonar segir að Sveinn skotti hafi verið „djarftækur til kvenna; nálega var hann kunn- ur að illu einu, en enginn var hann hugmaður eða þrekmaður.“ Hann var 52 ára gamall þegar hann var loks hengdur í Barðastrandasýslu fyrir þjófnað og tilraun til nauðg- unar á bóndakonu árið 1646. Átti aldrei séns Benóný segir að Axlar-Björn hafi drepið fólk af hreinni græðgi en að þjófnaðir Sveins skotta hafi sennilega að einhverju leyti ver- ið sjálfsbjargarviðleitni. „Þú hlýt- ur að byrja á mjög vondum stað þegar þú ert sonur Axlar-Bjarn- ar. Hann átti aldrei neinn séns.“ Benóný segir þó að þeir feðgar hafi óumdeilanlega verið sósíópatar og Sveinn haft illt innræti til kvenna. „Hann hefði ekki verið gjaldgengur í #metoo-byltinguna.“ Ættarbölinu lauk þó ekki með Sveini því sonur hans, Gísli „hrókur“ Sveinsson, var einnig hengdur fyrir þjófnað. Hér er því um að ræða þrjá ætt- liði karlmanna sem voru tekn- ir af lífi fyrir glæpi. Var bölvun á þessari ætt? „Svo er sagt. Í þjóð- sögunum segir að móðir Björns hafi átt í miklum erfiðleikum með að fæða hann.“ Axlar-Bjarnar ætt- in dó ekki út með Gísla hrók en er engu að síður lítil. Flest- ir sextándu aldar menn ættu að eiga um 1,6 milljón afkomendur en samkvæmt Íslendingabók eru niðjar Björns tæplega 20 þúsund. Fólk getur auðveldlega flett því upp hvort það sé komið undan feðgunum alræmdu. Benóný hefur skrifað leikrit um Axlar-Björn sem enn á eftir að setja upp. Þá vill hann skrifa ballett um Gísla hrók, sem lítið er vitað um, og þá yrði þríleikurinn fullkomnaður. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Benóný Ægisson „Hann hefði ekki verið gjaldgengur í #metoo byltinguna“. 1977 Íslenskur hryðjuverkamaður Hringt var í ritstjórn Dagblaðsins þriðjudaginn 11. janúar og tauga- veiklunarleg rödd sagði: „Það verður sprengt hjá Rússun- um.“ Síðan var lagt á og blaða- menn tóku hótunina ekki alvar- lega. Daginn eftir, klukkan ellefu, fannst sprengjubúnaður fyrir utan sovéska sendiráðið á horni Tún- götu og Hólavallagötu. Lögreglan hikaði ekki og kippti leiðslum úr sambandi og lokaði allri umferð í götunni. Þá voru sprengjusér- fræðingar kvaddir á staðinn og sprengjan gerð óvirk. Sprengjan virtist vera gerð úr túpum bundn- um inn í plast. Utan á plastinu hengu stórar rafhlöður og voru þær tengdar inn í túpurnar. Sprengjan við sendiráðið Úr Dagblað- inu, janúar 1977. 1942 PólitíSkt Prentara- verkfall Í upphafi árs 1942 hófst verk- fall prentara í Reykjavík og í þrjár vikur var Alþýðublaðið eina al- menna dagblaðið sem kom út enda prentað í Hafnarfirði. Þetta lagðist illa í Morgunblaðsmenn sem sögðu Alþýðuflokkinn nota verkfallið í pólitískum tilgangi í aðdraganda bæjarstjórnarkosn- inga í Reykjavík. Verkfallið væri að undirlagi þeirra og gert til að þagga niður í öðrum röddum. „Þessari nýstárlegu áróðursað- ferð Alþýðuflokksins verður ekki gleymt“ segir á forsíðu fyrsta Morgunblaðsins eftir verkfallið, 23. janúar. Ef samsæriskenningin reynist sönn hafði þessi óprúttna aðferð ekki meiri áhrif en að Sjálf- stæðisflokkurinn hélt meirihluta sínum í Reykjavík. Prentsmiðjan Gutenberg 1930 Setjarasalurinn. Þýskir hermenn fluttir til fossvogs Þ ýski reiturinn svokallaði í Fossvogskirkjugarði geym- ir sautján hermenn þriðja ríkisins sem voru skotn- ir niður í flugvélum hér við land. Reiturinn er nokkuð sérstakur, dökkleitur, með þremur voldug- um krossum og nöfnum hinna fallinna í hringsveig um þá. Lengi vel voru þeir útlægir úr garðinum en fengu athvarf á Kjalarnesi. Njósnarar Þór Whitehead, sagnfræðing- ur og prófessor emeritus við Há- skóla Íslands, segir mennina hafa stundað hér njósnaflug frá Stavanger í Noregi. „Þjóðverjar héldu hér uppi reglulegu njósn- aflugi og það jókst mjög eftir að bandamenn hófu siglingar til Rússlands. Þeir vildu fylgjast sér- staklega með skipalestunum til Murmansk. Á tímabili flugu þeir daglega yfir Reykjavík. Þegar fór að halla undir lokin þá dró mjög úr þessu en allt til stríðsloka þá héldu þeir uppi njósnaflugi fyrir norðan land.“ Bandamenn voru hér með loftvarnabyssur en vélarnar urðu þeim ekki að bráð. „Það voru alltaf orrustuflugvélar banda- manna sem skutu þær niður.“ Þór segir þó að sumir sem skotn- ir voru niður hafi lifað af, til að mynda einn loftskeytamaður sem var handtekinn og færður í stríðsfangabúðir út stríðið. „Síð- asta vélin nauðlenti hér 2. maí 1945, örfáum dögum fyrir stríðs- lok, vegna bilunar í hreyfli. Hún varð alelda, lenti á sjónum við Leirhöfn við Grímsey og áhöfnin komst út.“ Máttu ekki hvíla við hlið bandamanna Sjö fórust í Hvalfirði þann 21. júní árið 1941 en Reykvíkingar veigr- uðu sér við að grafa þá á sama stað og hermenn bandamanna. Var því leitað til Ólafs Bjarnason- ar, bónda í Brautarholti á Kjal- arnesi, sem veitti leyfi fyrir því að líkin yrðu jörðuð þar. Næstu tvö ár tók hann við sex líkum til við- bótar. Ólafur barðist fyrir því að her- mennirnir fengju að fara í Foss- voginn og varð það raunin árið 1957. Þá voru einnig flutt fjögur lík frá Reyðarfirði en þeir menn höfðu hrapað á fjallinu Snæfugli vorið 1941. Reiturinn var vígður á þjóðarsorgardegi Þjóðverja í nóv- ember árið 1958 við mikla athöfn. Elín Pálmadóttir skrifaði grein um flutningana í Morgunblaðið í febrúar árið 1998. n Þýski reiturinn Sveigur lagður fyrir jólin 2017. Gamla auglýsingin Vísir, 30. desember 1964 1648 1957
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.