Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017
Landið er
sérstakt
Johanna kom fyrst til Íslands fyrir
fjórum árum sem ferðamaður.
Henni finnst Ísland ekki vera
staður sem maður getur bara
heimsótt.
„Ég áttaði mig á því að Ísland er
ekki land sem maður getur bara
heimsótt, fyrir mig var landið sér-
stakt.“ Segir Johanna Bucher. Jo-
hanna kemur frá Luzern í Sviss og
kom fyrst til Íslands fyrir fjórum
árum sem ferðamaður. Hún flutti
svo til Íslands sumarið 2016 og
vann í upphafi á sveitabæ en býr
nú í miðbæ Reykjavíkur og vinnur
á veitingastaðnum Snaps.
Ég var á Íslandi í mánuð fyrir
fjórum árum og landið heillaði
mig. Upp komu allar þessar spurn-
ingar og ég þurfti meiri tíma. Svo
var ég líka að leita að meira rými
til þess að hugsa og mér fannst
það vera mögulegt hérna.“ Að
sögn Johönnu skiptir náttúran
hér miklu máli og henni fannst
gott að vinna í mánuð á sveita-
bæ í Vatnsnesinu til að vera nærri
náttúrunni. „Það er eitthvað mjög
frelsandi við Ísland, kannski er
það nálægðin við náttúruna en
það er öðruvísi heldur en heima
fyrir.“ Hún leggur nú stund á ís-
lensku í málaskólanum Multikulti
og stefnir á að ná betri tökum á
tungumálinu.
Johanna veit ennþá ekki hve
lengi hún stefnir á að búa á Íslandi
en eins og staðan er núna þá líkar
henni landið vel og ætlar að vera
hér um sinn.
Fann hér næði
til að skapa
Alejandra de Ávila flutti til Íslands
til að einbeita sér að tónsmíðum.
„Eitt af því fyrsta sem ég elskaði
við að búa hér voru sundlaugarn-
ar og að fara út að hlaupa með-
fram ströndinni,“ segir Alejandra
de Ávila. Alejandra er ættuð frá
Mexíkó en hefur eytt stærstum
hluta ævi sinnar í Skotlandi og
Austurríki. Hún lauk námi í tón-
smíðum og hreyfingu frá Vínar-
borgarháskóla fyrir tveimur árum
og flutti stuttu svo til Íslands.
„Þar til fyrir fjórum árum var ég
atvinnuflamencodansari en frá því
ég kláraði námið í Vín hef ég ein-
beitt mér að tónsmíðum. Það var
fyrst og fremst þess vegna sem ég
flutti hingað, til að ná einbeitingu.
Reykjavík er góður staður til þess.
Ég hafði komið áður því systir mín
flutti hingað frá Mexíkó. Reykjavík
er skemmtileg því hér er næði en
líka nóg um að vera, ef þú vilt. Það
er mikið um að vera í listalífinu
og ég hef kynnst mikið af dásam-
lega skapandi fólki í Listaháskólan-
um þar sem ég er í mastersnámi.
Kennararnir hér hafa haft mik-
il áhrif á mig, jafnvel meiri en
kennararnir í tónlistarakademí-
unni í Vín,“ segir Alejandra sem
vinnur líka í Kramhúsinu þar sem
hún kennir dans.
„Ég var að leita að góðum stað til
að þroska sjálfa mig sem tónsmið
en líka sem manneskju og mér
finnst ég hafa tekið rétta ákvörð-
um með að velja þessa borg. Hér
hef ég næði til að skapa en samt er
líf. Þessi blanda af fallegu lands-
lagi, góðu fólki og lifandi borg er
alveg einstök í Reykjavík,“ segir
Alejandra sem býr nálægt sjónum í
Vesturbænum. „Það tók mig langan
tíma að finna góðan stað til að búa
á því ég vildi vera í göngufæri við
miðbæinn. En svo fann ég þessa
íbúð og er alsæl. Planið núna er að
halda áfram að semja og fara svo í
doktorsnám, vonandi á Íslandi.“
Sarah Uddfolk er frá Gauta-
borg. Hún hefur búið hér síðan
í fyrrasumar og á von á barni
með kærastanum sínum sem er
íslenskur.
„Ég er komin 15 vikur á leið en ég
hitti bara kærastann minn fyr-
ir fjórum mánuðum. Við erum
mjög hamingjusöm og spennt yfir
barninu,“ segir Sarah Uddfolk frá
Svíþjóð. Sarah kom til Íslands í
fyrrasumar í gegnum norrænu
vinnumiðlunina Nordjobb þar
sem hún vann á hóteli á Höfn.
„Ég hafði aldrei komið til Íslands
og ætlaði fyrst til Grænlands. En
þegar mér var boðið starf á Höfn
fannst mér það hljóma betur, svo
10 dögum eftir að ég sótti um stóð
ég á Íslandi.“
Sara bjó á Höfn í sex mánuði og
líkaði dvölin vel, enda bjó starfs-
fólkið saman og stemningin góð.
„Það var auðvitað stór breyting að
flytja frá stórborginni Gautaborg í
lítinn bæ með varla 2000 manns,“
segir Sarah sem býr nú í Hvera-
gerði og sækir vinnu í Reykjavík.
Sarah og barnsfaðir hennar, Þór,
búa hjá móður hans meðan þau
safna sér fyrir íbúð en þau vilja
búa í Reykjavík. Sarah vinnur í
Kaffivagninum úti á Granda en Þór
vinnur hjá Advania.
Aðspurð um hvort þau stefni á
að flytja aftur til Svíþjóðar hikar
Sarah en segir svo að Gautaborg
hafi breyst mikið á síðustu árum.
„Ísland er meira eins og heimili,
mér finnst allt svo brjálað í Svíþjóð
og eins og borgin hafi misst sálina
sína. Fólk hefur gleymt því hvað
er mikilvægt og hugsar mikið um
peninga,“ segir hún. Að mati Söruh
vinnur borgin heldur ekki nægi-
lega vel úr málefnum flóttafólks,
sem bíður eftir úrvinnslu sinna
mála sem skapar slæmt ástand í
borginni. Henni líkar lífið á Íslandi
vel og reynir eftir bestu getu að ná
tökum á tungumálinu. „Svo kemur
bráðum barn sem lærir íslensku
með mér,“ bætir hún við og hlær.
Ísland meira eins og heimili
„10 dögum
eftir að ég
sótti um
stóð ég á
Íslandi.“
Mynd | Hari
Elskar stemninguna í miðbænum
Alice Demurtas lauk námi í Háskóla Íslands síðastliðið
vor og langar að setjast hér að.
„Mér fannst Ísland spennandi því það er ekki of langt
frá Sardiníu en samt svo allt öðruvísi. Ég kom hing-
að fyrst sem skiptinemi þegar ég var sautján ára, bjó
á Seltjarnarnesi og var í Kvennó í eitt ár. Og þá ákvað
ég að koma hingað aftur eftir menntaskóla og taka há-
skólanámið hér, segir Alice Demurtas sem flutti hingað
frá Sardiníu fyrir fjórum árum. Hún lauk námi í ensku
og fjölmiðlafræði við HÍ í vor og dreymir um að verða
blaðamaður, helst á Íslandi.
„Ég hef unnið sem blaðamaður á netinu fyrir er-
lenda miðla og hef verið í starfsnámi en nú langar mig
að skrifa á íslensku og fá eitthvað borgað fyrir það.
Eins og er vinn ég í bænum og þess vegna bý ég í bæn-
um, og mig langar ekki að eiga bíl. Núna bý ég með
íslensku pari nálægt Vesturbæjarlauginni. Það er rólegt
hverfi en samt fínt því það er nálægt bænum. Ég elska
stemninguna í miðbæ Reykjavíkur. Maður er alltaf að
hitta allskonar fólk og það er svo mikið um að vera og
gott framboð af menningu og mat. Ef mig langar að
vera ein þá rölti ég bara út á Gróttu,“ segir Alice. Hún
segir bæði vinahópinn og vinnustaðinn vera mjög fjöl-
breyttan. „Ætli þetta sé ekki svona 50/50 Íslendingar
og útlendingar.“
„Það er eitthvað mjög frelsandi við Ísland.“ Myndir | Hari
Alice dreymir um að vinna
sem blaðamaður á Íslandi.
Mynd | Hari
Pierre de Lépinay vill tryggja sér
samastað á Íslandi.
„Ég kom hingað sem skiptinemi
fyrir nokkrum árum og ætlaði
bara að vera í eitt ár. En ég varð
svo hrifinn af staðnum að ég er
ekki enn farinn,“ segir Pierra de
Lépinay sem ólst upp í París. Áður
en hann flutti til Íslands bjó hann
í Danmörku þar sem hann vann
við ljósmyndun. „Það var alls ekki
bara náttúran sem ég féll fyrir
heldur líka andrúmsloftið í Reykja-
vík. Ég hef alltaf búið í miðbæn-
um og leigt lítið herbergi sem mér
finnst ég hafa verið mjög heppinn
að finna. Það er mjög ódýrt sem
þýðir að ég hef ekki þurft að vinna
fullt starf og getað notað frítímann
í sjálfan mig. En nú verð ég bráð-
um að skila herberginu og þar sem
það er ekki séns að finna sama díl
í Reykjavík í dag er ég að spá í að
fara eitthvert annað, allavega þar
til leigumarkaðurinn róast,“ segir
Pierre sem dreymir þó um að setj-
ast hér að.
„Við kærastan mín viljum safna
peningum og kaupa hús einhvers-
staðar á Íslandi, bara til að tryggja
okkur samastað hér í framtíðinni.
Þetta er auðvitað stór ákvörðun og
erfið fyrir okkur því við erum yf-
irleitt ekki með nein ákveðin plön
í lífinu.“
Tónskáldið og flamencodansarinn
Alejandra kennir dans í Kramhúsinu og
stefnir á doktorsnám á Íslandi. Mynd | Hari
Vill kaupa hús á Íslandi
Pierre gerir ráð fyrir að flytja frá
Íslandi vegna hækkandi leiguverðs en
dreymir um að kaupa sér hús hér á
landi. Mynd | Hari
Veitur ohf.
Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • veitur.is
Veitur ohf. • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
516 6000 • veitur.is
Útboð
Veitur ohf.
Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • veitur.is
Veitur ohf. • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
516 6000 • veitur.is
tboð
Veitur ohf. óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið:
Framkvæmdasvæðið er meðfram Vatnsendahvarfi
frá Tónahvarfi, að og inn með Turnahvarfi. Verktaki
skal grafa skurði fyrir hitaveitulagnir, ídráttar-
rör, rafstrengi og fjarskiptalagnir. Í skurðina skal
verktaki sanda undir og yfir rör og strengi, leggja
láspennustrengi, rör, ídráttarrör og fjarskiptalagnir,
fylla yfir og ganga frá. Jafnframt skal hann grafa
fyrir og annast uppsetningu á lokum, spindlum,
tengiskápum, ljósastólpum og brunnum.
Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá
og með miðvikudeginum 01.03.2017 á vefsíðu
Ork veitunnar https://www.or.is/fjarmal/ut-
bod#page-7016
Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum
„VEV-2017-04, Turnahvarf veitukerfi útgefnum í
febrúar 2017“
Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf., Bæjarhálsi
1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 23.03.2017 kl.
11:00
VEV-2017-04 25.02.2017
TURNAHVARF
VEITUKERFI: