Fréttatíminn - 04.03.2017, Side 26

Fréttatíminn - 04.03.2017, Side 26
að standa við það sem mann langar að gera. Að æfa sig í því að stíga inn í kuldann, eða óttann, styrkir þig í því að takast á við lífið. Kuldinn herðir mann andlega og líkamlega en þetta snýst líka um að vita hver okkar eig- in mörk eru. Maður byggir þolið upp hægt og rólega og passar sig að fara aldrei lengra en maður getur,“ segir Þór sem fór síðastliðið sumar í kennaranám til Hof í Hollandi og eft- ir það hefur hann ferðast með hon- um bæði um Ísland og Pólland til að styrkja líkama og sál í jökulköldum böðum og á frostköldum fjöllum. „Það er rosalega magnað að upplifa það að ganga á fjall í tíu stiga frosti í þrjá tíma á stuttbuxum. Ég hélt að ég ætti eftir að þjást eða jafnvel drepast úr kulda en með þessari tækni þá þolir maður ótrúlega hluti og kikkið er rosalegt. Þú ert í svo miklu horm- ónabaði að þér líður eins og þú getir sigrað heiminn.“ Vísindamenn við hollenska Rad- boud háskólann komust að þeirri niðurstöðu, sem var birt í Science Daily árið 2011, eftir heilmiklar rannsóknir, að Hof hefði algjörlega einstaka hæfileika til að hafa áhrif á eigið taugakerfi og ónæmiskerfi með hjálp hugleiðslu og öndunar. En niðurstaða þeirra var jafnframt sú að þar sem hæfileikinn hefði að- eins komið fram hjá einum einstak- lingi væri ekki hægt að sanna með vissu að þetta sé almennt hægt. Hof vildi ekki una þessari niðurstöðu, að hann væri einstakur, því hann segir hvern sem er geta lært að hafa stjórn á viðbrögðum líkamans við ytri að- stæðum. Og þar með var hans næsta takmark í lífinu komið; að kenna áhugasömum að nýta aðferðir sínar. Og þannig lágu leiðir hans og Þórs, íslenska ísmannsins, saman. Hættur á lyfjum Þór er einn af nemendum Hof í dag og reyndar líka góðvinur. Sjálfur segist Þór hafa alist upp á líkams- ræktarstöð og fengið áhugann á ræktun líkama og sálar með blóð- inu. Hann er sonur Guðna Gunnars- sonar sem kynnti rope-yoga fyrir Íslendingum og móðir hans, Katý Hafsteinsdóttir, vann í mörg ár við að þjálfa fegurðardrottningar. Síð- astliðin fimmtán ár hefur Þór starfað sem einkaþjálfari. „Ég hef alltaf verið í þessum heimi og byrjaði ungur að stunda jóga og fór í jógakennaranám til Indlands og lærði svo einkaþjálfun í Bandaríkj- unum. Ég hef alltaf verið að leita að leiðum til að ögra sjálfum mér, hvort sem það er í gegnum jóga, snjó- brettaiðkun, fallhlífastökk, paraglid- ing eða líkamsrækt. Mér finnst gott að fara út fyrir þægindarammana og hef alltaf fylgst með umfjöllun- um um fólk með einstaka líkam- lega hæfileika. Fyrir svona þremur árum fór umfjöllunin um Wim Hof að verða áberandi og ég varð forvit- inn,“ segir Þór. „Það var ekki kuldinn sem hróp- aði á mig því mér hefur aldrei liðið neitt sérstaklega vel í kulda. Það höfðaði í raun meira til mín að stökkva fram af fjalli í fallhlíf en að hoppa í kalt vatn. Ég ákvað samt að prófa þetta, fyrst og fremst vegna löngunar til að vera frjáls í eigin lík- ama. Að þurfa ekki að vera háður því að einhver annar en ég lagi hvernig mér líður, segir Þór sem byrjaði á því að lesa bók Hof, fékk sér svo app 26 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 „Líðanin eftir að hafa verið lengi í kuldanum er svo góð að jákvæðu áhrifin á líkamann fara ekkert á milli mála,“ segir Þór sem stefnir á að opna líkamsræktar- stöð með vinum sínum sem einnig stunda aðferðina. „Við ætlum að opna líkams- ræktarstöð í vor þar sem áhersla verður lögð á að vinna með eigin líkamsþyngd og náttúrulegar hreyfingar. Við ætlum að samræma þannig hreyfingu við Wim Hof aðferðina og verðum að sjálfsögðu með stóran kælitank á staðnum.“ Mynd | Hari Heimsmetalisti Wim Hof Hof segir tilganginn með heimsmetunum vera að vekja athygli á aðferðum sínum við að stjórna taugaviðbrögðum líkamans, þar sem allir geti lært að hafa áhrif á eigin heilsu og vellíðan. -Hljóp eyðumerkur-maraþon í Namibíu án þess að drekka vatn -Hefur setið lengst allra í klaka- baði (án þess að líkamshitinn lækki í hans tilfelli) -Hékk á einum fingri í 2000 metra hæð -Kleif hluta Everest í stuttbuxum og sandölum -Kleif Kilimanjaro í stuttbuxum -Hefur kafað lengst allra undir ís á Norðurpólnum, aðeins í sundskýlu -Hljóp Lapplands- maraþoni í 20 gráðu frosti, berfættur í stuttbuxum til að læra inn á kuldastjórnun og tók svo tíu vikna námskeið á netinu. „Þetta greip mig algjörlega. Þegar ég var kominn vel á veg fann ég hvern- ig þetta gjörbreytti lífi mínu. Ég var greindur með ADHD fyrir nokkrum árum og var búinn að vera á lyfjum við því í tvö ár en á fyrstu vikunni á Wim Hof aðferðinni fann ég hvernig mig langaði til að hætta á lyfjunum. Ég gerði það og hef ekki upplifað þörf til að taka þau síðan. Svo var ég með áreynsluastma og samkvæmt læknisráði átti ég að taka sterapúst kvölds og morgna alla daga. En síð- an ég byrjaði i þessu er ég nánast hættur að nota astmalyf.“ Kikkið er rosalegt „Aðferðin snýst í grunninn um köld böð, öndun og staðfestu. Þú sest niður og andar á ákveðinn hátt og ofan á það bætast svo líkamlegar æf- ingar og hugleiðsla. Það þarf ótrú- lega staðfestu til að stíga í ískalda sturtu á morgnana, eða að hoppa fram af kletti í jökulkalt vatn,“ segir Þór sem byrjar hvern einasta dag á jógaæfingum, Wim Hof öndunaræf- ingum, hugleiðslu og svo ískaldri sturtu. Hann fer reglulega í kalda tankinn í líkamsræktinni þar sem hann vinnur en segir langöflugast að fara út í sjálfa náttúruna. „Við för- um mikið í árnar upp í Mosfellsdal eða í gjárnar á Þingvöllum. Í köldu vatninu þrengjast æðarnar en þegar þú kemur upp úr opnast þær aftur til að líkaminn nái upp hita. Þannig þjálfar þú samdrátt og útvíkkun al- veg eins og þú gerir þegar þú lyftir lóðum, nema þarna ertu að gera það í hjarta- og æðakerfinu. Líðanin eftir að hafa verið lengi í kuldanum er svo góð að jákvæðu áhrifin á líkamann fara ekkert á milli mála. Þetta er bara svo hrikalega gaman.“ „Þetta byggir upp sjálfstraust því hvað er sjálfstraust annað en að þora Húsið opnar klukkan 15 og verður boðið upp á léttar veitingar í anddyrinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Allir eru velkomnir, stofnfélagar Frjálsrar fjölmiðlunar og þau sem vilja styðja frjálsa og óháða blaðamennsku á Íslandi. Hlökkum til að sjá ykkur! Við stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar verður efnt til fagnaðar þar sem fjölmargir listamenn halda uppi stemningu. Meðal þeirra sem fram koma eru: ÞJÓNUSTA Í ALMANNAÞÁGU EYÞÓR GUNNARSSON • GUÐMUNDUR PÉTURSSON BAGGALÚTUR • ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR BUBBI MORTHENS • GUNNAR ÞÓRÐAR OG MAGGA STÍNA HUNDRAÐ KVENNA KÓR UNDIR STJÓRN MÖGGU PÁLMA ARNLJÓTUR SIGURÐSSON ÚR OJBA RASTA • TRIPOLA EINAR MÁR GUÐMUNDSSON OG LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR ÞORSTEINN EINARSSON ÚR HJÁLMUM • RAGNHEIÐUR GRÖNDAL EGILL ÓLAFSSON • SVAVAR KNÚTUR OG PÉTUR BEN ANDRI ÓLAFSSON OG EINAR SCHEVING

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.