Fréttatíminn - 10.03.2017, Page 1

Fréttatíminn - 10.03.2017, Page 1
Staðan í Klíníkurmálinu er afar snúin þar sem Sjúkratryggingar Íslands virðast hlynntar opnun einkarekins sjúkrahúss en Landspítalinn er á móti hug- myndinni. Óttarr Proppé þarf að taka ákvörðun um einkarekna sjúkrahúsið undir pressu frá hagsmunaðilum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, Steingrímur Ari Arason, segir að Ótttar Proppé heilbrigðisráðherra hafi sagt að samkvæmt gildandi lögum og reglum eigi hann að samþykkja að Klíníkin fái leyfi til að gera aðgerðir sem kostaðar eru með skattfé. Steingrímur Ari vill ekki gefa upp sínar eigin skoðan- ir á málinu en segir aðspurður að hann hafi „heldur betur“ skoðanir á því og tjái þær á fundum um mál- ið. Sjúkratryggingar Íslands hafa í gegnum árin verið mjög fylgjandi einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu. Óttar Proppé segir í gegnum aðstoðarmann sinn að hann hafi enga ákvörðun tekið í málinu enn sem komið er og að það séu fréttir út af fyrir sig ef einhver gefur eitt- hvað annað í skyn. Sjúkrahús Klíníkurinnar yrði fyrsta einkarekna sjúkrahús lands- ins ef Óttarr tekur ákvörðun um að Sjúkratryggingar eigi að kosta ákveðnar aðgerðir sem krefjast innlagnar á legudeild Klíníkurinn- ar, meðal annars mjaðmaskipta- aðgerðir. Landspítalinn berst hins vegar gegn opnun sjúkrahússins þar sem rekstur þess muni koma niður á spítalanum. Í máli Sig- ríðar Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra Landspítalans, kemur fram að hugsanlegt sé að opnun- in stríði gegn lögum um starfsemi Landspítalans og einnig reglugerð um heilbrigðismál. Sigríður seg- ir að hluti inntaks laganna sé að þegar semja eigi um einkarekna heilbrigðisþjónustu skuli þess gætt að „raska ekki þeirri þjónustu sem fyrir er og veita ber lögum sam- kvæmt“. Birgir Jakobsson landlæknir vill ekki gefa upp afstöðu sína í mál- inu að svo stöddu þar sem embætti hans sé að taka saman upplýsingar um árangur átaks sem farið var í til að stytta biðlista eftir ákveðn- um aðgerðum, meðal annars mjaðmaskiptaaðgerðum. Þess- ar niðurstöður skipta máli þegar þörfin fyrir þjónustu Klíníkurinn- ar er metin þar sem aðgerðir fyrir- tækisins eiga að stytta biðlista eftir aðgerðum á Landspítalanum. Málið er því mjög eldfimt og við- kvæmt og er Óttarr Proppé í erf- iðri stöðu með Sjúkratryggingar og Klíníkina öðrum megin í málinu og Landspítalann hinum megin. Afstaða landlæknis er svo óljós. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 19. tölublað 8. árgangur Föstudagur 10.03.2017 KRINGLUNNI ISTORE.IS iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreingaraðili DJI á Íslandi Sérverslun með Apple vörur Mavic Pro Frá 169.990 kr. Phantom 4 Pro Frá 219.990 kr. Inspire 2 Frá 449.990 kr. Mynd | Hari Ráðherra undir pressu vegna einkarekins sjúkrahúss 24 28 34 2 4 16 Vill neyðarlög um húsnæðisvandann 8 Jóhann Már Sigurbjörnsson gefst upp á baráttunni og hættir sem formaður Samtaka leigjenda. KRINGLUNNI OG SMÁRALIND NÝJAR VÖRUR Fórnarlamb árásarinnar í Vestmannaeyjum flúið land Leigufélagið Heima- vellir þenst út Með 1500 milljónir í leigutekjur í fyrra Fullorðin í foreldrahúsum Sambúð er góð þegar maður syrgir Þeir sem hafa hlutverki að gegna í lífinu líður betur, þéna betur og stunda betra kynlíf 327 milljóna arður frá 2008 út úr einka- reknu bæklunar- læknafyrirtæki Stífar æfingar hjá íslenskum klappstýrum

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.