Fréttatíminn - 10.03.2017, Side 30

Fréttatíminn - 10.03.2017, Side 30
Framleiðslufyrirtækið Truenorth hefur tryggt sér réttinn að sjón- varpsþáttum eftir bókum glæpa- sagnarithöfundarins Stefáns Mána, sem fjalla um lögreglumanninn Hörð Grímsson. Til stendur að fram- leiða fleiri en eina seríu en sú fyrsta verður væntanlega tekin til sýninga á næsta eða þarnæsta ári. Þeir sem hafa lesið bækur Stefáns Mána kannast eflaust við lýsingarn- ar á stórum og miklum lögreglu- manninnum, með úfna rauða hárið, sem klæðist ávallt síðum leður- frakka. „Það er ekkert ákveðið hvern við fáum til að leika Hörð en honum er lýst á þann hátt að það koma ekki margir til greina. Við þurfum hins vegar ekki að fylgja lýsingunum al- veg eftir. Það breikkar svolítið valið okkar,“ segir Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth, en verk efnið er unnið í samstarfi My- steru. „Ólafur Darri er líklega sá eini sem kæmist nálægt Herði í útliti, en þar sem hann er nú í aðalhlutverki í Ófærð þá getum við því miður ekki notað hann. Þó að hann sé frábær leikari. Ég hefði svo sannarlega vilj- að fá hann, en það gengur ekki að hafa hann í öllum seríum landsins í svipuðu hlutverki,“ segir Kristinn. Það verður því einhver annar leik- ari sem fær hið verðuga verkefni að túlka Hörð. Aðspurður hvort serían verði sýnd með hefðbundum hætti þar sem einn þáttur kemur í hverri viku í línulegu sjónvarpi eða hvort hún verði öll tekin til sýninga í einu, eins og er orðið vinsælt í efnisveitum eins og Netflix og Sjónvarpi Sím- ans, segir Kristinn það enn óvíst. Enda hefur ekki verið ákveðið hvar þættirnir verða teknir til sýninga. Kristinn segist strax finna fyrir miklum áhuga á þáttunum erlendis frá, enda hafi íslenskt sjónvarpsefni verið að sanna sig á erlendum mark- aði síðustu árin. En það auðveldar fjármögnunina. „Það er gríðarlegur áhugi hjá nokkrum aðilum erlendis á Stefáni Mána og hans verkum. Við höfum talað við franska, breska og þýska aðila með þessa seríu.“ Kristinn hitti einmitt þýskan framleiðanda um daginn og spurði hvort betra væri að gera þættina á ensku eða öðru tungmáli. Svarið kom honum á óvart. „Hann sagði strax að við ættum að gera þetta á íslensku. Íslensk- an selur, sérstaklega eftir Ófærð. Íslenskan er fullkomlega gjaldgeng núna. Ég hef aldrei heyrt þetta áður þegar kemur að íslenskunni og við kannski hjálpum bara til við að vernda tungumálið og breiða það út sem víðast.“ | slr 30 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 Það er óhætt að segja að piparlakkrís æði hafi heltekið Ís- lendinga snemma á síðasta ári, en þá kom á markað hver sælgætis- og ístegundin á fætur annarri sem inni- hélt piparlakkrís í einhverri mynd. Piparhúðað Nóakropp, Piparfyllt- ar lakkrísreimar og Tyrkisk Peber poppkorn var líklega það sem sló mest í gegn. En þegar piparlakkrís- æðið virtist vera á undanhaldi þá kemur önnur bylgja nýrra lakk- rísafurða sem æsir land- ann á nýjan leik. Lakkrísskyr frá KEA er til að mynda að gera allt vitlaust þessa dagana og slegist er um dollurnar í mjólkurkælum lands- ins. Sumir vilja meina að bragð- ið sé nálægt því sem var af gamla góða Skólajógúrtinu með lakkrísbragði, sem margir muna eftir. Þá er Góa að hefja framleiðslu á páskaeggjum með piparfyllt- um lakkrís, en fyrirtækið var með kosningu á Facebook- -síðu sinni þar sem almenn- ingur gat kosið hvernig egg hann vildi og hlaut lakkrísegg- ið afgerandi kosningu. Piparmöndlur frá H-berg eru einnig nýjar á markaðn- um og flestir sem hafa smakk- að þann unað láta sér ekki einn poka nægja. Það er því óhætt að fullyrða að vinsældir lakkríss og pipar- dufts séu svo sannarlega ekki á undanhaldi. | slr Uppgangur lakkríssins heldur áfram Allt með pipardufti og lakkrís virðist slá í gegn. Nú fer vetrarskammdegið að líða úr landinu og vorið brátt að banka á dyr. Á þessum tíma árs er því einstaklega notalegt að sitja með kaffibolla í morgunsárið og fylgj- ast með birtunni lýsa upp landið. Kaffivenjur fólks eru þó mis- jafnar og sumir eru sérstak- lega sérvitrir á því sviði. Stundum er þó gott að breyta út af vananum og prófa nýjar aðferðir og siði. Mokkakaffikannan litla getur gert kaffi rútínuna enn notalegri. Könnurn- ar koma frá Ítalíu og koma í öllum stærðum og gerð- um. Þær nefnast upphaflega macchinetta - eða lítil vél. Einn af kostunum við þær er nefni- lega einmitt að þær eru tilvald- ar til þess að hella upp á einn kaffibolla, eða tvo í staðin fyrir heila uppáhellingu. Annar kostur við mokka- könnuna er lyktin, hún er á einhvern hátt öðruvísi en af venjulegri uppáhellingu. Mokkakannan er í rauninni þrjú stykki, neðsta hólfið er fyllt með vatni og kaffi sett í sérstakt hólf þar fyrir ofan. Lokið er svo skrúfað á og kannan sett á heita eldavél þar sem hún hitnar, vatnið sýður og kaffið verður til. Þú veist að kafffið er tilbúið þegar mjúk gufa stígur upp af könnunni. Mörgum þykir líka kaffið úr mokkakönnunni vera sérstaklega bragðgott enda er ástæða fyrir því hve vin- sæl hún hefur verið í gegn- um tíðina. | bsp Töfrar mokkakönnunar Mokkakannan getur verið góð tilbreyting í kaffirútínuna. Það er notalegt að hella upp á kaffi með mokkakönnunni. Íslenskan heitasta tungumálið Kristinn segir íslenskt sjónvarpsefni mjög vinsælt erlendis og íslenskan þykir sérlega spennandi. Mynd | Hari Truenorth framleiðir nýja glæpaþætti eftir bókum Stefáns Mána og áhugi erlendra aðila er mjög mikill. Slegist um nýjar vör- ur með lakkrísbragði í stórmörkuðum landsins. Af óviðráðanlegum ástæðum kemst Bubbi Morthens ekki á stofnfundarfögnuð Frjálsrar fjölmiðlunar sem fram fer í Há- skólabíói á laugardag. Í hans stað kemur Gísli Pálmi inná völlinn og bætist í hóp fjölmenns liðs tónlist- armanna sem ætla að halda uppi stemningu á fundinum. Með- al þeirra eru Baggalútur, Svavar Knútur og Pétur, Triopola, Magga Stína og Gunnar Þórðar og fleiri og fleiri. Gísli Pálmi í stað Bubba

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.