Fréttatíminn - 10.03.2017, Síða 36

Fréttatíminn - 10.03.2017, Síða 36
Elliðaárdalurinn Ein af perlum Reykjavíkur er Elliðarár- dalurinn góði. Þó að hann sé kannski ekki grænn og blómstrandi í augnablik- inu er hann líka fallegur í vetrarhamnum. Þar er hægt að lenda í ótal ævin- týrum án þess að þurfa að fara of langt út fyrir þægindarammann eða út fyrir borgarmörkin. Hafravatn Hvað er betra en að fara í stutta göngu á ljúfum laugardegi eða föstudegi? Að stíga út fyrir rútínuna og eins og að ganga í kringum Hafravatn er tilvalið! Best er að draga fjölluna út fyrir borg- armörkin og taka hring í kringum vatnið. Svo er hægt að taka stígvélin með til að vaða. Viðey Skemmtileg dagsferð út fyrir borgar- mörkin í örlítið ævintýri, er að taka ferjuna út í Viðey með nesti. Viðey er kannski ekki stór en það er sérstaklega skemmtilegt að ganga um hana. Mundu bara að klæða þig vel ef að veður- guðirnir komast í stuð. GÓÐAR GÖNGU- LEIÐIR Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT Mikil virkni Bragðlaust duft í kalt vatn 5 mán. skammtur Nýjar umbúðir Með eða á móti … Airbnb Pálína Axelsdóttir Njarðvík „Airbnb hefur auðvitað bæði kosti og galla. Mér finnst mjög sniðugt að fólk geti leigt út aukaher- bergi eða íbúðir sem það á. Það eyk- ur líka gistimöguleika fyrir ferða- menn. En auðvitað er það slæmt þegar útleigan hefur þau áhrif að leiguverð rýkur upp úr öllu valdi.“ Ólafur Heiðar Helgason „Mér finnst innreið Airbnb á mark- aðinn vera af hinu góða. Þau hafa boðið upp á einstakan val- kost á markaðnum með gistingu. Upplifunin að gista á hót- eli er svipuð hvort sem þú ert í París eða Tókýó, en með Airbnb er hægt að vera í mun meira návígi við lífsstíl heimamanna. Ég bý í Barselóna, sem hefur verið mikil ferðamannaborg um langt skeið, og hér gilda mjög strangar reglur um Airbnb-gistingu. Það er ekki síst vegna þess að borg- arbúar vilja halda ferðamönnunum í ákveðinni fjarlægð í sínu daglega lífi. Fólk nennir ekki lengur að leiðbeina túristum í stigaganginum heima hjá sér.“ Atli Már Gylfason „Ég er ekki á móti Airbnb í stærri borg- um þar sem það hefur ekki áhrif á framboð leigu- íbúða til almenn- ings en þessi Airbnb-þróun á Ís- landi er hins vegar kominn út fyrir öll velsæmismörk og er, að minnsta kosti að hluta til, ástæða þess að ég verð heimilislaus 1. maí.“

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.