Fréttatíminn - 10.03.2017, Page 42

Fréttatíminn - 10.03.2017, Page 42
FÖSTUDAGUR 10. MARS 20176 FERMINGAR Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis Karrýsúpa 3 msk. grænmetiskraftur 3 msk. kjúklingakraftur 3 msk. tómat puré 3 msk. karrý, ekki sterkt 1 lítri vatn. Þetta er soðið saman í u.þ.b. 25 mínútur og þá er tveimur pökkum af maísena sósujafnara skellt út í og hrært saman þar til það verður að þykkum graut. Kælt. Þá er að laga sjálfa súpuna. Ein msk. af þessum grunni er fyrir eina manneskju, svo þú tekur eins mikið af grunni og þú þarft, en allur þessi grunnur dugar fyrir 30 manns. Síðan setur þú grunn, ananaskurl og rjóma saman í pott og hitar, setur síðan allt það grænmeti sem þú vilt og skelfisk eða kjúkling líka. Hitar allt upp að suðu nema ef þú ert með hráan kjúkling þá læturðu sjóða í u.þ.b. 10 mínútur. Súpan tilbúin. Mælt er með að setja frosna brokkolí blöndu, frosinn maís, frosna sveppi, ferskan púrrulauk og kjúklingabringur í þessa súpu sem gerir hana að lostæti með góðu brauði. Magn miðað við 30 manns 6 dósir af ananaskurli 425 gramma 6 lítrar af rjóma 4 kg kjúklingabringur í smábitum 2 pokar af brokkolí blöndu 2 pokar af maís 4 pokar af sveppum 3 púrrulaukar smátt saxaðir. Matarmikil súpa á veisluborðið Það eru engar reglur til um hvernig fermingarveisl- um eða veitingum í þeim skal háttað. Sumir halda kaffiboð en aðrir bjóða til dögurðar. Verði síðar- nefndi kosturinn fyrir valinu er ekki galið að bjóða upp á matarmikla súpu. Heimild: Kirkjan.is. Ungversk gúllassúpa Magn miðað við 6-8 manns 600 g nautagúllas 3 msk. ólífuolía 400 g hráar kartöflur 3 stk. laukar 6 stk. hvítlauksrif 2 stk. rauðar paprikur 2 dósir tómat puré 6 dl vatn 4 dl mjólk 1 tsk. oregano 1 tsk. kúmen (fræ) 3 tsk. paprikuduft salt og svartur pipar 1 dós sýrður rjómi 18% Aðferð: Takið stóran pott og brúnið kjötið í honum í olíunni smá stund og bætið þá við söxuðum lauk og hvítlauk, svissið í smá stund í viðbót. Látið kartöflur í tening- um, papriku í teningum, tómat puré og kryddið út í og vatnið. Hrærið vel saman og látið sjóða í u.þ.b. 40 mínútur, eða þar til kjötið er orðið meyrt. Bætið mjólkinni saman við og látið malla í u.þ.b. 10 mínútur í viðbót. Berið fram með sýrðum rjóma og steinselju ef vill. Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri Fáanleg í 12 litum í fullorðins- og barnastærð. Nánar um sölustaði á facebook Helstu útsölustaðir í Reykjavík Allar sundlaugar, Apótekarinn Mjódd, Borgarapótek, Lyf og heilsa; JL húsi, Kringlu og Austurveri, Snyrtivöru- búðin Glæsibæ, Mistý, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Árbæjarapótek, Urðarapótek, Balletbúðin Arena. Netverslanir Aha.is, Heimkaup, Krabbameinsfélagið og Netsöfnun.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.