Fréttatíminn - 10.03.2017, Síða 48

Fréttatíminn - 10.03.2017, Síða 48
12 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017FERMINGAR Hvar og hvenær fermdist þú? „Ég fermdist í Háteigskirkju árið 1993. Ég man ég þekkti engann í hópnum af því að ég var nýfluttur í Hlíðarnar en allir vinir mínir voru í Vesturbæ Reykjavíkur. Hvað fékkstu í fermingargjöf? „Ég fékk svona dæmigerðar ferm- ingagræjur. Minnir að merkið hafi verið Akai eða Aiwa eða eitthvað svoleiðis. Félagi minn fékk mjög flottar Kenwood græjur. Öfundaði hann mikið af græjunum hans. Man líka að ég upplifði skömm yfir því hvað ég fékk lítinn pening. það var líka standard þá að fá svefn- poka. Það var mjög huggulegt að fá einn slíkan.“ Í hverju varstu á fermingardaginn? „Ég var í svona fölfjólublárri skyrtu og skræpóttu vesti, svart og í fjólublárri litapallettu, með þverslaufu í stíl við vestið. Síðan var ég í svörtum jakka og í hvítum Levi’s 501 gallabuxum. Mig langaði bara aðallega í hvítu gallabuxurn- ar og var slétt sama um restina. Ég man líka að afi gerði athugasemd við spariskóna mína, hann sagði „voðalegir hnallar eru þetta“ eða eitthvað svoleiðis. Mér fannst það mjög óþægilegt af því að ég var komplexaður unglingur og hef ör- ugglega ekki samsvarað mér vel, hef verið með of langa fætur mið- að við hæð eða eitthvað.“ Er eitthvað sérstaklega eftirminni- legt við ferminguna þína? „Svona eftir á að hyggja þá finnst mér eftirminnilegt hvað ég var eitthvað stressaður yfir þessu öllu saman og að ég vissi ekki almenni- lega af hverju ég var að þessu. Ég var í rauninni bara lítill í mér og óþroskaður. Upplifði ekki að ég væri að taka neina sérstaka afstöðu. Í rauninni snerist þetta allt meira um það hvort ég myndi ná að leggja eitthvað á minnið og hvernig það myndi eiginlega vera að smakka eitthvert messuvín svo væntingar um gjafir og stress yfir einhverri veislu. Allt í sambandi við Guð var í rauninni sett til hlið- ar því fókusinn var á aðra hluti.En mér er samt eiginlega alveg sama í dag og sé ekki eftir neinu. Þetta var bara voðalega krúttlegt allt saman. Sáttur við að hafa fengið hvítar Levi’s gallabuxur.“ Hvar og hvenær fermdist þú ? Ég fermdist í Dómkirkjunni 15. apríl 1984. Það var ekki kom- in kirkja í Fellahverfið á þessum tíma. Hvað fékkstu í fermingargjöf ? Armbandsúr, Orion sambyggða hljómtækjasamstæðu úr Nesco, hvítan Ikea hljómtækjaskáp (á hann enn, en dóttir mín krotaði stóra mynd af sjálfri sér á hann þegar hún var lítil), Ajungilak svefnpoka (á hann enn), stóran National Geographic heimsatlas með nafninu mínu gylltu á bóka- kápuna, -ein albesta gjöfin því það er áhugavert að sjá hvað Evrópa hefur t.d. breyst frá því ég fermd- ist (á hann enn), hring með rós og hálsfesti með upphafsstafnum mínum (á enn), lampa úr Ikea (sem var á efri hæðinni í Hagkaup Skeif- unni á þessum tíma) og svo ein- hverja peninga sem komu sér vel þegar ég fór að sækja um nám í London. Í hverju varstu á fermingar- daginn ? Ég var í ljóslituðu pilsi og toppi úr búðinni Viktoríu sem var á horni Lauga- vegar og Bergstaðarstræt- is. Er eitthvað sérstaklega eft- irminnilegt við ferminguna þína ? (veislan, undirbún- ingurinn, athöfnin). Ég keypti mér 10 tíma ljósakort fyrir ferm- inguna en fór bara í nokkra tíma af því ég varð svo brjálæðislega freknótt. Veislan var haldin heima, innskotsborð í hverju horni, pússað silf- Einn lítill í sér. Árni Vil á fermingadaginn. FERMINGARDAGURINN MINN Hlakkaði til að smakka messuvínið Árni Vil úr listahópnum Kriðplei var óöruggur með sig þegar hann fermdist en sáttur við að fá hvítar Levi’s gallabuxur. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda Keypti sér 10 tíma ljósakort fyrir ferminguna ur og gríðarlegt magn af veiting- um. Ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi hafa kaffi eða mat þannig að mamma sló til og bauð upp á bæði kaffi og mat. Veislan hlýtur að hafa staðið í fimm eða sex tíma og allir farið rúllandi saddir heim. Ég var mjög ánægð með þetta allt saman og núna í vikunni var ég einmitt að panta kransaköku frá Steinþóri bakara hér á Seltjarnarnesi fyrir fermingu sonar míns sem verður núna á sumardaginn fyrsta. Svo skemmtilega vill til að það var einmitt hann Jón, faðir Steinþórs, sem bakaði kransakökuna sem var í minni fermingu. Happ Höfðatorgi | 105 Reykjavík | happ.is Við skrifum upp á betri heilsu með hollum mat úr fersku hráefni

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.