Fréttatíminn - 10.03.2017, Síða 60
24 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017FERMINGAR
Unnið í samstarfi við Zöru
Nú þegar fermingarn-ar eru á næsta leiti, eru margir farnir að huga að fatnaði fyrir fermingardaginn. Zara
er með mjög gott úrval fyrir ferm-
ingarbörnin og alla fjölskylduna.
Herratískan
Guðrún Sólborg er yfir herra-
deildinni í Zöru í Smáralind. Þegar
hún er spurð hvað sé vinsælast
fyrir fermingardrengi segir Guð-
rún.
„Mín tilfinning er sú að þetta
sé voða svipað og í fyrra. Það
sem er vinsælast hjá strákunum
eru stakir jakkar. Sem sagt ekki
aðeins jakkaföt, heldur líka stakir
jakkar og svo fallegar gallabuxur í
stíl. Jakkarnir eru núna í mjög fal-
legum litum, bláir og ljósir jakkar
sem hafa selst mjög vel hjá okkur.
Fermingartískan hefur breyst á
þann hátt að það er meiri áhersla
á svona „casual“ klæðnað. Það
er hægt að koma til okkar og
kaupa allt dressið frá toppi til
táar. Við seljum jakkafötin okkar
í tvennu lagi, buxur sér og jakki
sér og það hefur verið verið mjög
vinsælt að taka hvíta strigaskó
við. Mér persónulega finnst það
koma mjög vel út, en við eigum
sömuleiðis mjög gott úrval af
klassískum spariskóm.“
Þegar talið berst að skyrtum
segir Guðrún:
„Hvít skyrta er náttúrlega
svakalega klassísk og gengur vel
við allt. Ég hef líka tekið eftir því
að mynstraðar skyrtur eru vin-
sælar núna. Með hækkandi sól
og vori hafa líka verið mjög vin-
sælar hjá okkur blómamynstrað-
ar skyrtur sem mér finnst koma
mjög vel út. Kínakraginn hefur
líka verið mjög vinsæll hjá okkur í
skyrtunum.“
Hálstau hefur átt undir högg að
sækja undanfarin ár. Um það seg-
ir Guðrún:
„Já, mér hefur fundist það hafa
verið á undanhaldi. Auðvitað eru
alltaf einhverjir sem taka bindi
eða slaufu. Slaufan var mjög vin-
sæl fyrir svona 2-3 árum en mér
finnst eins og það sé ekki eins
vinsælt núna. Það tengist senni-
lega því að fólk vill hafa lúkkið
svolítið afslappaðra.“
Kvenna- og barnafatatískan
Sigurbjörg Thelma er verslun-
arstjóri hjá Zöru í Kringlunni,
en þar er dömu- og barnadeild.
Hvað skyldi vera vinsælast hjá
stelpum í fermingarfatnaði?
„Þetta er frekar hefðbundið
finnst mér. Blazerar hafa verið
mjög vinsælir hjá okkur og þeir
ganga mjög vel við fallegan kjól.
Litirirnir sem mér finnst vera
mest áberandi eru bleikur og föl-
bleikur. Hvítur kjóll við fölbleikan
blazer finnst mér passa mjög vel
saman.
Mikið er um pífur núna í vor
sem mér finnst passa mjög vel
á móti blúndunni. Áherslan í vor
hefur líka verið á stílhreinan og
einfaldan klæðnað sem er alltaf
mjög fallegt.“
Sigurbjörg segir að þau séu
í raun með föt fyrir alla fjöl-
skylduna.
„Það er mikið um mæðgur
komi saman til okkar og jafn-
vel litlu systkinin líka og okkur
finnst það ofsalega skemmtilegt
þegar við fáum alla fjölskylduna
til okkar. Við
erum með
mjög
gott
úrval hérna hjá okkur í barna-
deildinni fyrir bæði kynin.“
Þegar talið berst að mynstrum
segir Sigurbjörg:
„Blómakjólar hafa verið
mjög vinsælir hjá okkur. Það er
ákveðinn vorboði í því að sjá
blómamynstrin sem mér finnst
ofsalega falleg og skemmtileg,
minnir mann á að sumarið er á
næsta leiti.“
Fermingardress frá toppi
til táar á alla fjölskylduna
Tískuverslunin Zara er staðsett á tveimur stöðum í Reykjavík.
Í Smáralind er herradeild, en í Kringlunni er verslun fyrir konur og börn.
Dökkblár blazer. 13.995 kr.
Fölbleikur blazer
með síðum ermun.
8.995 kr.
Hvítir skór hafa verið
vinsælir við jakkaföt í ár.
3.995 kr.
Sandalar með háum hæl.
11. 995 kr.
Bleikur kjóll.
6.995 kr.
Gulur kjóll.
2.995 kr.
Vinsælustu skyrturnar
hjá fermingastrákum hjá
Zöru til í þremur litum.
6.995 kr.