Fréttatíminn - 10.03.2017, Side 62

Fréttatíminn - 10.03.2017, Side 62
Unnið í samstarfi við MS. Uppskriftasíðan gottimatinn.is er góður staður til að byrja á þegar kemur fermingarundirbún- ingi bæði hvað varðar mat og skreytingar. Á síðunni er flokkur uppskrifta tileinkaður veislum og fermingum, auk úrvals annarra flokka þar sem finna má margs- konar uppskriftir sem henta full- komlega fyrir þetta stóra tilefni. Það getur verið sniðugt að reyna að útfæra veitingarnar út frá uppáhaldsmat fermingar- barnsins en þá er strax komin persónuleg tenging við ferm- ingarbarnið sem stundum vill glatast í öllum hamaganginum sem fylgir. Ef fermingarbarnið veit ekkert betra en pitsur, lasanja, súkkulaðibitakökur og kleinuhringi, hví ekki að ganga út frá því og bjóða gestum upp á ljúffengt lasanja og smápitsur og mögulega smákökur og ískalda mjólk í eftirrétt? „Hvort sem ykk- ur langar að bjóða upp á smá- rétti og ljúffenga osta, snittur og konfekt, heitt matarhlaðborð eða dýrindis kökuveislu er valið ykkar og heimasíða Gott í matinn getur án nokkurs efa aðstoðað við undirbúninginn,“ segir Guðný Steinsdóttir, mark- aðsstjóri MS. Fermingardagurinn er stór dagur í lífi margra barna og fjöl- skyldna þeirra. Að mörgu er að huga og allir leggjast á eitt að gera daginn sem eftirminnileg- astan fyrir fermingarbarnið sjálft sem og vini og stórfjölskyldu. Fermingarveislur nú til dags eru af ýmsum stærðum og gerðum og þær eru eins ólíkar og þær eru margar – rétt eins og fermingar- börnin sjálf. „Áður en farið er af stað í undirbún- ing veislunnar er því mikilvægt að hafa í huga að það er ekki til nein ein rétt uppskrift að fermingar- veislu heldur skiptir mestu máli að fermingarbarnið og foreldrar þess setji niður á blað hvað þau vilja og vinni saman út frá því,“ bætir Guðný við. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að veislusalir og heimahús séu skreytt í til- efni fermingarinnar og er þannig leitast við að gera veislurnar bæði litríkari og persónulegri. Á Pinterest-síðu Gott í mat- inn má finna ara- grúa hugmynda sem fá ólíka persónuleika til að skína í gegn í veislunni, t.d. með því að hafa uppáhald- slit ferm- ingarbarns- ins í forgrunni eða með því að gera aðaláhuga- málinu hátt undir höfði hvort sem það er lestur góðra bóka, einhver íþrótt, hljóðfæri eða hvað annað. Eins vekur það lukku að hafa gamlar myndir af fermingarbarninu í bland við nýjar á veisluborðinu, uppi á veggjum eða hangandi niður úr blöðrum. „Hugmyndirnar eru óþrjótandi og Gott í matinn hjálpar ykkur við undirbúninginn, sem er ekki síður skemmtilegur en sjálfur ferm- ingardagurinn,“ segir Guðný að lokum að óskar fermingarbörnum ársins og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Fermingarundirbúningur með Gott í matinn Fjölbreyttar hugmyndir að veitingum og skreytingum á gottimatinn.is. Hugmynda- banki Gott í matinn og Pin terest er óþrjótandi o g þangað er auð velt að sækja innblás tur og fá skemmtileg ar hugmyndir. Unnið í samstarfi við Belladonna. Það koma margar konur hingað um þetta leyti til að klæða sig upp fyrir ýmiskonar veislu-höld, bæði er mikið um árshátíðir og svo ýmislegt annað eins og tónleikar og fleira. Svo eru fermingarnar auðvitað framund- an,“ segir Stella Leifsdóttir í versl- uninni Belladonna í Skeifunni. Verslunin Belladonna var opnuð árið 2004 og býður upp á fjöl- breytt úrval af fatnaði í stærðum 38-58. Óhætt er að segja að búðin sé nú full af nýjum og spennandi vörum. „Það er bókstaflega allt í tísku um þessar mundir. Á sumrin koma alltaf ljósir litir inn; sandlitir og einhvers konar bleikur. En akkúrat núna er navy-blár heitasti liturinn. „Blue is the new black,“ er sagt,“ segir Stella en svartur hefur verið tískuliturinn undanfarin ár. „Auðvitað er svartur alltaf klassískur og nýtur áfram vin- sælda. En nú er þessi navy-blái svolítið að leysa hann af. Blár er enda mjög góð leið fyrir fólk til að komast út úr svarta þemanu. Það fylgir því öryggi að vera í dökku en þessi litur er samt ekki eins dökkur og sá svarti. En svo erum við einnig með allskonar aðra liti sem eru líka í tísku.“ Að sögn Stellu er mikilvægt að velja sér föt sem fólki líður vel í. „Auðvitað klæðir það þig best sem þér líður vel í. Það er enginn flottur ef hann er bara að elta ein- hverjar tískubylgjur.“ Hvað er vinsælast hjá þér núna? „Við erum með mikið af allskon- ar kjólum og túníkur. Treggings eru inni og pleður-buxur eru mjög vinsælar um þessar mundir svo eitthvað sé nefnt.“ Þó að nóg sé að gera í að klæða konur upp fyrir árshátíðir og ferm- ingarveislur er Stella líka farin að huga að sumrinu. „Já, fólk er farið að undirbúa sum- arið. Þær sem eru að fara í sólina geta nælt sér í sumarfatn- að hérna, til að mynda kvartbuxur, boli og „pon- sjó slæður“,“ segir Stella. Belladonna er til húsa í Skeif- unni 8. Opið er á virkum dögum frá klukkan 11-18 og á laugardög- um frá 11-15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni, www. belladonna.is og á Facebooksíðu verslunarinnar. Mikilvægt að velja föt sem manni líður vel í Fjölbreytt úrval af tískuvörum í versluninni Belladonna í Skeifunni. „Það er enginn flottur ef hann er bar a að elta einhverja r tískubylgjur.“ 26 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017FERMINGAR

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.