Fréttatíminn - 17.02.2017, Page 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017
hollur kostur á 5 mín.
Plokkfiskur
Ein af stórsögunum á Íslandi
eftir Hrun er hrörnun fjölmiðla
og hvernig lykilfjölmiðlar komust
í hendur sérhagsmunaaðila og
þeirra sem voru helstu persónur
í uppgjöri Hrunsins fyrir dóm-
stólum. Á skömmum tíma hefur
sú veika hefð sem myndast hafði í
litlu samfélagi flókinna persónu-
tengsla fyrir frjálsri og óháðri fjöl-
miðlun mikið látið á sjá. Miðlarnir
sjálfir hafa ekki fundið tryggan
rekstrargrunn og hafa því orðið
miklu háðari þeim sem leggja
þeim til fé heldur en var marga
áratugi fyrir Hrun. Í dag er stærsti
hluti fjölmiðlanna í höndum sér-
hagsmunaaðila og blaðamennska í
almannaþjónusta stendur veikt.
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
En þótt sagan af hrörnun fjölmiðl-
anna eftir Hrun sé stór og samfélgs-
lega mikilvæg hefur lítið verið um
hana fjallað. Blaðamenn hafa aldrei
verið góðir í að fjalla um málefni
sinnar stéttar og atvinnugreinar.
Enginn er fullkomlega óháður gagn-
vart efninu. Ofan á það bætist land-
læg meðvirkni, vegna tengsla fólks
þvert á miðla vonar fólk innst inni
að Eyjólfur hressist. Það þykir ekki
góð latína að skrifa gagnrýnið um
vinnustað sem fólk þarf kannski að
sækja um vinnu á einhverjum miss-
erum seinna.
En fjölmiðlar eru mikilvægt fyrir-
brigði í samfélaginu. Þeir eru bæði
vettvangur umræðu og drífa hana
áfram. Upp á sitt besta geta fjöl-
miðlar ýtt undir gagnrýna og opna
umræðu og styrkt lýðræði í samfé-
laginu. Í vondu standi geta fjölmiðl-
ar skekkt umræðuna, þaggað niður
mikilsverð mál og skammtað fólki
ólíkan sess; ýtt þannig undir bæklun
veiks samfélags.
Ég ætla því að láta mig hafa það
að skrifa um fjölmiðla á Íslandi þótt
ég sé útgefandi og ritstjóri þessa
blaðs, sé einn af eigendum þess, hafi
á árum komið að svo til öllum þeim
fjölmiðlum sem koma við sögu og
þekki mæta vel starfsmenn á þeim
öllum. Svona er Ísland, lítið land. Ef
við ætlum að gera eins og fólk í stærri
samfélögum og fjalla aðeins um mál
sem við tengjumst ekki þá munu
mörg mál liggja ósnert. Við þurfum
því að fjalla um mál sem okkur tengj-
ast en gæta þess að lesandinn viti af
tengslunum. Þannig er Ísland, vel-
komin þangað.
Panama-dagblöðin
Frá Hruni hefur það gerst að Jón
Ásgeir Jóhannesson og eiginkona
hans, Ingibjörg Pálmadóttir, keyptu
fjölmiðla 365 út úr félagi sem var á
leið í gjaldþrot þar sem hátt í fjórir
milljarðar króna töpuðust. Kaup-
verðið var 1,5 milljarður króna auk
nokkurra skulda. Síðan hafa þau
hjón lagt tæplega 800 milljónir
króna inn í félagið í formi nýs hluta-
fjár.
Sem kunnugt er var þeirra hjóna
getið í Panamaskjölunum. Þar kom
fram umtalsverður flutningur á fé
frá aflandseyjum aftur inn til Evrópu
eftir Hrun. Ingibjörg hafnaði því, að-
spurð síðastliðið vor, að hluti þess
fjár hafi runnið inn í 365.
Þegar fréttir af tengslum Sigmund-
ar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis-
ráðherra við aflandsfélag í Panama
komu fram vakti athygli að Kristín
Þorsteinsdóttir, útgefandi 365 og rit-
stjóri Fréttablaðsins, skrifaði leiðari
um að slík tengsl væru ekkert tiltöku-
mál. Þessi afstaða í stærsta fréttamáli
síðasta árs af broti sérhagsmunaað-
ila og auðfólks gegn almannahags-
munum var ekki einsdæmi á Vest-
urlöndum því svipað mátti lesa úr
ritstjórnardálkum Morgunblaðsins
og DV. Forystusveit Sjálfstæðisflokks-
ins blandaðist inn í Panamaskjölin,
nokkrir úr eigendahópi útgáfufélags
Morgunblaðsins og einnig annar af
ritstjórum DV. En fyrir utan þessi
þrjú blöð tóku engir meginmiðlar
Vesturlanda afstöðu með aflands-
fólki. Án undantekninga fjölluðu þeir
um Panamamálið sem stórfelld sam-
félagsleg svik yfirstéttarinnar.
Kvótinn fær sitt
Eftir Hrun stóð Óskar Magnússon
fyrir kaupum á Morgunblaðinu fjár-
magnaður að mestu af eigendum
nokkurra stærstu útgerðarfyrir-
tækja landsins. Óskar hefur sagt að
markmið hópsins hafi verið þrenn. Í
fyrsta lagi að halda aftur að hækkun
veiðigjalda, í annan stað að halda í
íslensku krónuna og í þriðja lagi
að forða því að Ísland gengi inn í
Evrópusambandið.
Nýir eigendur lögðu til 1,2 millj-
arða króna í hlutafé og um 3,5 millj-
arðar króna af skuldum félagsins
voru klipptir af. Þegar það dugði
ekki til var annar milljarður króna
felldur niður af skuldum. Og þegar
það dugði ekki lögðu eigendurnir
til meira fé. Í dag er heimild til að
auka hlutaféð um aðrar 400 millj-
ónir króna.
Nýir eigendur réðu Davíð Odds-
son, fyrrum forsætisráðherra, seðla-
bankastjóra og formann Sjálfstæð-
isflokksins, sem ritstjóra og hefur
hann barist hatrammlega fyrir
markmiðunum þremur. Og haft sig-
ur. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða
hversu þungt lóð Morgunblaðsins
vógu í þessum stríðum en ljóst er að
ef sigur í þeim væri metinn til fjár
þá hafa útgerðarfyrirtækin sem fjár-
mögnuðu herleiðangurinn fengið fé
sitt margfalt til baka. Þótt Morgun-
blaðið sé enn rekið með tapi og vand-
séð að það verði í bráð fjárhagslega
sjálfstætt þá hefur hagur útgerðar-
innar batnað stórum. Bara lækkun
veiðigjalda skilaði þeim útgerðarfyr-
irtækjum sem eiga í Morgunblaðinu
hlutafjárframlagi þeirra margfalt til
baka.
Öllum er ljóst að í þessu liggur
vandi fjölmiðla í dag. Meðan þeir eru
fjárhagslega ósjálfstæðir eru þeir upp
á utanaðkomandi hjálp komnir. Og
eins og alltaf er um sérhagsmuni og
almannahag, þá eru sérhagsmunirn-
ir sterkir, háværir og fljótir að bregð-
ast við á meðan almannahagur
liggur á millum okkar og brennur
kannski ekki svo mikið á hverju okk-
ar að við rjúkum til aðgerða. Og þótt
við gerðum það höfum við sjaldnast
bolmagnið til stórræðanna.
Við smáfiskarnir erum eins og
froskar sem soðna í vatni sem hitað
er upp hægt. Það er aldrei beint rétta
augnablikið að bregðast við fyrr en
það er um seinan.
Óljós fjármögnun DV
Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum borg-
arfulltrúi Framsóknar og aðstoðar-
Hröð hrörnun fjölmiðla
Björn Ingi Hrafnsson hefur safnað að
sér fjölda smárra miðla og margt er
á huldu um hvernig kaup þeirra og
rekstur er fjármagnaður. Ráðgátan
um fjármögnun þeirra hefur meira
að segja blandast inn í tilraunir til að
kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunn-
laugssyni, fyrrum forsætisráðherra.
Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið
sakaður um afskipti af vinnu blaða-
manna af starfsmönnum sem hafa
flúið fréttastofu 365 á undanförnum
árum. Smátt og smátt hefur ritstjórn-
in veikst, starfsfólki fækkað og eink-
um þeim sem bjuggu yfir reynslu og
þekktu þá blaðamannahefð sem rekja
til upphafsára Dagblaðsins, Helgar-
póstsins, Bylgjunnar og Stöðvar 2.
Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri
Morgunblaðsins af nýjum eigendum
sem fjárfestu í blaðinu til að tryggja
hagsmuni útgerðarinnar; halda í ís-
lensku krónuna, halda veiðigjöldum
lágum og halda Íslandi utan Evrópu-
sambandsins. Allt hefur þetta geng-
ið eftir, hvort sem það er Davíð að
þakka eða ekki.
maður Halldórs Ásgrímssonar,
fyrrum ritstjóri Markaðarins, við-
skiptablaðs Fréttablaðsins, og einn
þeirra fjölmiðlamanna sem fjall-
að var um í rannsóknarskýrslu Al-
þingis vegna óeðlilega hárra lána í
bankakerfinu, hefur frá Hruni verið
að safna að sér smærri fjölmiðlum.
Hann keypti Pressuna og Eyjuna, DV
og ÍNN og tímarit Birtings. Mjög er á
huldu hvernig þessi kaup hafa verið
fjármögnuð eða hvert þau sækja sér
fé til að fóðra viðvarandi taprekstur.
Sem kunnugt er kom sú ráðgáta við
sögu í tilraun þeirra systra Hlínar
Einarsdóttur og Malínar Brand til
að kúga fé út Sigmundi Davíð. Þær
vildu meina að Sigmundur tengdist
ráðgátunni um hvernig Björn Ingi
hefur fjármagnað kaup á fjölmiðlum
og rekstur þeirra.
Þótt ekki sé ástæða til að leggja
trúnað við útgáfu systranna á
sögunni þá situr ráðgátan eftir. Af
ársreikningum félaga Björns Inga
sést að skuldir hafa vaxið hratt. Það
getur bent til þess að sá eða þeir
sem fjármagna reksturinn vilji ekki
að nafn þeirra komi fram. Björn
Ingi hefur ekki úttalað sig um fjár-
mögnun útgáfunnar en sá orðróm-
ur er sterkur að bakhjarlar hans séu
menn tengdir Framsóknarflokknum
og hinum fallna Kaupþing banka.