Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 Trump alla daga Þá eru upptaldir þeir fjölmiðlar sem fóru í gegnum Hrunið. Þeir hafa all- ir endað í höndum þessara þriggja félaga, fyrir utan Ríkisútvarpið og Útvarp Sögu. Tengsl þessara þriggja blokka við sérhagsmuni sjást á mörgu. Fyrir utan ritstjórnarpistla þar sem sérhagsmunir eru varðir má benda á afstöðu ráðandi afla til Ríkisútvarpsins. Sú stofnun rekur hefðbundna fréttastefnu byggða á því að skoða mál út frá hagsmunum almennings, skattgreiðenda og neyt- enda, líka því sem meginstraum- smiðlar á Vesturlöndum gera. Þótt það ætti að vera óumdeild lína ríkir hálfgert styrjaldarástand um Ríkis- útvarpið. Það er sakað um að vera óvilhallt og ófaglegt og í klárri stjórn- arandstöðu af ráðamönnum. Margir stjórnmálamenn hafa skilgreint það sem sinn helsta andstæðing. Þegar fólk á Vesturlöndum fylgist í forundran með hvernig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, talar um hefðbundna fjölmiðla og fylgist með hörðum viðbrögðum blaða- manna, renna tvær grímur á Ís- lendinga. Svona hafa íslenskir stjórn- málamenn látið árum og áratugum saman. Og eins og velvild Trump segir eiginlega allt um þá fjölmiðla sem hann hampar og óvild hans margt um þá sem hann leggur fæð á, þannig má líka meta íslensku fjöl- miðlaflóruna. Öðrum megin er Ríkis- útvarpið og hinum megin allir gömlu miðlarnir. Almennt eru stjórnmála- menn, einkum þeir sem tilheyra gömlu kerfisflokkunum tveimur, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki, núorðið nokkuð sáttir við Morgun- blaðið, fréttamiðla 365 og miðlana kringum Pressuna. Ég ætla ekki að fjalla hér um þá miðla sem hafa orðið til eftir Hrun; Fréttatímann, Stundina og Kjarn- ann. Líta má á þá sem einskonar flóttamannabúðir hinna miðlanna. Þeir hafa verið byggðir upp af blaða- mönnum sem ekki hafa unað sér innan sérhagsmunamiðlanna. Flóttinn mikli Og við þurfum ekki að telja upp starfsmenn þessara miðla. Við get- um líka talið upp þá blaðamenn sem hafa flúið 365 á undanförnum árum eða verið reknir þaðan vegna ágreinings við yfirstjórn fyrirtækis- ins og eigendur. Stofnendur Kjarn- ans, Þórður Snær Júlíusson og Magn- ús Halldórsson, hröktust þaðan burt vegna afskipta Jóns Ásgeirs af frétt- um. Mikael Torfason ritstjóri var rekinn þegar hann vildi ekki haga umfjöllun samkvæmt hagsmunum eigenda og þegar Ólafur Stephensen ritstjóri hætti í sömu mund skrifaði hann leiðara sem hann kallaði: Veld- ur hver á heldur. Þar segir: „... viðleitni löggjafans til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er góðra gjalda verð, enda skiptir það miklu máli í lýðræðis- legu þjóðfélagi. Hins vegar er það svo að slíkur lagabókstafur og siðar- eglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi.“ Þegar Magnús Halldórsson bland- aði sér stuttu síðar í deilur á Face- book um ritstjórnarlegt sjálfstæði á 365, þar sem þáverandi starfsmenn börðu af sér sakir, skrifaði hann: „Stóra myndin var síðan þessi: Þarna var tvídæmdur hvítflibbaglæpamað- ur, á skilorði, með ferska 700 millj- óna fordæmalausa umboðssvika ákæru á borðinu fyrir framan sig – og hátt í tug skaðabótamála og riftun- armála frá gjaldþrota félögum sem hann tengdist áður – að beita sér með öllum ráðum, í gegnum undirmenn sína, gegn heiðarlegum og góðum blaðamanni.“ Sumir þeirra sem hafa horf- ið á braut hafa kosið að tjá sig sem minnst um tíma sinn á ritstjórn; Sig- urjón Magnús Egilsson, Breki Loga- son, Fanney Birna Jónsdóttir, Hafliði Helgason, svo nokkrir yfirmenn séu nefndir. En í kringum brotthvarf þeirra flesta hefur verið rætt annars vegar um samstarfserfiðleika við Kristínu Þorsteinsdóttur útgefanda og hins vegar um linnulítil afskipti eigenda á efni miðlanna. Ritstjórn undir blaðafulltrúa Kristín var blaðafulltrúi Jóns Ásgeirs áður en hún tók við sem útgefandi 365. Segja má að á þeim tímapunkti hafi ritstjórninni endanlega verið rennt undir hagsmuni Jóns. Tengsl þeirra eru margskyns og flókin. Kristín er náin vinkona Ingibjargar Pálmadóttur, sonur hennar er að- stoðarmaður Jóns Ásgeirs og dótt- ir hennar lykilmanneskja á ritstjórn 365. Þessi ritstjórn, sem fyrir fáum árum var mönnuð mörgum af bestu blaðamönnum landsins og bar í sér arfleið sem rekja má allt aftur til stofnunar Dagblaðsins 1975, Helgar- póstsins, Bylgjunnar og Stöðvar 2, er því að koðna undan kröfum eigend- anna um auðsveipni og þjónustu. Ritstjórn Morgunblaðsins er ekki eins illa leikin. Þar er rekinn hörð hagsmunagæsla í ritstjórnarpistlum en almennt efni er um margt líkt og áður þótt auðséð á efni blaðsins að mikið hefur verið skorið niður á ritstjórn og blaðið hefur ekki sama afl og áður. Niðurskurðurinn hefur gengið lengra á 365. Fyrrum starfs- maður sagði að fyrirtækið væri rekið eins og lágverðsverslun og án skiln- ings á blaðamennsku. Við þessi skilyrði reyna flestir starfsmenn sitt besta, gera eins vel og þeir geta á þeim tíma sem þeir hafa. Og margt er vel gert. En sú vinna dregur ekki úr þeim vanda sem þessir fjölmiðlar eru í vegna eigenda seinna og af hvaða forsendum þeir vilja halda þeim úti. Sú staða er ein af helstu meinum íslensks samfélags, eitt af ónýtu kerfunum sem við sitj- um uppi með eftir Hrun. FLÓTTAFÓLK FRÁ 365 Það mætti búa til öfluga ritstjórn úr þeim herskara sem flúið hefur ritstjórn 365 á undanförnum misserum. „Þarna var tvídæmdur hvítflibbaglæpamaður, á skilorði ... að beita sér með öllum ráðum, í gegnum undirmenn sína, gegn heiðar- legum og góðum blaðamanni,“ lýsti einn flóttamannanna ástandinu. Ólafur Stephensen. Mikael Torfason. Fanney Birna Jónsdóttir. Sigurjón Magnús Egilsson.Magnús Halldórsson.Þórður Snær Júlíusson.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.