Fréttatíminn - 17.02.2017, Qupperneq 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017
Auðvitað er það gaman fyrir nýja þingmenn að setjast í fyrsta skipti á þing. Þetta starf er
þrungið sögu og merkingu,
væntingum og tilgangi. Segja má
að hver nýr þingmaður sé óléttur
af glæstum ókomnum stjórn-
málaferli. Hann gengur reynd-
ar með tvíbura, því í maga hans
bíður líka stuttur og mislukkaður
ferill, jafnvel skammarlegur. En
fyrstu dagarnir á þingi eru hveiti-
brauðsdagar og fyrsta ræðan
jómfrúrræða; nafngiftir sem vísa
til þess að verið sé að leiða þing-
manninn inn í hjónaband með
starfinu, kannski þjóðinni. Það er
því ekki að undra þótt margur nýr
þingmaður sé dálítið hátt uppi og
dálítið fullur af sjálfum sér. Það er
bara sætt.
Samt verður fólk að hafa ein-
hvern hemil á þessari tilfinningu.
Það er skiljanlegt að nýir þing-
menn telji að nú sé hafinn nýr
kafli í Íslandssögunni. Þannig lítur
það út frá þeirra bæjardyrum.
Það er allt annað að sitja á þingi
eða standa úti á Austurvelli eða
vera að grilla í Garðabænum. En
sú breyting boðar enga byltingu
fyrir okkur hin. Við höfum áður
fylgst með mannabreytingum á
þingi og þær breyttu ekki miklu
fyrir okkur.
Auðvitað eiga þingmenn að
vera nógu þroskaðir til að skilja
muninn á þessu tvennu. Þótt þeir
séu með fiðrildi í maganum þá
blaka þau ekki vængjum sínum í
raunheimi.
En margir eru farnir að efast um
að þingmenn geri þennan greinar-
mun. Um daginn var ég á hlaup-
um í bakarí og hljóp í fangið á
manni sem gat ekki á heilum sér
tekið út af Pírötunum. Hvað er að
þessu fólki? sagði hann, af hverju
getur þetta fólk ekki einbeitt sér
að því sem miklu skiptir. Til hvers
að vera að bera á borð mál eins og
bjór í búðir eða hvort móðga megi
þjóðhöfðingja? Eru þetta mest
aðkallandi mál dagsins, spurði
maðurinn.
Ha, sagði ég, ég veit ekki, nei,
er það? Nei, það er það ekki, svar-
aði hann og hélt áfram. Af hverju
er fókusinn ekki á yfirvofandi
eignasölu og einkavæðingu? Af
hverju er ekki verið að tala um
hvernig við eigum að afla tekna til
að standa undir velferðarkerfinu
í stað þess að láta narra okkur til
að selja eignir til að stoppa í göt-
in? Af hverju hættum við að tala
um heilbrigðiskerfið eftir kosn-
ingar? Kvótakerfið og skattsvikin í
gegnum Panama?
Ég hafði náttúrlega engin
svör og skildi við manninn jafn
örvinglaðan og hann var þegar ég
rakst á hann. Þegar ég kom með
brauðið út í bíl var konan mín að
hlusta á þingmann Vinstri grænna
tala um nauðsyn þess að prestar
hættu að gefa saman hjón.
Við lifum spennandi tíma sem
gefa mörg tilefni til umræðna
um samfélagsmál og þurfum að
passa okkur á að láta þá umræðu
ekki breiðast yfir allt og alla. Við
hjónin litum því á hvort annað
undir lestri þingmannsins og tók-
um ákvörðun með augunum að
vísa þessu máli frá umræðunum
í Skoda Octavía. En það er á dag-
skrá Alþingis.
Framsóknarmenn vilja breyta
fánalögum svo fólk geti flaggað á
nóttinni án þess að verða dæmt
í fangelsi. Ég vissi ekki að það
væri raunin, þekki engan sem
situr inni fyrir brot á fánalögum.
En ég þekki svo sem fáa sem eiga
flaggstangir og er illa marktækur.
Ég þekki hins vegar mikið af
ungu fólki í húsnæðisvanda.
Í fréttum eru frásagnir af öm-
urlegum aðbúnaði á heimilum
fyrir fólk með þroskahamlan-
ir. Gamalt fólk á erfitt með að ná
endum saman. Samfélagið logar
af kjaradeilum. Það er fyrirséð
að við munum ekki geta byggt
upp velferðarkerfi á óbreyttum
tekjustofnum, höfum ekki lengur
efni á að gefa fyrirtækjum og fjár-
magnseigendum eftir skatta sína.
Nema við viljum halda áfram að
vera góð við þá ríku og voldugu
og ganga áfram á velferð hinna fá-
tæku og valdalitlu.
Sem er sú leið sem við erum
á. Á meðan þingmenn ræða um
hjónavígslur, fána og brennivín í
búðir.
Gunnar Smári
EIGUM VIÐ AÐ
RÆÐA ÞAÐ SEM
MESTU SKIPTIR?
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is
KONUDAGURINN
FIMM RÉTTIR
SEM KITLA
BRAGÐLAUKANA
Aðeins framreitt fyrir allt borðið.
FORDRYKKUR
Codorníu Cava
BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA
Hægelduð bleikja, yuzu mayo, truu mayo, stökkt
quinoa, epli
LETURHUMAR
Pönnusteiktur leturhumar, ristað hvítlauks-mayo,
paprikusósa, grænbauna og avókadó-purée
ÖND & VAFFLA
Hægeldað andalæri „pulled“, karamelluseruð epli,
belgísk vaa, maltsósa
KOLAGRILLUÐ NAUTALUND
Sveppir, pönnusteiktar kartöflur, bjór-Hollandaise
SÚKKULAÐIRÓS
Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn
7.990 kr.
SÚKKULAÐIRÓS
MEÐ HEIM – 690 kr.
Föstudag til sunnudags.
FRÁ KL. 17