Fréttatíminn - 17.02.2017, Síða 26

Fréttatíminn - 17.02.2017, Síða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Það var á síðari hluta 19. aldar sem dreifð sveitar-félög í Bandaríkjunum hófu að aka börnum til skóla, þeim sem ekki gátu gengið heiman frá sér. Það var Massachusetts-fylki sem var fyrst til að útdeila opinberum fjármun- um til þessa verkefnis árið 1869. Í fyrstu var notast við hestvagna en þegar skólarnir stækkuðu frá því að vera aðeins ein kennslustofa gaf auga leið að börnunum fjölgaði sem ekki áttu auðvelt með að ganga í skólann. „Hestlausir vagnar“, það er að segja vélknúnir skólabílar, komu til sögunnar á fyrsta áratug 20. aldar. Tréhúsum var oftast einfaldlega skellt ofan á Fordbifreiðir og börnin sátu þá yfir- leitt í röðum sitt hvoru megin í bílnum á móti hvert öðru, en ekki í röð- um sem vísa fram eins og nú tíðkast. Það var síð- an um 1930 sem fyrstu málmbíl- arnir voru tekn- ir í notkun. Hurðin var færð fremst á aðra hlið bílsins, en hún hafði áður ver- ið á afturendanum, og frægi guli liturinn festi sig í sessi. Liturinn var valinn af því að við erum víst fljót að greina hann þegar hann kem- ur fyrir í sjónjaðrinum og það var auðvitað ætlun yfirvalda að fólk tæki vel eftir skólabílnum. Árið 1939 voru gefnar út leiðbeiningar um það hvernig standa ætti að skólabílasmíði og þar var ákveðið að þeir skyldu auðkenndir með svörtum stöfum því að svart á gulu á augað auðvelt með að greina í morgunskímunni. Skólabíls-gulur er síðan skilgreindur litur en reynd- ar hafði litasamsetningin gefið góða raun áður, á öðru bandarísku farar- tæki, nefnilega leigubílnum. Risaverkefni Í stóru landi eins og Banda- ríkjum má fyllilega segja að rekstur skólabíla sé risavaxið verkefni. Um aldamótin 2000 var áætlað að um 23 milljónir skóla- barna væru keyrð í skólann í skólabíl- um sem skipta hund- ruðum þúsunda. Þjón- ustunni fyrir almenna skólakerfið er yfirleitt haldið úti af skóla- umdæmunum sjálfum en samt er áætlað að ríflega 40 prósent skóla- aksturs í Bandaríkjunum sé í hönd- um verktaka. Þessir verktakar eru allt frá einum bílstjóra sem tekur að sér akstur fyrir litla sveitaskóla og yfir í risastór fjölþjóðleg fyrirtæki sem að reka tugþúsundir skólabíla á hverjum degi. Kostnaðurinn við kerfið er ærinn, svo ekki sé talað um umhverfisáhrifin, þó að „græn- um“ skólabílum hafi vissulega fjölg- að á allra síðustu árum. Skólabílakerfið er sem betur fer talið öruggasta leiðin til að ferðast á jörðu niðri í Bandaríkjunum og alvarleg slys sem tengjast vögnun- um eru fátíð. Skólabörnin fá tilsögn í því hvernig þau eiga að haga sér ef upp kemur hættuástand og bílstjór- ar þurfa að mæta ströngum kröf- um um öryggi og hegðun þegar Bandaríski skólabíllinn varð vettvangur átaka milli ólíkra kynþátta Bandaríski guli skólabíllinn er vel þekkt menningarfyrirbæri úr Vesturheimi. Hann er í rauninni klisja sem skýtur aftur og aftur upp kolli í þeirri afþreyingu sem streymir frá Bandaríkjunum en er samt daglegur veruleiki milljóna barna sem ferðast til og frá skóla með þessu farartæki. En bandaríski skólabíllinn er líka hápólitískt deilumál í samfélaginu vestra og hefur verið það lengi. Hinn heimsfrægi guli skólabíll í Bandaríkjunum varð að miklu hitamáli þar í landi upp úr miðri síðustu öld þegar bílarnir voru notaðir til að jafna hlutfall milli ólíkra kynþátta í skólum landsins. Einn frægasti skólabílstjóri heims er hinn gras-reykjandi Ottó sem keyrir skólabílinn í Springfield þar sem Simpsons fjölskyldan býr. Ottó er óhæfur en skólabílstjórar vestra eru yfirleitt undir ströngu eftirliti. Hinum Marserandi mæðrum Michigan var meinilla við að börnin þeirra þyrftu að þola það að skólabílar í heimaríkinu væru notaðir til að jafna hlutföll ólíkra kynþátta í nemenda- hópnum. Hér eru mæðurnar að mót- mæla framan við þinghús Bandaríkj- anna um miðjan áttunda áratuginn. GASTROPUB SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is KONU DAGURINN 6.900 kr. Aðeins framreitt fyrir allt borðið. FORDRYKKUR – GLAS AF CODORNÍU CAVA HROSSA "CARPACCIO", döðlur, rucola-mayo, stökkir jarðskokkar, parmesan OFNBAKAÐIR HUMARHALAR, hvítlaukssmjör, humar-mayo, maís-chilisalsa NAUTALUND, steiktir ostrusveppir, möndlukartöflur, gulrætur, nautadjús, bernaisefroða Tveir eftirréttir SÚKKULAÐIKAKA "NEMISIS" bökuð á 90°C MÍNÍ KLEINUR, Dulce de Leche-karamella, kanill, sítróna 5 SVÍNSLEGAGIRNILEGIRRÉTTIR

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.