Fréttatíminn - 17.02.2017, Síða 28

Fréttatíminn - 17.02.2017, Síða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 kemur að samskiptum við nem- endurna sem þeir flytja. Hegðun nemenda um borð er álitin alvarlegasta ógnin við öryggi skólabílanna enda geta læti í stórum vagninum orðið til þess að bílstjór- inn missi einbeitinguna. Í mörgum bílanna hefur því verið komið upp vídeó-upptökukerfi til að stemma stigu við því að fjörið í nemendun- um fari úr böndunum. Róstusamir tímar Þegar kemur að samskiptum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum kemur í ljós að skólabílar hafa spilað stórt hlutverk. Fyrir síðari heimsstyrj- öld má segja að langflestir skólar í landinu hafi ýmist verið algjör- lega fyrir hvíta eða algjörlega fyrir svarta nemendur. Í Suðurríkjunum kváðu lög ríkjanna oftar en ekki á um slíkan aðskilnað, en í norðr- inu var slíkur aðskilnaður í reynd einnig til staðar en ekki bundinn í reglur. Á heimsstyrjaldarárunum fór bandarískt samfélag á mikið flot og meðal annars fóru milljónir svartra íbúa landsins norður frá Suðurríkj- unum í leit að betra lífi. Borgirnar drógu að sér mikinn fjölda og þró- unin var hröð. Tuttugu árum síðar voru allar stórar borgir norðursins komnar með mikinn fjölda svartra íbúa, um 1960 voru til dæmis 23 pró- sent íbúa Chicago svartir en hlutfall- ið var 29 prósent í Detroit. Árið 1954, ári áður en hin þeldökka Rosa Parks vakti athygli umheimsins með því að neita að standa upp fyrir hvítum manni og færa sig aftar í strætisvagninn í Montgomery í Alabamba, féll mik- ilvægur dómur í Hæstarétti Banda- ríkjanna. Þar var kveðið á um að það samræmdist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna að nemendum í rík- isreknum skólum væri skipt upp eftir kynþætti og óleyfilegt væri að banna svörtum krökkum að sækja skóla þeirra hvítu. Dómurinn virkaði eins og olía á eld í Suðurríkjunum þar sem aðskilnaður kynþáttanna var sem mestur á þessum árum, en norðar í þessu mikla landi viðgekkst einnig slíkur aðskilnaður. Tilmæli réttarins voru að gegn slíkum að- skilnaði þyrftu yfirvöld að berjast. Kynþáttunum átti að blanda betur saman í daglega lífinu til að stemma stigu við fordómum og þar voru skól- ar álitnir lykilstofnanir. Sjötti og sjöundi áratugurinn leið með sínum miklu mannréttinda- átökum í Bandaríkjunum. Upp úr sauð aftur og aftur. Til dæm- is buðu níu ungmenni frá bænum Little Rock kerfinu birginn árið 1957 þegar þau sóttust eftir inngöngu í framhaldsskóla bæjarins og dugði ekkert minna til en vernd frá sjálf- um Eisenhower forseta þegar ríkis- stjórinn í Arkansas vildi meina þeim inngöngu. Húðlitir í bílunum Í upphafi áttunda áratugarins, þegar Martin Luther King hafði verið felldur, færðist skólabílinn bandaríski í sviðsljós kynþáttaá- taka og umræðu um hvert þessi mál stefndu. Skólaumdæmi tóku upp á því blanda meira saman nemenda- samsetningu einstakra skóla með það fyrir augum að draga úr að- skilnaði kynþáttanna. Til þess voru börn stundum keyrð lengri veg til skóla til að ná fram meiri blöndun í nemendahópnum og til varð hugtakið „desegregation busing“ eða skólaakstur til að draga úr aðskilnaði. Á áttunda og níunda áratug aldarinnar var þessi viðleitni útbreidd í ýmsum skólaumdæmum landsins, knúin áfram undir eftirliti og samkvæmt kröfu alríkis-dóm- stólanna. Reynt var að jafna hlutföll í ákveðnum skólum til að koma í veg fyrir að réttindi minnihluta hópa væru fótum troðin. Sitt sýndist hverjum. Á meðan baráttufólk um bætt mannréttindi minnihluta hópa hélt því fram slík- ar tilraunir bæru árangur til að auka á skilning og samkennd milli ólíkra hópa snérust aðrir til varn- ar. Víða voru stofnaðir hópar og samtök til að berjast gegn þessum tilraunum og talið er að þær hafi einnig ýtt á eftir hinum svokallaða „hvíta flótta“ þegar mikill fjöldi hvítra millistéttarfjölskyldna hélt út í úthverfi borganna til að koma sér fyrir í einsleitari veröld. Um miðjan áttunda áratuginn risu upp fjölmargir hópar hvítra mótmælenda víða um Bandarík- in sem töluðu um „forced busing“ og álitu semsagt að slíkum skóla- akstri væri þröngvað upp á íbúana og samfélögin. Öryggi nemendanna var samkvæmt þessum hópum stefnt í hættu. Efnt var til mótmæla og stundum sauð illilega upp úr. Í suðurhluta Boston vildu foreldr- ar af írskum ættum stemma stigu við því að þeldökkum nemendum í Fjölmörg fræg atriði úr kvikmynd- um snúast um skólabílinn. Hér bíður Forrest Gump eftir bílnum með syni sínum undir lok myndar. Í suðurhluta Boston voru slagorð máluð á gangstéttir við skólabyggingar þar sem barist var gegn tilraunum yfirvalda til að auka blöndun ólíkra kynþátta í skólum borgarinnar. Talið er að slíkar tilraunir til þess að blanda nem- endum af ólíkum kynþátt- um í skólakerfinu og aka þeim milli skóla hafi náð hámarki undir lok níunda áratugarins. Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.