Fréttatíminn - 17.02.2017, Síða 44

Fréttatíminn - 17.02.2017, Síða 44
4 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017MATARTÍMINN Þrjátíu bjórar frá Baldri Kárasyni á 24 árum hjá Víking brugghúsi. Bjórhátíðin The Annual Icelandic Beer Festival verður haldin í sjötta sinn á KEX Hostel í næstu viku, frá fimmtudegi til laugardags. Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendum brugghúsum. Fjöldi brugghúsanna í ár er samtals 23 talsins og hafa þau aldrei verið fleiri. Á hátíðinni boðið upp á úrvals handverksbjór, bjórvænan mat og fjölbreytt tónlist- aratriði í þrjá daga. Uppselt er á há- tíðina og hafa aldrei fleiri gestir sótt hana. Dagskráin hefst klukkan 17 á fimmtudaginn þegar Eliza Reid for- setafrú hellir fyrsta bjórnum í glas. Brugghúsin sem taka þátt í há- tíðinni eru Alefarm, Dry & Bitter, Mikkeller og To Øl frá Danmörku, Omnipollo og Brewski frá Svíþjóð, Stone Berlin frá Þýskalandi, Pirate Life frá Ástralíu, Collective Arts frá Kanada og bandarísku brugghús- in Aslin Beer, Boneyard, Founders Brewing, Lord Hobo og Other Half. Íslensku brugghúsin sem taka þátt eru The Brothers Brewery frá Vest- mannaeyjum, Borg brugghús, Kaldi, KEX Brewing, Plimmó, Segull 67, Víking, Ölgerðin og Ölvisholt. Mikil gróska hefur verið í bjór- menningu á Íslandi undanfarin misseri og á hátíðinni á Kex mæta bæði til leiks nýgræðingar og reynsluboltar í bruggheiminum. Einn þeirra síðarnefndu er Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Vík- ing brugghúsi. Baldur hefur verið aðalbruggari Víking brugghúss frá árinu 1993 og sett sinn svip á bjór- menningu Íslendinga síðan. Nýjasti bjórinn sem hann sendi frá sér er í Víking Craft Selection línunni og kallast Víking Red IPA. Hann er þrí- tugasti bjórinn úr smiðju Baldurs fyrir Víking brugghús, hvorki meira né minna. „Þróunin hefur verið svakaleg á undanförnum tíu árum og það hef- ur verið gaman að koma með nýj- ungar fyrir bjórþyrsta Íslendinga,“ segir Baldur sem er spenntur fyrir bjórhátíðinni á KEX. Þar verður nýi Red IPA-inn vitaskuld kynntur. Humlategund- urnar sem Baldur notar í bjórinn eru Mosaic, Chinook og Cascade. Baldur hefur bruggað þrjá bjóra sérstaklega fyrir hátíðina. Þeir eru Friðþjófur sem er hvítöl með sætu negul- og bananabragði, Sviss Mokka sem er stout með kaffi og kakói og Lói sem er lífrænn pils. | hdm Mikil veisla fyrir sífellt stækkandi hóp bjórnörda Baldur, annar frá vinstri, og félagar hjá Víking voru kátir á bjórhátíðinni á KEX Hostel í fyrra. Þeir mæta aftur til leiks í næstu viku. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Við lítum á það sem mikinn heiður að vera treyst fyrir bruggun á bjór í nafni Lúthers,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi, um páskabjórinn Lúth- er sem væntanlegur er á markað á næstunni. Bjór þessi er óvenjulegur fyrir þær sakir að hann er bruggaður í einhvers konar samstarfi við þjóð- kirkjuna. Um þessar mundir er 500 ára afmæli siðbótarinnar hér á landi fagnað og setti sérstök nefnd um þetta siðbótarafmæli sig í samband við Sturlaug og félaga og stakk upp á því að þeir brugguðu bjór til heiðurs Marteini Lúther. Lúther var sjálfur bjórmaður „Við vorum einmitt að leita eftir nafni á páskabjórinn okkar þegar er- indi barst frá kirkjunni þar sem við vorum beðin um að brugga bjór til heiðurs Marteini Lúther – þannig að þetta kom á besta tíma. Við höfum ávallt bruggað belgíska bjórstíla fyrir páskana og gefið þeim heiti sem vísa í persónur tengdri kristni en páska- bjórar okkar til þessa hafa verið Benedikt, Júdas, Þorlákur, Jesús og Magðalena – Lúther fellur því einkar vel þarna inn í,“ segir Sturlaugur. „Þetta er sennilega það næsta sem við komumst því að vera klaustursbrugghús án stórkost- legra breytinga. Sjálfur var Mart- einn Lúther partur af samfélagi þar sem bjór spilaði mikinn sess og eftir honum er haft margt skemmtilegt og uppbyggilegt um bjórdrykkju og meint ágæti hennar.“ Að sögn Sturlaugs er bjórinn Lúther 5,9% í styrkleika og í stíl sem þeir kjósi að nefna „Hoppy Blonde“. „Lúther er ljóst öl í belgískum stíl með góðan humlakarakter í forgrunni. Við ræktuðum upp sér- stakan blautger sem við fengum í bjórinn frá Belgíu og gefur hann skemmtilega ávaxtatóna og létt krydd í lykt og bragði. Við humlum hann svo með þýsku humlunum Perle og Hellertauer Mittelfrueher sem bætir enn í kryddun og fersk- leika með enn frekari ávaxtak- arakter. Útkoman er í senn auð- drekkanlegt en margslungið öl sem fellur vonandi vel í landsmenn í aðdraganda páskanna.“ Páskabjórinn fer ekki í sölu í Vín- búðunum fyrr en 1. mars. Bjórá- hugafólk getur þó tekið forskot á sæluna á laugardag þegar Lúther verður kynntur á Skúla Craft Bar. Opnað verður fyrir kranana klukk- an 19 og segir Björn Árnason, vert á staðnum, að hægt sé að næla sér í frían Lúther til klukkan 20. Klukkan 19.45 munu Sturlaugur og kollegar hans í Borg segja frá bjórnum. Upprisa Júdasar Lúther er ekki eini páskabjórinn frá Borg þetta árið en brugghúsið sendir einnig frá sér eldri páskabjór í eins- konar viðhafnarútgáfu. „Já, það er loks komið að upprisu Júdasar. Árið 2013 sendum við frá okkur páska- bjórinn Júdas Nr. 16 sem var 10,5% Quadrupel og fékk hann almennt góðar móttökur. Við höfum svo margoft verið beðin um að brugga hann aftur en höfum ekki látið verða að því. Nú sendum við Júdas frá okkur í sérstakri viðhafnarútgáfu en hann fékk að þroskast í notuðum koníaks-tunnum í hálft ár og bætti þar við sig einu prósenti í áfengi, varð enn mýkri og margslungnari, og gengur að þessu sinni undir nafn- inu Júdas Nr.16.1. Upplagið verður verulega takmarkað hérlendis þar sem Áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget, hefur pantað til sín meirihlutann af upplaginu, en það verður þó einnig hægt að nálgast Júdas á helstu bjórbörum landsins á næstu vikum,“ segir Sturlaugur. Valgeir Valgeirsson, Árni Long og Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistarar í Borg brugghúsi, eru stoltir af því að hafa verið treyst fyrir því að brugga bjór í nafni Marteins Lúthers. Mynd | Hari Brugga með blessun þjóðkirkjunnar Sturlaugur Jón Björnsson og félagar í Borg brugghúsi hafa bruggað páskabjórinn Lúther að undirlagi þjóðkirkjunnar. Tilefnið er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi. Lúther verður kynntur til leiks á  laugardaginn.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.