Fréttatíminn - 27.01.2017, Síða 10

Fréttatíminn - 27.01.2017, Síða 10
Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, louisu matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu tryggvadóttur. ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is allir velkomnir Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Boðskort Sýningaropnun í Gallerí Fold, laugardaginn 28. janúar, kl. 15 sveitungar magnús Jónsson 10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017 Yfir 300 myndavélar í miðbænum Það eru meira en þrjú hundruð myndavélar í miðborg Reykja- víkur, þar af langflestar á vegum stofnana og fyrirtækja. Fá lög eru til um rafræna vöktun, aðeins reglugerð frá árinu 2006. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Meira en þrjú hundruð myndavélar eru í miðborg Reykjavíkur. Þar af eru langflestar, eða að minnsta kosti um 290 vélar, á vegum fyrirtækja, einkaaðila eða stofnana. Lögreglan vill tvöfalda myndavélafjölda sinn, en hún hefur aðeins forræði yfir nítján myndavélum í miðborginni. Þær eru á stöðum sem hafa verið greindir sem ákveðin hættusvæði. Forstjóri Persónuverndar segir að efla þurfi lög um myndbandseftirlit en slík lög hafa ekki verið uppfærð frá árinu 2006. Þá áréttar dóms- málaráðherra að myndavélaeftirlit veiti ekki falskt öryggi. „Við notumst við tölfræðigrein- ingar, eða svokallaða svarta bletti eins og í umferðinni. Þannig er til- kynnt um slagsmál og slíkt oftar á ákveðnum svæðum. Með tilliti til þess höfum við sett upp myndavéla- kerfi á ákveðnum stöðum,“ útskýrir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn. Myndavélarnar eru tengdar við kerfi á lögreglustöðinni og þar er hægt að nálgast upptökur ef svo ber við. Jóhann segir rann- sóknarlögreglumenn nýta sér þessa tækni eftir hverja einustu helgi, og að upplýsingarnar gagnist ítrekað við rannsóknir mála. Skortur á fjármagni virðist koma í veg fyrir að fleiri vélum verði komið fyrir í miðborginni, en það er fleira sem kemur til. „Húseigendur hafna því oft að myndavélar séu settar á húsin þeirra, og það skýrir meðal annars að við erum ekki með nægilega góða yfirsýn yfir ákveðin svæði,“ segir Jóhann, en svo virðist sem hús- eigendur séu ekki almennt tilbúnir til þess að aðstoða lögreglu við eft- irlit í miðborginni. Húseigendur eiga skýran rétt á því að hafna beiðni lögreglu ef þess er óskað að myndavélar séu sett- ar á húsin til þess að efla eftirlitið. Jóhann segir þetta meðal annars skýra það að lögreglan hefur ekki jafn góða yfirsýn yfir Ingólfstorg og best væri á kosið. Spurður hvort viðlíka eftirlit sé einhverstaðar annarstaðar á höf- uðborgarsvæðinu svarar Jóhann því til að svo sé ekki. „Miðborgin er þannig lagað heitasti staðurinn. Þarna eru meira en 200 veitingahús og skemmtistaðir auk þess sem gíf- urlegur fjöldi ferðamanna fer þarna í gegn.“ Hann segir allt í allt um 290 myndavélar í miðborginni sem er á vegum einkafyrirtækja, í það minnsta þegar síðasta var talið. „Þeim gæti hafa fjölgað síðan árið 2012,“ bætir hann við. Lögreglan getur krafist þess að fá aðgang að þeim upptökum ef þörf þykir, en það er þó ekki sjálfgefið að upptöku- kerfið virki. Jóhann segir myndavél- arnar oft ótengdar eða bilaðar. Lögreglan hefur haft nokkrar áhyggjur af þessu, og af þeim ástæð- um komið opinberlega ábendingu áleiðis til stofnana og verslana í mið- borginni að gæta þess að vélarnar séu rétt stilltar og í nothæfu ástandi. Jóhann segir um tuttugu mynda- vélar til viðbótar nægi til þess að dekka öll þau svæði sem lögreglan vill hafa eftirlit með. Fá lög um rafræna vöktun „Við alla rafræna vöktun þarf að gæta þess að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn ber til miðað við þann tilgang sem að er stefnt, og það þarf að koma í veg fyrir óþarfa íhlutun í einkalíf fólks,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuvernd- ar. Helga segir að misskilnings hafi gætt í umræðunni undanfarið og að því látið liggja að persónuverndar- sjónarmið kæmu í veg fyrir rafræna vöktun lögreglu. Helga segir það af og frá. „En í grunninn þarf að gera greinarmun á því hvaða aðili viðhef- ur rafræna vöktun hverju sinni. Einungis lögregla má vakta svæði á almannafæri með löggæslumynda- vélum ef taldar eru málefnalegar ástæður fyrir slíku, t.d. ef flest brot eru framin á ákveðnum stöðum og svo framvegis,“ segir Helga. Hún bendir jafnframt á að rafræn vöktun einkaaðila verði alltaf að fara fram í skýrum og málefnalegum tilgangi, svo sem í þágu öryggis eða eigna- vörslu og má einungis beinast að eigum viðkomandi svo sem fasteign. Helga tekur fram að ef grunur er um slys eða refsiverðan verknað þá sé einstaklingum einungis heimilt að afhenda lögreglu slíkt myndefni úr öryggismyndavél en ekki öðrum. Lagaramminn er aftur á móti gam- all og það þyrfti að styrkja hann. „Að mörgu leyti til erum við komin skemur á veg með reglur í kringum rafræna vöktun, en í ná- grannalöndunum þar sem öflugri lagarammi hefur verið settur fyrir slíkt eftirlit.“ Helga bendir á að einungis þrjú ákvæði í gildandi lögum um persónuvernd taki til rafrænnar vöktunar en Persónuvernd hafi sett reglur um slíka vöktun árið 2006. Þetta sé nokkuð sem gæti þurft að skerpa á í ljósi aukins umfangs raf- ræns eftirlits hérlendis. Yfirgnæf- andi meirihluti mála sem berast Persónuvernd varða kvörtun yfir rafrænni vöktun einkaaðila, til dæmis á vinnustöðum. „Reglurnar hafa dugað hingað til, en við sjáum að umgjörðin er sterk- ari annars staðar, en þar hefur líka reynt meira á þolmörk þessa eft- irlits,“ segir Helga. Fjöldi myndavéla Ef allar myndavélar í miðborginni eru teknar saman má reikna út að það sé ein myndavél á tæplega 400 íbúa í Reykjavík. Að sjálfsögðu sækja þó íbúar í öðrum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu miðbæinn auk fjölda ferðamanna. Sigríður Andersen, sem tók ný- verið við embætti dómsmálaráð- herra, segir í viðtali við RÚV að það verði að hafa í huga að ekki verði gengið of langt á friðhelgi einka- lífsins. Hávær umræða er í Bret- landi þar sem eru um 1,8 milljónir myndavéla, þar af langflestar á veg- um fyrirtækja, og er áætlað að hver íbúi í Bretlandi sé að minnsta kosti nokkrum sinnum í mynd á hverjum degi þó deilt sé um það hversu oft. Þannig er ein myndavél á hverja 32 íbúa. Sumir segja Breta vera í mynd að minnsta kosti 300 sinnum yfir daginn. Þar halda andstæðingar því fram að myndavélar upplýsi ekki nema örfáa glæpi miðað við magn mynda- véla. Þessu hafnar lögreglan aftur á móti, eins gerir Jóhann það þegar hann er spurður út í þetta. Hann segir myndavélakerfi lögreglunnar gríðarlega mikilvægt rannsóknar- tæki, eins og kannski kom í ljós í rannsókn á hvarfi Birnu Brjáns- dóttur. Hér má sjá herbergið þar sem lögreglan getur fylgst með götum miðborgarinnar. Mynd | Hari Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Jóhann Karl Þóris- son, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, segir eftirlitið ítrekað gagnast við rann- sókn mála. Birna Brjánsdóttir hvarf af Laugaveg- inum fyrr í janúar, en mikil umræða hefur verið um eftirlitsmyndavélakerfi vegna rannsóknar málsins. „Að mörgu leyti til erum við komin skemur á veg með reglur í kringum rafræna vöktun, en í nágrannalöndunum þar sem öflugri lagarammi hefur verið settur fyrir slíkt eftirlit.“

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.