Fréttatíminn - 27.01.2017, Síða 47

Fréttatíminn - 27.01.2017, Síða 47
7 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2017 ÁRSHÁTIÐIROGVEISLUR Glæsilegir veislusalir á Lækjarbrekku Reynslan kemur að góðum notum Unnið í samstarfi við Lækjarbrekku. Um áramótin stóð veitingastaðurinn í Perlunni á tímamót-um þegar hann flutti í nýtt húsnæði eftir aldarfjórðung í Öskjuhlíðinni. Fólk flykktist í Perluna síðustu vikur síðasta árs til þess að kveðja staðinn í hinsta sinn. Lokahnykkurinn var glæsi- leg áramótaveisla þar sem allir fastakúnnar og fleira gott fólk skemmti sér saman fram á rauða nótt. Glæsilegir veislusalir Nýi staðurinn á þó ekki síðri sögu; allir þekkja Lækjarbrekku við Bankastræti, þetta sögufræga timburhús sem var friðað árið 1979 en veitingarekstur hefur verið í húsinu frá 1981. Stefán Elí Stefánsson er yfirmatreiðslumað- ur nýja staðarins sem mun áfram bera nafnið Lækjarbrekka. Verið er að útbúa glæsilega veislusali sem verða tilbúnir til notkunar í mars en nú þegar hefur staður- inn verið opnaður fyrir gesti og gangandi. „Það fylgja okkur fullt af fastakúnnum og þeir hafa verið duglegir að koma það sem af er ári. Það eru smærri hópar sem við getum sinnt,“ segir Stefán. Reynslan kemur að góðum notum Salirnir eru 60 manna og 80 til 90 manna þannig að þetta hentar millistórum brúðkaupum eða árs- hátíðum vel. Í minnsta lagi verður hægt að taka á móti 15-20 manna hópum. Stefán er ánægður með flutninginn enda alltaf gott að breyta til. „Það er fínt að fara úr sveitinni og komast í bæinn. Að- gengið er betra hérna og við erum til dæmis að láta smíða lyftu upp á aðra hæð sem hefur ekki verið áður.“ Verið er að hanna glæsilega hópmatseðla þar sem reynslan mun koma að góðum notum. Hægt er að senda póst á info@ laekjarbrekka.is, þar er öllum fyr- irspurnum svarað fljótt og örugg- lega. Eins og áður var tekið fram er þess að vænta að salirnir verði teknir í notkun í byrjun mars svo sumarbrúðkaup eða annars konar veisla á Lækjarbrekku gæti ver- ið handan við hornið hjá þér eða þínum. Veitingarekstur hefur verið í húsinu frá árinu 1981 eða í rúmlega 35 ár. Mynd | Hari Eitt fallegasta hús miðbæjarins er timburhúsið sem hýsir Lækjarbrekku. Það var friðað árið 1979. Mynd | Hari Meðan þess er beðið að veislusalirnir komi úr klössun er vel hægt að taka á móti smærri hópum á Lækjarbrekku. Myndir | Hari

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.