Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 1
Ungir Íslendingar taka inn meira af lyfseðilsskyldum lyfjum en ungt fólk í öðrum Evrópulönd- um. Og miklum mun meira af öðrum lyfjum. Það á við um alla Íslendinga óháð aldri. Í Íslandi taka svo til allir inn slík lyf, um og yfir 80 prósent af öllum aldurshópum á meðan innan við þriðjungur neytir slíka lyfja að meðaltali í Evrópusambandinu. Gunnar Smári Egilsson gse@frettatiminn.is Íslenskir ungkarlar, fram að 35 ára aldri, eiga Evrópumet í lyfjanotk- un, bæði á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum lyfjum og fæðubótarefn- um ýmisskonar. Eldri karlar eru líkari öðrum Evrópubúum hvað varðar lyfseðilsskyldu lyfin en neyta miklum mun frekar annarra lyfja en karlar annarra þjóða. Á meðan um 29 prósent karla í Evrópusambandinu taka inn ólyf- seðilsskyld lyf eða fæðubótarefni þá er hlutfallið 80 prósent hjá ís- lenskum körlum. Sambærilegt hlutfall meðal kvenna er 40 pró- sent í Evrópusambandinu en 89 prósent á Íslandi. Íslenskar konur eru í efsta sæti yfir notkun á lyfseðilsskyldum lyf- jum eða nálægt toppnum fram að ellilífeyrisaldri. Meira en helming- ur yngstu kvennanna, á aldrinum 15 til 24 ára, nota lyfseðilsskyld lyf á meðan hlutfallið er 27 pró- sent í Evrópusambandinu, meira en helmingi lægra. 86 prósent ís- lenskra kvenna á þessum aldri taka inn önnur lyf á meðan hlut- fallið er 37 prósent í Evrópusam- bandinu. Eina þjóðin sem kemst með tærnar þar sem Íslendingar eru með hælanna í neyslu á öðrum lyf- jum en lyfseðilsskyldum eru Finn- ar. Neysla þeirra er þó langt í frá eins mikil og Íslendinga. Sé mið- að við það sem almennt gengur og gerist neyta Íslendingar tvöfalt meira af þessum lyfjum en aðrar þjóðir, og rúmlega það. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 21. tölublað 8. árgangur Föstudagur 17.03.2017 Macbook Air 13” Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn. Frá 149.990 kr. MacBook Pro 13” 256GB Frá 249.990 kr. MacBook 12” 256GB. Frá 226.990 kr. 256GB með Touch Bar. Frá 299.990 kr. KRINGLUNNI ISTORE.IS Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef MacBook keypt hjá okkur bilar lánum við MacBook tölvu á meðan viðgerð stendur. Sérverslun með Apple vörur © I nt er I K EA S ys te m s B .V . 20 17 Ný stjarna er fædd! Sigrún, Elísabet og Elín eru meðal um sjötíu hjúkrunarfræðinga sem útskrifast í vor en hafa hafnað vinnu á Landspítalanum vegna lágra launa. Bls. 10 Mynd | Hari Evrópumeistarar í lyfjanotkun Landspítalinn, nei takk Hjúkrunarfræðingar sem útskrifast í vor hafa ráðið sig á hjúkrunarheimili sveitarfélaganna en sniðganga Landspítalann háskólasjúkrahús vegna launa. 8 Pinex® Smelt Munndreifitöflur 250 mg A ct av is 7 1 3 0 1 0 Einmanaleikinn er faraldur Félagsleg einangrun er hættulegri en reykingar Ragnar Þór ætlar ekki með VR út úr ASÍ Ofurhetjurnar hans Trump 26 30 15-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55-64 ára 64+ ára Ísland Evrópusambandið100 80 60 40 20 0 Hlutfall kvenna sem tekur inn ólyfseðilskyld lyf. Í samanburði við þjóðir Evrópusam- bandsins sést að Íslendingar eru svo til allir á einhverjum lyfjum frá ungum aldri og til efri ára á meðan lyfjanotkun annars staðar er mun minni og eykst með aldrinum. Svo til allar á lyfjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.