Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu Nýjar yfirhafnir frá stærðir 38 - 58 Smáforritið Eldsneyti kom út í síðustu viku og var gefið út af parinu Hrönn og Sölva, en þau eru bæði forritarar. Smáforritið birtir lista af bensínstöðvum út frá staðsetningu notandans og er hægt að nota það út um allt land. Hrönn Róbertsdóttir útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskól­ anum í Reykjavík fyrir tæpu ári og starfar sem forritari hjá fyrirtæk­ inu Gangverk. „Þegar ég útskrif­ aðist var ég ágætlega að mér í for­ ritun en við ákváðum að búa þetta app til svo ég myndi ekki lenda bara beint í djúpu lauginni.“ Sölvi vann áður hjá fyrirtækinu Plain Vanilla og starfar nú hjá WOW­ air. Hann hafði nokkra reynslu af forritun og gat því leitt verkefnið áfram. Aðspurð segist Hrönn algjörlega mæla með gerð smáforrita sem samvinnuverkefni fyrir pör enda hefur ferlið verið mjög skemmti­ legt. „Við tókum bara nokkur kvöld með rauðvínsglas og osta,“ segir Hrönn hlær og bætir við. „Þetta var sko mjög rómantískt.“ Nokkuð kaldhæðnislegt er að Hrönn og Sölvi eiga hvorugt bíl og geta því ekki nýtt sér smáforritið sjálf, en að sögn Hrannar er mark­ hópurinn erlendir ferðamenn. „Maður hefur alveg heyrt af því að túristar viti ekkert hvar bens­ ínstöðvar eru og svona, svo við ákváðum fyrir nokkrum vikum að gera þetta klárt fyrir sumar­ ið. Gögnin fáum við frá Gasvakt­ inni sem er í eigu manns að nafni Sveinn Flóki Guðmundsson en sú þjónusta skrapar saman og hýsir verð og staðsetningu allra ís­ lenskra bensínstöðva.“ Smáforritið er aðgengilegt fyrir bæði iPhone og Android og gerir Hrönn ráð fyrir því að þau muni halda áfram að þróa smáforritið, enda gengur samstarf parsins vel. Smáforrit Hrannar og Sölva er einkum ætlað erlendum ferðamönnum sem vita ekkert hvar bensínstöðvar eru. Mynd | Hari Forritun er góð skemmtun fyrir pör Guðrun er frá Þórshöfn. Henni finnst Reykjavík skemmtileg borg, enda mikið um að vera. Mynd | Hari Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Guðrun í Jakupsstovu er fædd og uppalin í Þórshöfn og lærir bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Að sögn Guðrunar eru langflestir Færeyingar á hennar aldri í há­ skólum erlendis, margir hverjir í Kaupmannahöfn. Guðrun valdi hinsvegar að koma til Íslands en hún bjó á Íslandi um tíma þegar hún var unglingur og flutti svo til Danmerkur. „Ísland og Færeyj­ ar eru svo lík á mörgum svið­ um svo manni líður aldrei eins og útlendingi hérna. Mér finnst Reykjavík líka vera skemmtileg borg. Miðað við Færeyjar er margt að gerast og staðir alltaf að opna og loka,“ segir Guðrun og skelli­ hlær. Dávur í Dali flutti frá Færeyjum til Íslands árið 2013 til þess að læra sál­ fræði. Hann valdi Ísland vegna þess að hér tók sál­ fræðideildin við öllum, ólíkt háskólum í Dan­ mörku þar sem nemend­ ur þurfa að hafa himin­ háa meðaleinkunn til þess að komast inn. „Ég talaði við strák sem hafði lært sálfræði við Háskóla Íslands og hann sagði að það væri alveg hægt að klára þetta nám sem Færeyingur. Þó námið sé búið til fyrir Íslendinga,“ segir Dáv­ ur sem útskrifaðist einmitt  síðasta vor. Dávur er fluttur aftur heim til Færeyja vegna þess að ómögulegt var fyrir hann að safna peningum á Íslandi vegna ástandsins á húsnæðismarkaðn­ um. Allir peningarnir hans fóru einfaldlega í leigu. Dávur seg­ ir Ísland og Færeyjar vera lík að mörgu leyti en helsti munurinn sjáist í áhrifum Bandaríkjanna á Íslandi. „Sko, ég hef verið á öllum Norðurlöndunum og það eru lang­ mestu áhrifin frá Bandaríkjunum á Íslandi. Ísland er frekar lítið land en það er samt ógeðslega mikið af öllum þessum bandarísku fyrir­ tækjum.“ Guðrun stefnir ekki á að flytja aftur til Færeyja í bráð heldur ætlar hún að halda annað í meist­ aranám. Hún sér þó fyrir sér að hún endi í Færeyjum að lokum. „Þetta er frekar mikið vandamál í Færeyjum hvað við erum með fáa sem búa þar og að við þurf­ um fleira fólk. Þannig fólk reynir rosalega að fá ungt fólk til að flytja aftur heim. Mér finnst það líka vera þannig því mig langar ekki að yfirgefa landið mitt.“ Foreldrar hennar styðja hana þó í að ferðast og upplifa en að sögn Guðrunar búast þau þó við að hún flytji á endanum aftur heim. Aðspurð­ ur tekur Dávur í sama streng, þó hann sjái fyrir sér að flytja aftur frá Færeyjum tímabund­ ið. „Já ég hef svipaðar til­ finningar. Mörgum okkar finnst Færeyjar fullkomið land til að ala upp börn og það er auðvitað þægilegast að vera á staðnum sem maður er alinn upp á. Hérna er ég ekki útlendingur.“ Sterk tengsl við heimalandið Íslendingar hafa gjarnan sótt sér menntun eða vinnu út fyrir landsteinana. Sumir snúa aftur heim á meðan aðrir snúa ekki aftur heim, enda fleiri tækifæri úti í hinum stóra heimi. Önnur þjóð á afskekktri eyju sem sækir menntun fjarri heimahögunum eru nágrannar okkar í Færeyjum. Sumir kjósa að koma til Íslands til að læra en hvað er það sem dregur Færeyinga frá lítilli eyju til annarrar og ætla allir aftur heim? Færeyingar sækja nám á Íslandi Dávur í Dali útskrifaðist með BS gráðu í sálfræði síðasta vor. Hann sneri aftur til Færeyja en útilokar ekki að koma aftur til Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.