Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 42
Hin 23 ára gamla Marta Magnús­ dóttir var nýlega kjörin skátahöfð­ ingi Bandalags íslenskra skáta, eftir miklar breytingar innan skátahreyfingarinnar. Marta, sem er yngsta manneskjan til þess að gegna þessu embætti frá upp­ hafi, tekur við því af fullum krafti. Marta deilir með Fréttatímanum tíu bestu áskorunum skátahreyf­ ingarinnar. | bsp • Fara utan á skátamót • Sofa undir berum himni • Að skipu­ leggja viðburði og útilegur • Að læra að treysta á sjálfan sig og jafningja sína • Hrinda eigin hug­ myndum í fram­ kvæmd • Víkka sjóndeildar­ hringinn og eignast vini frá öllum heims­ hornum • Gefa tíma sinn í að hjálpa öðrum með gleði og ánægju • Búa í tjaldbúð með jafnöldrum í 5 daga og þurfa að sjá um allt sjálf • Upplifa í sífellu ný ævintýri • Að sofa í tjaldi/ snjóhúsi um hávetur 42 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur Frábær Freyju djass í hádeginu Í hádeginu á þriðjudögum hljóma ljúfir djasstónar um Listasafn Íslands. Tónleika- röðin nefnist Freyju djass og er hugarsmíð tónlistarkonunnar Sunnu Gunnlaugsdóttur, sem vill skapa aukið rými fyrir kon- ur innan djassheimsins. „Ég á tvær stelpur sem eru í tón­ listarnámi. Þegar ég fór á æfingu hjá þeim taldi ég rúmar þrjátíu stelpur og ellefu stráka að spila á slagverk og blásturshljóðfæri og fór að hugsa, hvað verður um þessar stelpur?“ Svo spyr Sunna, en að mati hennar hverfa stúlkur nefnilega frá rytmískri tónlist og fara því yfirleitt ekki inn í heim djassins. „Ef stelpur finna sig ekki í klassíkinni þá finnst mér bara eins og þessar stelpur hætti. Þær klára jafnvel tónlistarskóla og ákveða bara að gera eitthvað annað. Þeim finnst þá líklega erfitt að komast inn í senuna, eða sjá ekki fyrir sér líf sem djassleikarar.“ Freyju djass er því tilraun Sunnu til þess að skapa fyrirmyndir fyrir stúlkur innan djass­ heimsins, en líka til þess að skapa ákveðinn vettvang fyrir tónlistar­ konur til þess að auka tengslanet sitt. Freyju djassinn notast við kynjakvóta, þannig að ein kona spilar að minnsta kosti á hverjum tónleikum. „Þetta er algjörlega alþjóðlegt vandamál og í gegnum tíðina, frá upphafi djassins, hefur þetta verið rosalega karllægur bransi. Þegar djass verð­ ur til í New Orleans þá verður hann til inni á hóruhúsum og þótti bara ekki konum sæmandi.“ Dagskráin er stút­ full af flottu tón­ listarfólki en síðasta þriðjudag lék hinn lands­ kunni Tómas R. Einarsson ljúfa tóna með kúbversku ívafi ásamt þeim Sigrúnu Kristbjörgu og Ey­ þóri Gunnarssyni. Næsta þriðju­ dag kemur svo hin heimsfræga Myra Melford frá Chicago að spila. „Myra er mjög ævin­ týrakennd og sérstaklega lýrísk, þannig hún er mjög skemmtilegur tónlistar­ maður,“ segir Sunna sem hvetur fólk til að kíkja á tónleika í hádegishléi frá vinnu eða skóla. | bsp Útilokar ekki syngjandi fasteignaauglýsingar Söngkonan Hera Björk er í námi til löggildingar fasteignasala og er byrjuð að vinna á fasteignasölu. Hún hefur enn ekki verið beðin um að syngja á opnu húsi, en bíður eftir þeirri beiðni. Hera vill hafa nóg að gera og finnst starf fasteignasala sameina margt af því sem hún hefur ástríðu fyrir. Mynd | Hari Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Ég átti ekki von á að þetta yrði svona svakalega skemmti­legt eða að þetta yrði svona mikil og góð vinna,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir sem stundar nám í löggildingu til fasteignasala og hóf nýlega störf á Fasteignasölu Reykjavík­ ur. Hún er þó alls ekki hætt að syngja, en hún elskar að hafa nóg að gera og vill geta valið úr verkefnum. Ég var búin að vera að velta því fyrir mér í nokkur ár hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur með söngnum, og hef gríðarlega ástríðu fyrir þessu. Ég er algjör fasteigna­ perri,“ segir Hera og skellir upp úr. En hún hefur líka gott auga fyrir fallegri hönnun og innanstokksmunum, enda rak hún um tíma lífsstílsverslunina Púkó og smart á Laugavegi. „Fyrir ári síðan datt ég niður á þetta nám og starf sem sam­ einar svo marga þætti sem ég hef gaman af; hús og híbýli, fólk og samskipti. Svo er þetta mjög krefjandi, sem ég kann að meta. Ég átti reyndar ekki von á að ég myndi falla svona fyrir lögfræðihlutanum. Á dauða mínum átti ég von, en ekki að mér þætti sá kafli svona sjúk­ lega heillandi.“ Hera hóf störf á fast­ eignasölunni í febrúar og kann vel við sig í þessu umhverfi. Hún viðurkennir þó að starfið sé strembnara en hún bjóst við. „Ég hafði vanmetið vinnu fasteignasalans gríðarlega, líkt og margir gera. Það er svo mik­ il vinna þarna á bak við sem maður sér ekki. Öll símtölin og vinnan sem fer í gagnaupp­ lýsingar, til dæmis. Þetta eru endalaus samskipti við fólk og hlaup á milli staða. Maður er alltaf með marga bolta á lofti og að passa að allir séu glaðir. En ég fíla það.“ Hera segir þó mikilvægt í þessum bransa að umgangast bæði fólk og eignirnar þeirra af mikilli virðingu. „Langflest­ ir sem standa í fasteignasölu eða kaupum eru á einhverjum tímamótum í lífinu. Stundum gleðilegum og stundum ekki alveg jafn gleðilegum.“ Það eru ekki allir sem átta sig strax á því hvaðan þeir kann­ ast við Heru þegar þeir koma á fasteignasöluna eða á opið hús, en mörgum finnst þeir eiga að þekkja hana. Það eru líklega fleiri sem búast við að sjá hana syngjandi á sviðinu í Söngva­ keppni Sjónvarpsins en að sýna íbúð í Norðurmýrinni. „Þetta er ekki alveg vett­ vangurinn sem ég er vön að vera á. En ég hef bara fengið góð viðbrögð og fólk virðist eiga auðvelt með að sjá mig fyr­ ir sér í þessu starfi. Ég hef enn ekki verið beðin um að syngja í opnu húsi eða neitt slíkt,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég bíð alveg eftir því að sú spurning komi.“ En myndi hún slá til? „Nei, ég held ekki. Fókusinn á ekki að vera á mér,“ segir hún hlæjandi. „Ég veit ekki hvort ég á eftir að vera með syngjandi auglýsingar í sjónvarpi, en ég tel það þó ólíklegt.“ „Þetta er ekki alveg vettvangurinn sem ég er vön að vera á. En ég hef bara fengið góð viðbrögð og fólk virðist eiga auðvelt með að sjá mig fyrir sér í þessu starfi. Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi. Nýr skátahöfðingi segir frá Sunna Gunnlaugsdóttir vill með Freyju djassi skapa ákveðinn vettvang fyrir tónlistarkonur. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.