Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Tæki Uppþvottatöflur frá Finish fylgja með öllum uppþvottavélum. Kæli- og frystiskápur Ein pressa, tvö kælikerfi. Stór „bigBox“-frystiskúffa. „HyperFresh“-skúffa þar sem kuldinn er meiri en annars staðar í kælinum og eykur þar með geymsluþol ferskra kjötvara og fisks. H x b x d: 186 x 60 x 65 (+5 sm handfang). Fullt verð: 129.900 kr. Tækifærisverð (hvítur): KG 36EBW30 94.900 kr. Orkuflokkur Öryggisgler Uppþvottavél 13 manna. Sjö kerfi. Þrjú sérkerfi, þar á meðal tímastytting. Hljóð: 44 dB. „aquaStop“-flæðivörn. Fullt verð: 119.900 kr. Tækifærisverð (hvít): Tækifærisverð (stál): SN 457W01IS SN 457S01IS 89.900 kr. Orkuflokkur Tækifæri Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is „Ég vil alls ekki fara með VR úr ASÍ,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR. Margir óttuðust að nýr formaður vildi fara með félagið úr hreyfingunni en hann þvertekur fyrir það: „Það er ekki hreyfingin sem er vanda- málið heldur forsetinn. ASÍ á að fara aftur til fólksins..“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Það hriktir í undirstöðum ASÍ eftir niðurstöðuna í formannskjöri inn- an VR sem er stærsta aðildarfélagið innan ASÍ með 32 þúsund meðlimi. Ragnar Þór Ingólfsson, sem sigr- aði með talsverðum yfirburðum, hefur lýst því yfir að hann sitji ekki miðstjórnarfundi ASÍ meðan Gylfi Arnbjörnsson, núverandi forseti ASÍ, er við völd. En er það klókt? Forseti ASÍ á að framkvæma vilja miðstjórnar og gæti hann ekki lent úti á berangri? „Ég veit það ekki. Það verður á Vatnaskil í verkalýðshreyfingunni endanum alltaf sam- eiginleg ákvörðun stjórnarinnar hvort við tökum sæti í miðstjórn. Ég er hinsvegar með vantraust félaga á ASÍ í farteskinu. Það getur vel verið að það fari full- trúi VR í miðstjórn þótt ég geri það ekki. Kannski er betra að vinna að breytingum innanfrá.“ Ólafía B. Rafnsdóttir, sem laut í lægra haldi í kjörinu, hefur verið varaforseti ASÍ en tók ákvörðun í kjölfar úrslitanna að segja sig frá þeirri stöðu og stöðu varaformanns Landssambands íslenzkra verzlun- armanna, að því er fram kom í til- kynningu hennar í gær. Gylfi verð- ur hinsvegar áfram forseti í það minnsta næstu tvö árin. Ræð ekki skilaboðin „Það er ekker t launungarmál að ég stefni á að velta Gylfa Arn- björnssyni. Ég ætla þó ekki að reyna að setjast í stólinn hans. Mér er nokkuð sama hver verð- ur formaður, svo lengi sem það er ekki hann.“ Ragnar segist hafa fund- ið mikinn meðbyr en hann hafi alls ekki átt von á svo afgerandi niðurstöðu. Hann segir að óánægja með Salek-samkomulagið og ASÍ eigi lykilþátt í afgerandi sigri hans í kosningunum. Ólafía hafi tekið sér sterka stöðu við hlið núverandi for- seta ASÍ þegar óánægja með hann var sem mest. Forysta ASÍ hefur verið fámál um þessi tíðindi. „Ég kann ekki að leggja mat á hvaða skilaboð eru í þessu fólgin,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar og 2. varaforseti ASÍ. Það er ekki mitt að fjalla um niðurstöðu félagsmanna í formannskosning- um í öðru félagi. Við virðum kosn- inguna og tíminn verður bara að leiða í ljós hvaða áhrif hún hefur.“ Fjandsamlegt umhverfi En Ragnar segist einnig telja að mikil óánægja með launahækkun Ólafíu hafi ráðið úrslitum en hún hafi verið úr öllum takti við það sem var samið um fyrir félagsmenn. En þetta er ekki fyrsta hallarbyltingin sem hefur verið gerð innan VR og hættan er alltaf sú að meirihluti stjórnar beiti sér gegn nýjum for- manni og þeim breytingum sem hann vill innleiða. Er hætta á því í þessum tilfelli? „Ég veit það bara ekki. Ný stjórn hefur ekki komið saman en ég vona auðvitað að þau standi við bak- ið á mér. Ég gekk sjálfur í gegnum hallarbyltingu í VR árið 2009, þegar Kristinn Örn Jóhannesson vann for- mannsslag en hafði hvorki stuðning stjórnar né skrifstofu. Umhverfið sem mætti honum var mjög fjand- samlegt og óska ég engum að þurfa að vinna í slíku umhverfi. Ég held þó að niðurstaðan núna hafi verið of afgerandi til að stjórnin geti leyft sér að hafa hana að engu. Ég bjart- sýnn á að við getum unnið saman að góðri niðurstöðu. Það vill enginn stríð innan félagsins.“ Glaður og hrærður „Kjör Ragnars Þórs Ingólfssonar í embætti formanns VR er ekki til þess fallið að auka bjartsýni á að næsta lota kjarasamninga fari fram í friði og spekt,“ segir í leiðara Við- skiptablaðsins en blaðið virðist ekki sérlega hrifið af þessum breyting- um. Ragnar Þór er spyrtur saman við, formann Verkalýðsfélags Akra- ness, sem það segir þann verkalýðs- foringja sem „undanfarin ár hefur verið einna herskáastur í orðræðu og athöfnum“. Það sé ekki til að auka bjartsýni að Vilhjálmur skuli telja Ragnar Þór sinn bandamann. „Gagnrýni úr þessari átt, sýn- ir að við erum á réttri leið,“ seg- ir Vilhjálmur Birgisson. „Það eru vatnaskil í íslenskri verkalýðsbar- áttu að maður eins og Ragnar Þór nái kjöri. Stórsigur hans kemur ekki á óvart en þetta er fyrsta skrefið í átt til raunverulegra breytinga,“ segir hann og bætir við: „Ég er satt að segja mjög glaður og hrærður yfir þessu.“ Vilhjálmur segir að tengsl Gylfa Arnbjörnssonar við hinn almenna félagsmann séu sáralítil og traustið við frostmark. Hann segist ekki í neinum vafa um að þetta þýði breytingar innan ASÍ. „Það er auð- velt að fá að vera í liðinu og segja það sem forystan vill að maður segi. En stuðningur hennar skipt- ir engu máli, það er stuðningur fé- lagsmanna sem gildir. Við þurfum einstakling úr röðum verkafólks með hjartað á réttum stað. Ekki manneskju sem talar máli atvinnu- rekenda inni í ASÍ.“ Ragnari Þór Ing- ólfssyni er sama hver verður forseti ASÍ svo lengi sem það er ekki Gylfi Arn- björnsson. Ólafía B. Rafnsdóttir hefur verið varafor- seti ASÍ en tilkynnti í gær að hún segði sig frá því embætti í ljósi úrslitanna í VR. Vilhjálmur Birgisson segist glaður og hrærður. Nýr formaður VR segir ekkert launungarmál að hann stefni á að velta Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Hann langar þó ekki að setjast sjálfur í sæti hans. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.