Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 ÞJÓNUSTA Í ALMANNAÞÁGU Erdogan Tyrklandsforseta var á síðustu dögum meinað að halda kosningasamkomur í borgum Hollands og Þýskalands, í að- draganda þjóðaratkvæðagreiðslu um aukið vald til forsetans. Erdogan hækkaði í botn og kall- aði hollensk og þýsk stjórnvöld nasísk fyrir vikið. Hann hótar að rifta samkomulagi síðasta árs um hreppaflutninga flóttafólks frá Evrópu til Tyrklands, um leið og hann hæðist að ótta Evrópu við fólk í leit að vernd. Haukur Már Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Þann 16. apríl næstkomandi verð- ur haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Tyrklandi um breytingar á stjórn- arskrá landsins í 18 liðum. Veiga- mestu og umdeildustu liðirnir í til- lögunum myndu breyta stjórnkerfi landsins úr þingbundnu lýðræði í forsetalýðræði. Í dag er forseta- embættið að miklu leyti táknrænt, um leið og forsetinn hefur neitun- arvald gagnvart lagabreytingum, líkt og á Íslandi, og er að auki æðsti yfirmaður hersins. Með breyttri stjórnarskrá héldi hann þeim völd- um en yrði einnig leiðtogi ríkis- stjórnar og myndi skipa ráðherra. Það er flokkur Receps Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, AKP, sem á frumkvæði að tillögun- um og lagði þær fyrst fram árið 2011. Flokkurinn fer með hrein- an meirihluta á þingi, með 317 þingmenn af 550, en til að leggja stjórnarskrárbreytingar undir þjóðaratkvæði þurfa þrír fimmtu hlutar þingmanna að sam- þykkja tillögurnar. Slíkur aukinn meirihluti náðist fyrst síðastliðinn vetur þegar f lokkur þjóðernis- sinna, MHP, veitti þeim fulltingi sitt eftir samningaviðræður þar sem ákvæðum í breytingatillögunni var fækkað úr 21 í 18. Ósættið við Erdogan Erdogan var borgarstjóri Istanbúl frá 1994 til 1998 og forsætisráð- herra Tyrklands frá 2003 til 2014. Þegar stjórnarskráin meinaði hon- um að gegna því hlutverki lengur bauð hann sig fram til forseta, og náði kjöri. Hann tók þátt í stofn- un Réttlætis- og þróunarflokksins, eða AKP, árið 2001. AKP hefur not- ið hreins þingmeirihluta og far- ið með stjórn landsins nær óslitið frá kosningunum 2002. Framan af var flokkurinn hlynntur vestrænu samstarfi og þátttöku Tyrklands í því, að meðtalinni aðild að Evrópu- sambandinu, en aðildarviðræður Tyrklands hófust árið 2005. Síðustu ár hefur orðið tvísýnna um afstöðu flokksins, og landsins með. Árið 2013 er áætlað að þrjár og hálf milljón manns hafi tekið þátt í þúsundum mótmælasamkoma gegn ríkisstjórn Erdogans sem þá var forsætisráðherra. Mótmælin eru kennd við Taksim Gezi-garðinn og beindust fyrst að áformum stjórn- valda um að láta garðinn víkja fyrir verslunarmiðstöð. Eftir að lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidæl- um gegn mótmælendum óx hreyf- ingunni ásmegin og beindist ekki lengur að einstökum skipulagsat- riðum og umhverfismálum held- ur ofríki stjórnvalda, átroðslu á réttindum og þátttöku Tyrklands í stríðinu í Sýrlandi. Ríkið svaraði af fullum mætti. Þegar 3.000 mót- mælendur höfðu verið handteknir, 8.000 særst og ellefu látist lognað- ist mótmælaaldan út af. Talað var um þessa atburði sem mesta óróa í Tyrklandi svo áratug- um skipti. Þremur árum síðar, sum- arið 2016, var gerð tilraun til valdar- áns. Atburðarásin er enn ekki alveg gegnsæ. Samkvæmt hefð hófst valdaránstilraunin innan hersins. Erdogan segir hins vegar að hún hafi verið leidd af fylgismönnum Fethullah Gülens, prédikara og fyrrum bandamanns Erdogans sem flúði árið 1999 til Bandaríkjanna. Veraldarhyggjan og herinn Mustafa Kemal Atatürk, herfor- inginn sem leiddi sjálfstæðisbaráttu Tyrkja eftir fyrri heimsstyrjöld og varð fyrsti forseti, gerði veraldar- hyggju, aðskilnað stjórnmála og trúarskoðana, að grundvallaratriði í stjórnmálum þess. Kveðið hefur verið á um trúarlegt hlutleysi rík- isins í stjórnarskrá frá árinu 1928, og í núgildandi stjórnarskrá, frá ár- inu 1982, er öll mismunun á grund- velli trúarbragða bönnuð. Að vissu leyti gengur Tyrkland lengra í þessa átt en mörg Evrópulönd: starfsemi trúarlegra stjórnmálaf lokka er bönnuð í Tyrklandi – og trúarleg- ur klæðnaður, meðal annars sjölin sem nú er deilt um í Evrópu, hefur verið bannaður meðal opinberra starfsmanna frá níunda áratugnum. Ríkið er veraldlegt en yfirgnæf- andi meirihluti íbúa þess eru einn- ar trúar, ýmist af sannfæringu eða nafninu til. Frá tíma Atatürks hef- ur eitt af hlutverkum hersins verið að verja stjórnarskrá lýðveldisins, ekki síst gegn trúarlegum stjórn- málaöflum. Í krafti þess hlutverks framdi herinn valdarán sín til þessa, árin 1960, 1971, 1980 og 1997. Og þegar eiginkona Abdullah Gül, forseta Tyrklands frá 2007 til 2014, klæddist slæðum á opinberum vett- vangi hristi herinn sverðin sín og áréttaði í tilkynningu að hver sem beitti trúnni í pólitískum tilgangi yrði þar með óvinur lýðveldisins. Eftirmál valdaránstilraunar Vegna þessa hlutverk hersins renna á ýmsa tvær grímur þegar Erdogan fullyrðir að valdaránstilraun síðasta árs hafi verið gerð af fylgismönnum prédikarans Gülens innan hersins. Hvernig sem hermenn skil- greindu hollustu sína árið 2016 tókst Erdogan að beita valdaránstilraun- inni til að afvopna, ef ekki kæfa, alla helstu andstæðinga sína. Sam- kvæmt talningu ungra tyrkneskra blaðamanna sem starfrækja vef- inn turkeypurge.com hafa alls yfir 128.000 kennarar, lögreglumenn, aðrir embættismenn, hermenn og herforingjar verið reknir í hreins- unum eftir valdaránstilraunina; yfir 4.000 dómarar og saksóknarar; 7.000 fræðimenn; 46.000 manns hafa verið handtekin fyrir óljósar sakargiftir, þar af 162 blaðamenn; yfir 2.000 menntastofnunum hefur verið lokað ásamt 149 fjölmiðlum og vefsvæðum. Og nú, að þessum hreinsunum loknum, leggur þingið til þjóðar- atkvæðagreiðslu stjórnarskrár- breytingar sem er ekki aðeins ætlað að stórauka völd forsetans heldur er þar líka ákvæði sem banna fólki með tengsl við herinn að bjóða sig fram til kosninga. Styggðin í Evrópu Í mörgum löndum Evrópu kepp- ast nú bæði frjálslyndir flokkar og íhaldsöfl við að endurheimta þá kjósendur sem öfga-hægrið hefur nýverið dregið til sín, með því að taka eitt og eitt skref í átt að útilok- unarstefnu öfgaflokkanna. Erdogan veit að þar er hann í lykilstöðu, eftir samkomulag frá síðasta ári um að Evrópusambandið endursendi til Tyrklands flóttafólk sem kemur yfir Miðjarðarhaf. Hátt í þrjár milljónir sýrlenskra flóttamanna eru í Tyrklandi. Falli Erdogan frá samkomulaginu, hleypi þeim sem vilja áfram til Evrópu, óttast evrópskir ráðamenn að útlendingastyggð kjósenda þeirra verði óviðráðanleg. Um leið hæðist Erdogan að ótta evrópskra ráðamanna: „Evrópa hættir á að drukkna í hræðslu sinni. Tyrkjahatur magnast. Íslamófóbía færist í aukana. Þeir eru meira að segja hræddir við flóttamennina sem leita verndar þar,“ sagði hann í ræðu á þriðjudag. Tækifærin Í Þýskalandi býr ein og hálf millj- ón tyrkneskra ríkisborgara. Tyrkir í Þýskalandi mynda þannig, svo að segja, sjöundu stærstu borg Tyrk- lands. Samkvæmt skoðanakönnun- um styðja um 60 prósent þeirra Erdogan. Það er að því leyti skilj- anlegt að forsetinn skuli reiðast því að fá ekki að halda framboðsfundi þar – eða í Hollandi eða Austurríki, nú þegar hann er hársbreidd frá því sem stuðningsmenn hans kalla lýð- ræðisumbætur en andstæðingar að innsigla gerræðið. Þó er líklega raunsærra að meta athafnir Erdogans út frá hags- munum en tilfinningum. Eitt er óumdeilt: þetta er kosningaár. Undanliðið ár hafa evrópskir stjórn- málamenn hafa komið sér í fárán- lega sjálfheldu gagnvart Tyrklandi. Eftir skammarlega undanlátssemi við hrinu mannréttindabrota í kjölfar valdaránstilraunarinnar, stökkva þeir nú á tækifæri til að senda kjósendum sínum innihalds- rýr en hávær merki um óbilgirni og staðfestu í garð Tyrkjanna. Um leið virðist Erdogan sjá sér hag í að gera sem mest veður úr mótlætinu. 40 prósent kjósenda eru sagðir fylgjandi stjórnarskrár- breytingunum, 40 prósent á móti og 20 prósent enn óákveðin. Að mála skrattann aðeins sterkari lit- um á vegginn gæti gert gæfumun- inn. Evrópa í Tyrklandi, Tyrkland í Evrópu Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um hollensk og þýsk stjórnvöld undanfarna daga. Myndir | Getty Hert öryggisgæsla er nú við hollenska sendiráðið í Istanbúl eftir að fólk tók að safnast þar saman til að mótmæla hollenskum stjórnvöldum. Hvernig sem hermenn skilgreindu hollustu sína árið 2016 tókst Erdogan að beita valdaránstilrauninni til að afvopna, ef ekki kæfa, alla helstu andstæðinga sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.