Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 14
Stórkostlegasta sveiflan í hol-lensku þingkosningunum var hrun Verkamannaflokks-ins, stóra sósíaldemókrat- íska flokksins sem mótaði hollenskt samfélag fremur en aðrir flokkar á eftirstríðsárunum. Verkamanna- flokkurinn naut um þriðjungs fylgis lengst af seinni hluta síðustu aldar. Á miðvikudaginn féll flokkurinn hins vegar úr 25 prósent í aðeins 5,7 prósent, akkúrat það sama og Samfylkingin fékk í síðustu kosn- ingum. Þetta hrun Verkamanna- flokksins slær út vesturevrópskt met Samfylkingarinnar frá kosn- ingunum 2013 þegar flokkurinn fór úr 29,8 prósent fylgi í 12,9 prósent. Hrun sósíaldemókrata á Íslandi og í Hollandi má helst líkja við hrun kristilegra demókrata á Ítalíu, þungamiðju ítalskra stjórnmála á seinni hluta síðustu aldar. Eftir röð ljótra hneykslismála skipti flokk- urinn um nafn, klofnaði og leystist nánast upp í fylgisleysi. Tæplega fjörutíu prósent fylgi kristilegra demókrata á seinni hluta síðustu aldar fór niður í sjö prósent áður en flokkurinn leystist upp og rann saman við síkvika flokkadeiglu Ítalíu. En fyrir hvað er verið að refsa sós- íaldemókrötum? Þessi stjórnmála- stefna mótaði Evrópu eftirstríðs- áranna, var farvegur fyrir kröfur almennings um jafnt aðgengi að menntun og heilsugæslu, öruggt húsnæði, mannsæmandi laun og almenna velferð. Frá stríðslokum fram að upp- gangi nýfrjálshyggjunnar naut breski Verkamannaflokkurinn um 37 til 49 prósent fylgis. Í nýj- ustu könnunum hefur hann um 25 prósent fylgi. Í Þýskalandi hafa Jafnaðarmenn verið að braggast á undanförnum vikum og mælast nú með yfir 30 prósent fylgi í könnun- um. Þetta er samt nokkuð undir fylginu á velmektarárunum þegar flokkurinn sveiflaðist milli 40 og 45 prósenta fylgis. Í Frakklandi er frambjóðandi sósíaldemókrata í komandi forsetakosningum, kom- inn niður í um 13 prósent fylgi í kosningum, helminginn af því sem hinn lítt vinsæli François Hollande nýtur og aðeins um fjórðung af því fylgi sem François Mitterrand naut á sama tíma og Margaret Thatcher var að komast til valda í Bretlandi. Í Danmörku nutu sósíalde- mókratar um og yfir 40 prósent fylgis á eftirstríðsárunum en mælast nú með um 27 prósent í könnunum. Í Svíþjóð voru sós- íaldemókratar nær 45 prósent- um eftir stríð og langt fram á vora daga en mælast nú með 31 prósent í könnunum eftir að hafa bragg- ast nokkuð. Norskir jafnaðarmenn voru á svipuðu róli, um 45 prósent fylgi, en eru nú með um 35 prósent fylgi. Þótt lesa megi af þessum tölum örugga hrörnun sósíaldemókrat- íska flokka þá er þarna ekki að finna álíka hrun og Samfylkingin og hollenski Verkamannaflokk- urinn hafa mátt þola. Eftir sem áður er ljóst að sósíald- emókratísku flokkarnir eru ekki sú regnhlíf mannréttinda og lífs- kjarabaráttu sem þeir voru áður. Þetta sást ágætlega í Hollandi á miðvikudaginn. Þá unnu á flokkar sem líta má sem afkvæmi hinnar sósíaldemókratísku hreyfingar, flokkar með málefni sem áður áttu betri samleið með stóru flokkunum eða sem segja má að þeir hefðu átt að fóstra. Umhverfismál, málefni eldri borgara, málefni innflytj- enda, dýravernd; flokkar sem settu þessi mál á oddinn fengu meira en þrisvar sinnum meira fylgi en Verkamannaflokkurinn. Í sjálfu sér er ekki hægt að gráta hrun sósíaldemókratískra flokka, og gildir þá einu þótt þeir hafi lagt margt gott til samfélags- uppbyggingar á Vesturlöndum. Á seinni hluta síðustu aldar hrörnuðu þessir flokkar, færðust frá uppruna sínum og tóku upp efnahagsstefnu nýfrjálshyggjunnar að mestu. Þetta var áberandi í Hollandi, í Bret- landi, á Íslandi og að mörgu leyti á Norðurlöndunum. Þessum flokkum mistókst að vera bæði breiðfylk- ing um bætt lífskjör og regnhlíf- arsamtök um aukinn rétt ólíkra hópa. Sums staðar mistókst annað, annars staðar, eins og hér á landi, mistókst hvort tveggja. Forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum sýndu afleiðingar þessa. Eftir þær átti hin sundraða mann- réttindabarátta engan fulltrúa í rík- isstjórn landsins. Á alla helstu stóla settust miðaldra eða gamlir, auð- ugir, hvítir karlar. Lærdómur þeirra kosninga er að mannréttindabar- áttan þarf að eiga sameiginlegan vettvang til að berjast fyrir almenn- um réttindum, vettvang sem getur líka verið regnhlíf yfir ólík baráttu- mál ólíkra hópa. Á eftirstríðsárunum tókst sós- íaldemókratískum flokkum í Evrópu að vera þetta hvort tveggja. Ef takast á að hrinda sókn and- mannúðarsinna sem nú herða völd sín allt í kringum Evrópu; í Banda- ríkjunum, Rússlandi og Tyrklandi; verða mannúðarsinnar að skapa sér breiðfylkingu um sín helstu baráttumál. Að öðrum kosti mun meirihlutinn ekki komast að stjórn- tækjum samfélagsins og öll grunn- kerfi þess verða mótuð til að þjóna hinum fáu, hinum ríku og auðugu. Gunnar Smári ÓNÝT REGNHLÍF lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 14 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 VEISLU ÞJÓNUSTA SUSHI SOCIAL gerir gott partý betra! Sushibakkar Frábærir í matarboðið, veisluna eða bara til að grípa með sér heim. Panta þarf sushibakka með 24 tíma fyrirvara. Sushi Social Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Sími 568 6600 • sushisocial.is 40 BITAR – SUSHI 8 bitar laxa maki 8 bitar samba túna maki 8 bitar spicy kjúklinga maki 8 bitar Amazon grænmetis maki 4 bitar laxa nigiri 4 bitar túnfisk nigiri 6.800 kr. 60 BITAR – DJÚSÍ SUSHI 8 bitar surf and turf maki 10 bitar spider maki 8 bitar laxa maki 8 bitar hot maguro maki 8 bitar samba túnfisk maki 9 bitar túnfisk nigiri 9 bitar laxa nigiri 10.900 kr. Nánari upplýsingar eru á sushisocial.is Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að vera í sambandi í síma 568 6600 eða á sushisocial@sushisocial.is Þú getur líka pantað tilbúnu veislumatseðlana okkar eða sett saman þína eigin veislu. Dæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.