Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Mahad að vera áfram norskur ríkisborgari. Starfsfólk Ullevål spít- alans sendi harðorða stuðningsyfir- lýsingu á fjölmiðla og þekktir lög- fræðingar landsins skárust í leikinn og gagnrýndu aðgerðina. Efnt hefur verið til peningasöfnunar en Mahad hefur varið mörgum milljónum í lögfræðiaðstoð vegna málsins. Stjórnmálamenn hafa tekist á um hvort hið nýja verklag útlendinga- stofnunarinnar standist norsk lög. Stjórnarandstaðan lagði fram frum- varp til að hnekkja á vinnubrögðun- um og mikil andstaða var við verk- lagið í norska Stórþinginu. Leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, Knut Ar- ild Hareide, sagði að athæfi eins og að framvísa fölsuðum skilríkjum, yrði að fyrnast eins og önnur afbrot í öðrum málaflokkum. Hann sagði það ósanngjarnt og ómannúðlegt að rífa fólk upp með rótum og vísa á dyr jafnvel þó það hefði komist inn í landið á hæpnum forsendum. Á endanum var niðurstaða þingsins að útlendingastofnunin mætti ekki taka svo afdrifaríka ákvörðun sjálf. Málinu yrði vísað til dómstóla. Dómurinn Mahad í óhag Norski þingrétturinn kvað upp dóm í málinu í liðinni viku sem studdi aðgerðir útlendingastofnunarinnar. Niðurstaða dómsins var að Mahad hefði að öllum líkindum veitt rangar upplýsingar þegar hann kom til Noregs. Arild Humlen, verj- andi Mahads, sagði niðurstöðuna reiðarslag, umbjóðandi hans stæði fast á sínu að hann væri frá Sómal- íu og hefði ekki logið til um hvaðan hann kæmi. „Ég ætla að áfrýja dómnum. Ég hef búið í Noregi í 17 ár og baráttu minni er ekki lokið. En það er mjög erfitt að kyngja því að vera stimpl- aður lygari,“ sagði Mahad í samtali við Verdens Gang. Yfirvöld í Djibouti hafna því að Mahad sé þaðan og neita að taka við honum ef Norðmenn hyggjast senda hann þangað eftir að hafa svipt hann ríkisfanginu. Mahad hefur beðið um að verða sendur til Sómalíu í staðinn. Ingunn-Sofie Aursnes sem stýr- ir áfrýjunarnefnd útlendingastofn- unarinnar, sagði dóminn sýna fram á að útlendingastofnunin mætti starfa áfram á sömu braut. Stofnun- in hefur lýst yfir að leit verði efld að þeim sem hafa logið eða framvísað röngum skilríkjum þegar þeir sóttu um hæli í Noregi. Um fimm þúsund manns eiga á hættu að missa norsk- an ríkisborgararétt sinn og verða vísað úr landi. Hent út eftir 27 ár Meðal 35 afturköllunarmála sem hafa komið inn á borð áfrýj- unarnefndar útlendingastofnunar- innar eru eldri mál en Mahads. Stofnunin hyggst nú vísa tólf manna fjölskyldu úr landi og svipta þau öll norsku ríkisfangi. Hjón með þrjú ung börn komu til Noregs árið 1990. Nú, 27 árum síðar, fengu þau, börnin og barnabörnin öll, fyrirmæli frá útlendingastofn- uninni um að skila vegabréfum sínum til lögreglunnar og yfirgefa landið. Þau hafa ekki viljað koma fram undir nafni í fjölmiðlum, af til- litssemi við börnin. „Við vorum fimm þegar við kom- um, nú erum við tólf. Hversvegna þarf að refsa okkur öllum fyrir þetta eftir 27 ár? Spyr einn af son- um hjónanna. Hann er 35 ára í dag og þekkir ekkert annað en að búa í Noregi. Útlendingastofnunin heldur því fram að foreldrarnir hafi ver- ið jórdanskir ríkisborgarar en veitt rangar upplýsingar um uppruna sinn. Ástæða þeirrar tilgátu stofn- unarinnar er skýrsla frá árinu 1996 frá vegabréfseftirliti gamla flug- vallarins á Fornebu í Osló og skrán- ingar í jórdönskum gagnagrunn- um. Fjölskyldan segir þetta byggja á misskilningi og hefur lagt fram gögn sem sýnir að þau voru palest- ínskir flóttamenn í Sýrlandi áður en þau komu til Noregs. Fjölskyldan öðlaðist norskan ríkisborgararétt 1997, sjö árum eftir að þau komu til Noregs. Árið 2012 fengu þau hinsvegar bréf frá útlendingastofnuninni sem í stóð að þau yrðu að skila vegabréfum sín- um til lögreglunnar. Þeim var skip- að að yfirgefa Noreg og Schengen- -svæðið fyrir 1. ágúst 2016. Málið hefur hinsvegar velkst um í kerf- inu, meðal annars vegna pólitískra álitamála, og fjölskyldan er í Noregi. „Ég var níu ára þegar ég kom til Noregs, systir mín var bara fjögurra ára. Núna eftir 27 ár í landinu, verð- ur allt tekið frá okkur. Hversvegna fyrnast afbrot í sakamálum en ekki málum sem varða ríkisborgararétt?, spyr sonur hjónanna í viðtali við Af- tenposten. Norðmenn harkalegastir Hvorki í Danmörku né Svíþjóð hef- ur ríkisborgararéttur verið tekinn af fólki, eftir því sem Fréttatíminn kemst næst. Í Hollandi og Frakk- landi er það aðeins refsivert athæfi sem getur leitt til þess að fólk missi ríkisborgararéttindi sín. Í Þýska- landi má afturkalla ríkisborgara- rétt fólks en aðeins innan við fimm árum eftir að réttindin voru veitt. Í Noregi er hinsvegar enginn fyrn- ingarfrestur í málum sem varða ríkisborgararéttindi, og afar fátt í norskum lögum sem meinar yfir- völdum að afturkalla veitt ríkis- borgararéttindi. Á Íslandi er það stjórnarskrárvarinn réttur þess sem hefur öðlast íslenskan ríkis- borgararétt, að hann er og verður íslenskur ríkisborgari. Í 66. grein stjórnarskrárinnar segir: „Engan má svipta íslenskum ríkisborgara- rétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðl- ast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki.” Útlendingaandúðin Þó Mahad hafi notið gríðarlegs stuðnings meðal almennings hefur útlendingaandúð mælist meiri en áður í Noregi. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun, sem Aftenpost- en og Adresseavisa létu gera, telur þriðji hver Norðmaður að norskri menningu sé ógnað af innflytjend- um. Tortryggnin mælist mest á landsbyggðinni, meðal karlmanna og eldra fólks. Algjör viðsnúningur hefur orðið á norskri innflytjendapólitík frá því hægriríkisstjórn Ernu Solberg komst til valda árið 2013. Í áraraðir fram að því voru Norðmenn í hópi þjóða sem tóku hvað best á móti innflytjendum, samkvæmt alþjóð- legum mælingum. Norðmönnum hefur tekist hvað best til við að taka á móti og að- stoða innflytjendur sem setjast að í landinu. Innflytjendur í Nor- egi hafa orðið virkir þátttakend- ur í samfélaginu á mettíma og átt greiðari aðgang að atvinnulífi og þjónustu en innflytjendur í öðr- um löndum. Norðmenn hafa notið virðingar í alþjóðasamfélaginu fyr- ir að vera rausnarlegir í móttöku flóttamanna og úrræðagóðir í að skapa fjölmenningarsamfélög. Þeir hafa hlutfallslega tekið við margfalt fleiri flóttamönnum en Íslendingar, og í Noregi býr 4,5% hærra hlutfall innflytjenda en á Íslandi. Norðmenn reyndust árið 2014 vera fjórða besta þjóðin í móttöku og aðlögun innf lytjenda, sam- kvæmt alþjóðlegri samanburðar- mælingu MIPEX. Í mælingunni var horft til hvernig pólitískar ákvarðanir þjóðanna hafa veitt innflytjendum gjaldgengi í sam- félaginu. Mældir voru nærri 150 pólitískir áhrifaþættir og var horft til atvinnuþátttöku innflytjenda, menntunar, stjórnmálaþátttöku, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og ekki síst verndar gegn mismunun. Algjör viðsnúningur hefur orðið á norskri innflytjendapóltík frá því hægriríkisstjórn Ernu Solberg komst til valda árið 2013. Í áraraðir fram að því voru Norðmenn í hópi þjóða sem tóku hvað best á móti inn- flytjendum og voru rausnarlegastir í mót- töku flóttamanna. Norðmenn reyndust árið 2014 vera fjórða besta þjóðin í mót- töku og aðlögun innflytjenda, samkvæmt alþjóðlegri samanburðamælingu MIPEX. Í mælingunni var horft til hvernig pólitískar ákvarðanir þjóðanna hafa veitt innflytjendum gjald- gengi í samfélaginu. Mældir voru nærri 150 pólitískir áhrifaþættir og var horft til atvinnuþátttöku innflytjenda, menntunar, stjórn- málaþátttöku, aðgengi að heilbrigð- isþjónustu og ekki síst verndar gegn mismunun. Nú er markmið norsku rík- isstjórnarinnar að fletta ofan af 9 þúsund ólöglegum flóttamönnum og vísa þeim úr landi. Mynd | Getty Images. Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagði að athæfi eins og að framvísa fölsuðum skilríkj- um, yrði að fyrnast eins og afbrot í öðrum málaflokkum. Hann sagði það ósanngjarnt og ómannúðlegt að rífa fólk upp með rótum og vísa á dyr jafnvel þó það hefði komist inn í landið á hæpnum forsendum. Á endanum var niðurstaða norska Stórþingsins að útlendingastofn- unin mætti ekki taka svo afdrifaríka ákvörðun sjálf. Það væri dómstólanna að skera úr um. Mynd | Kristilegi þjóðarflokkurinn Í 66. grein stjórnarskrárinnar seg- ir: „Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki.“ Sylvi Listhaug er án nokkurs vafa hataðasti pólitíkus Noregs en hún hefur verið ráðherra innflytjendamála fyrir hönd Framfaraflokksins undanfarið ár. Sylvi lýsti því yfir í fyrra, að hún vildi vísa níu þúsund ólöglegum innflytjendum úr landinu. Aðgerðir útlendingastofnunarinn- ar eru hluti af margliða áætlun hennar til að ná þessu markmiði. Sylvi vakti einnig heiftarleg viðbrögð í desember þegar hún bauð fjölmiðlum með sér á veiðar eftir ólöglegum innflytjendum í skjóli nætur. Með uppátækinu sagðist Sylvi vilja sýna norsku þjóðinni að sér væri dauðans alvara með fyrirheitum sínum. Mynd | Stórþingið GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VILNÍUS Í LITHÁEN Vilníus er eins og margar aðrar borgir í Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins 1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco. Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í gamla bænum og gamli byggingastíllinn blasir hvarvetna við. Flogið er tvisvar í viku allt árið. DÆMI UM BORGIR S Ó F A D A G A R 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.