Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 samanstendur mikill meirihluti heimila hér á landi af einum einstaklingi, eða um 57%, en pör með eða án barna, í hjónabandi eða óvígðri sambúð, mynda 36% heimila. Í greiningu Hagstofunn- ar eru fullorðnir í foreldrahúsum ekki taldir með í kjarnafjölskyldu foreldra sinna og gefa tölurnar því ekki fullkomna mynd af því hversu margir búa í raun einir en þær sýna samt glögglega að hefðbundnum fjölskyldum fækkar hlutfallslega og þeim fjölgar sem búa einir. Erlendar rannsóknir segja svip- aða sögu. Árið 1940 innihéldu að- eins 7% bandarískra heimila einn einstakling en árið 2000 var hlut- fallið komið upp í 25%. Í Bretlandi er þróunin svipuð en það sem veld- ur líka áhyggjum þar í landi er hversu einmana unga fólkið er. Árið 2014 leiddi könnun á vegum geð- heilbrigðisstofnunarinnar þar í ljós að ungt fólk á aldrinum 18- 34 ára upplifir sig einmana, og finnur til þunglyndis, í meira mæli en fólk sem er komið yfir 55 ára aldurinn. Það er oft talað um að um eftirlaunaaldurinn þurfi fólk að passa upp á að ein- angrast ekki félagslega en samkvæmt könnun banda- rísku vinnumálastofnunar- innar eyðir fólk um 55 ára aldurinn meirihluta dags- ins eitt, án nokkurra sam- skipta við annað fólk og er því í mikilli hættu á enn frekari einangrun. Önnur banda- rísk rannsókn frá árinu 2015, unnin af Brigham Young University, var gerð á 3,5 milljón manna úrtaki yfir 35 ár tímabil sýn- ir að ótímabært dauðsfall er 32% algengara meðal þeirra sem eru fé- lagslega einangraðir. Þessar rannsóknir eru aðeins dropi í haf þeirra sem hafa verið gerðar og þeirra fjölda greina sem hafa verið ritaðar um efnið síðustu misseri. Nú síðast í þessari viku var birt grein í The Boston Globe þar sem því er haldið fram að krabba- mein og hjartasjúkdómar séu ekki lengur okkar helsta heilsufars- lega ógn heldur sé það félagsleg einangrun. Jafn mikilvægt og líkamsrækt Rannsóknir undanfarinna ára sýna svart á hvítu að heilsa og vellíð- an eru nátengd félagslegri stöðu fólks. Og þær sýna líka að við erum að fjarlægjast hvert annað. En af hverju leggjum við þá ekki meiri áherslu á að mannleg samskipti og samvinnu í uppeldi, skólakerfinu og bara almennt í samfélaginu? „Við þurfum að vinna í því að virkja félagsauðinn okkar, það gerist ekki að sjálfu sér. Mér finnst að við ættum að ganga jafn langt og Hol- lendingar og fara að byggja þjónustuúrræði með það í huga að brúa bilið milli ólíkra,“ segir Elín Ebba Ásmundsdótt- ir, iðjuþjálfi og fram- kvæmdastjóri Hlut- verkaseturs, og vísar þar til tilrauna Hol- lendinga með að hafa dvalarheimili aldr- aðra og dagvistun barna undir sama húsþaki. Elín Ebba hefur í áratugi unnið við að aðstoða fólk við að brjótast út úr einangrun. Hún er sannfærð um það eftir margra ára starf að félagsauður sé ekki síður mikilvægur heilsu okkar og hreyf- ing. Að hitta fólk og hafa samskipti sé jafn mikilvægt og að fara í rækt- ina, ef ekki mikilvægara. „Mér finnst einmanaleikinn vera eitt mesta böl sem við erum að fást við. Við búum í þjóðfélagi sem hefur engan tíma til að sinna manneskj- unni. Það er sífellt talað um grein- ingar á fólki og hina og þessa tækni við að lækna fólk, en þegar við ræð- um við fólkið sem kemur hingað til okkar þá skiptir það mestu máli að brjótast út úr félagslegri einangrun. Maður lærir allskonar tækni í mörg ár í skóla en svo lærir maður það af reynslunni að það er náungakær- leikurinn sem skiptir mestu máli. Að þekkja nágranna sína og skipta sér af líðan fólks er það sem skipt- ir sköpun. Það er fullt af fólki að veslast upp og deyja úr einmana- leika, ekki bara eldra fólk og fólk sem hefur verið veikt, heldur alls- konar fólk.“ Einstaklingshyggjan drepur En hvað gerðist, af hverju erum við að fjarlægjast hvert annað á sama tíma og við höfum aldrei átt fleiri vini á internetinu? Enn sem komið er, er ekki hægt að benda á eitthvað eitt í samfélagsgerðinni sem virð- ist vera að stuðla að félagslegri ein- angrun en uppi eru ýmsar skoðanir. Ein þeirra er sú að við höfum tapað okkur í einstaklingshyggju síðustu ára. Elín Ebba er sammála því. „Ég held að ein helsta orsökin sé hvað við erum orðin einstak- lingsmiðuð. Það er alltaf einstak- lingurinn sem ber ábyrgð á öllu, en ekki umhverfisþættir. Skólakerfið er því miður byggt svona upp og öll sérfræðiþekking einnig, það er orðið svo innbyggt í okkur að meta og greina einstaklinga. Við gerum læknisfræðilegt mat og starfsgetu- mat og það byggist allt á göllum einstaklingsins í stað þess að meta kosti fólks. Það hafa allir einhverja kosti sem nýtast samfélaginu en okkar samfélag er því miður orðið þannig í dag að ef það er eitthvað að fólki þá viljum við það ekki því það gefur ekki af sér gróða. En fyr- ir það erum við að gjalda. Aukning á þunglyndi og aukinn kvíði sem samfélagið er að upplifa er hluti af gjaldinu. Einstaklingurinn er gerður ábyrgur á sinni eigin líð- an en samfélagið ber enga ábyrgð. Ef við ætlum að byggja upp betra samfélag þá þurfum við að vinna betur saman. Við nærumst á félags- skap því við erum dýrategund sem er hóp- og félagsvera. Við eigum erfitt með að lifa af ef við höldum ekki hópinn, við erum sprottin úr þeim jarðvegi. Máltækið „Maður er manns gaman“ mun aldrei detta úr tísku.“ „Ég held að ein helsta orsökin sé hvað við erum orðin einstaklingsmiðuð. Það er alltaf einstak- lingurinn sem ber ábyrgð á öllu, en ekki umhverfis- þættir.“ Elín Ebba Ásmundsdóttir. Elín Ebba Ásmundsdóttir faðmar vin sinn og skjól- stæðing í Hlutverkasetri, þar sem hún aðstoðar fólk við að brjótast undan félagslegri einangrun. Mynd | Hari Einmanaleiki: Heilsufarsógn okkar tíma Auk þess að veikja ónæm- iskerfið og auka líkur á sjúk- dómum og ýta undir neyslu fíkniefna þá er langvarandi einmanaleiki nátengdur við þunglyndi, sem WHO hefur skilgreint sem eina mestu ógn við heilsu okkar á komandi árum. Rannsóknir WHO sýna að hlutfall þeirra sem hafa upplifað þunglyndi fer stig- vaxandi með árunum og að mun meiri hætta er á þung- lyndi meðal fólks sem býr eitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.