Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 52
8 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017BÍLAR Guðmundur E. Björnsson er framkvæmdarstjóri Automatic. Hann segir að Ombrello sé algjört töfraefni. Mynd | Hari Ombrello er framrúðubrynvörn sem veitir einstaklega góða vörn gegn rigningu á bílrúður. Mynd | Hari Að sögn Ara byggir Gullfoss bón á bandarísku hugviti. Fyrirtækið ákvað að innleiða það vegna góðrar reynslu erlendis. „Þetta er alveg brilljant,“ segir Ari Rafn Vilbergsson, framkvæmdastjóri Bón og þvottastöðvarinnar, um svokölluðu Gullfoss bónaðferðina. Mynd | Hari Ombrello eykur öryggi við akstur Automatic er heildsölufyrirtæki með bílarekstrarvörur fyrir bílaiðnaðinn. Verslunin flutti árið 2011 í stærra og betra húsnæði við Smiðjuveg 11 í Kópavogi. Unnið í samstarfi við Automatic Guðmundur E. Björnsson er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. Fyrirtækið er m.a. með umboð fyrir töfraefnið Ombrello. En hvað er Ombrello? „Ombrello er framrúðubryn- vörn sem veitir einstaklega góða vörn gegn rigningu á bílrúður. Þetta hefur náttúrlega ofboðs- lega mikið umferðaröryggi í för með sér, bætir útsýni ökumanns og farþega al- veg svakalega mikið og ekki síst í myrkri. Þegar maður er búinn að bera þetta á framrúðuna þá þarf maður ofboðslega lítið að nota þurrkurnar í rigningu, vatnið einfaldlega fýkur af. Þetta er nanoefni og það sem nanoefni gerir er að það fyllir upp í míkró- holur í glerinu. Nanoefni hafa verið að ryðja sér til rúms í margs konar iðnaði. Þetta er stórsnið- ug uppfinning, þú ert í raun að sparsla í holur sem þú getur ekki séð með ber- um augum með því að smyrja efninu á framrúðuna ná vatnsmólekúlin ekki að bindast við rúðuna. Það þýðir ekki að nota efnið á neitt annað en gler. Einn kosturinn við efnið er líka sá að rúðuþurrkublöðin endast miklu lengur. Stærsti ávinningurinn er náttúrulega að auka öryggi fólks í umferðinni,“ segir Guðmundur. En hvað virkar efnið lengi eftir það er borið á rúðuna? „Þetta hefur virkni í allt að 10 mánuði eftir að efnið er borið á rúðuna. Efnið fjarar út hægt og rólega. Það sem Ombrello hefur fram yfir sílíkonefnin er að þau efni skafast af með rúðuþurrk- unum frekar fljót- lega eftir að þau efni eru borin á. Virknin á Ombrello er því miklu endingarlengri en sílíkonefnin. Þegar það er nýbúið að bera Ombrello á rúðuna þá hrímar rúðan síður í frosti,“ segir Guðmundur. Hvaðan kemur þetta undraefni? „Þetta er upphaflega fundið upp af þýska hernum og þróað áfram af honum. Það var svo Endingarbetra bón og aukinn gljái Bón- og þvottastöðin innleiddi á síðasta ári nýja bónaðferð sem hefur slegið í gegn. Unnið í samstarfi við Bón og þvottastöðina Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Ari Rafn Vilbergsson, segir við-skiptavini hæstánægða með þjónustuna. „Þetta er ný byltingarkennd aðferð sem fer þannig fram að bíll fer í gegnum þykkt lag af bóni, eða undir hálfgerðan foss af bóni, sem rennur í alla króka og kima,“ útskýrir Ari, þegar blaðamaður grennslast fyrir um þjónustuna. „Það er ekki blettur á bílnum eftir á. Hann kemur út alveg tandur- hreinn og glansandi.“ Og er góð ending á bóninu? „Já, Gullfoss bónið endist klár- lega lengur. Og þar fyrir utan veitir það aukinn gljáa líka,“ svar- ar Ari kampakátur og getur þess að viðskiptavinir Bón og þvotta- stöðvarinnar séu afskaplega ánægðir með þessa þjónustu. „Já, fólk hefur verið alveg í skýjunum síðan við fórum að bjóða upp á Gullfoss bónið síð- asta sumar. Leigubílstjórar, sem geta nú margir hverjir verið kröfuharðir, tala sérstaklega um hvað það sé gott.“ Af kynningarmyndbandinu á heimasíðunni ykkar að dæma (www.bon.is) er líka heilmikið „show“ í kringum þetta, ef svo má að orði komast; blikkandi ljós og læti. Ari hlær. „Já, flestir hafa því gaman af því að sitja inni í bílnum þegar hann rennur í gegn. Ekki síst krakkarnir.“ Já, þannig að farþegar sitja í bílnum á meðan hann er þrifinn og bónaður? „Þeir sitja bara sallarólegir á meðan hann er þveginn hátt og lágt,“ svarar hann og getur þess að fyrirtæk- ið sé líka eina sjálfvirka bón- og þvottastöð landsins „sem þrífur allt í höndunum“ eins og hann orðar það. „Við notum sem sagt ekki kústa eða bursta til þess heldur sérstaka svampa sem lágmarkar hættu á rispum og fer betur með lakkið.“ Bíllinn er sem sagt „þrifinn í höndunum“ áður en hann fer undir „fossinn“. En hvernig er það, hentar Gullfoss bón öllum gerðum af bílum? „Allir bílar sem koma inn á stöðina, hvort sem það eru jeppar eða litlir fólksbílar, geta feng- ið Gullfoss bónið. Svo sem lengi sem þeir eru undir 2,30 á hæð. Það er hámarkið. Þannig að stórir bílar, jeppar á allt að 38 tomma dekkjum, sleppa hæglega í gegn.“ Og Ari getur þess að Gullfoss bón fylgi frítt með í kaupum á klippkortum stöðvarinnar. „Ef þú kaupir kort hjá okkur þá borgarðu fyrir 10 þvotta en færð raunveru- lega 12 og svo fylgir „Gullfoss“ í kaupbæti með hverju skipti,“ segir hann. „Þannig að nú er bara að mæta og prófa. Sjón er sögu ríkari!“ Bón og þvottastöðin er til húsa að Grjóthálsi 10 í Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.bon.is. þýskt fyrirtæki sem hélt áfram að þróa efnið fyrir almennan mark- að. Þannig að það yrði einfalt að vinna þetta og ekki flókið að bera þetta á. Efnið kemur í innsigluðu glerhylki sem er áfast filt-púða. Notandinn rýfur innsiglið með því að kreista handfang og þá þarf að koma því strax á rúðuna svo að virknin verði sem best. Þetta er því einnota „treatment“,“ segir Guðmundur. Hvar er hægt að nálgast Ombrello og er þetta dýrt efni? „Þetta kostar ekki nema rétt rúmar 2000 krónur. Með- al útsölustaða má nefna bens- ínstöðvar Olís, AB Varahluti, Brimborg, MAX1 og ýmsa sjálf- stæða sölustaði út um allt land,“ segir Guðmundur. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.automatic.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.