Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 48
4 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017BÍLAR sem miðborgarbíl.“ Villi nefnir sem dæmi að hann hafi eitt sinn reynt að taka u-beygju á Snorrabrautinni en það hafi traktorinn ekki verið tilbú- inn í. „Ég þurfti að keyra upp á gangstétt og bakka inn í umferðina aftur. En það er yndislegt að keyra þennan bíl. Nema kannski í hálku og hliðarvindi. Og í halla.“ Heilsar öðrum eigendum En eftir átta ára samband þekkir Villi rauða traktorinn orðið mjög vel. „Já, það er svo fyndið að mað- ur heyrir það og finnur ef eitt- hvað er öðruvísi en það á að vera. Kosturinn við svona bíla er að það bilar engin tölva. Þetta er ekkert flókið, ég er með viðgerðarteip, skrúfjárn og WD40 í bílnum og þá getur maður græjað 90 prósent af því sem kemur upp á. Reglan er að ef það er fast og á að hreyfast, þá notar maður WD40. Ef það hreyf- ist en á ekki að hreyfast þá notar maður teipið.“ Villi viðurkennir að samband sitt við Land Roverinn sé ástar- og haturssamband. „Ég er búinn að ætla að selja hann í átta ár. Það er kannski jafn gott að nota þetta tækifæri og tilkynna að ef einhver er áhugasamur getur hann haft samband við mig. Ég hugsa að það sé mjög algengt að samband Land Rover-eigenda við bílinn sé svona ástar- og haturssamband. Þetta er reyndar skemmtilegur hópur sem keyrir um á Defend- erum. Við heilsumst til dæmis í umferðinni – það er vinkað á milli Defendera – en ekki hinna tegund- anna. Ef einhver er á Discovery eða Range Rover þá heldur maður báðum höndum í stýrið þannig að það sjáist að maður sé ekki að vinka þeim,“ segir hann. Villi segir reyndar að það trúi þessu fáir því alltaf þegar hann er með farþega í bílnum og mæt- ir öðrum Defender, þá gleymi viðkomandi að vinka. „En þetta eru samt óskrifuð lög að þeir sem eru á Defender og gömlum Land Roverum vinka hver öðrum. Og ef maður mætir einhverjum á göml- um Series þá vinkar maður með báðum og tekur ofan, það er mesta þrautagangan. Maður hneigir sig í lotningu og leggur út í kant þegar maður mætir svoleiðis jörlum.“ Yndislegur ævintýrabíll Land Rover Defender eru vinsælir bílaleigubílar og bíll Villa þjónaði einmitt þeim tilgangi þegar hann keypti hann. „Hann er undarlega vinsæll á bílaleigum því Bretarnir halda að þetta sé eina leiðin til að fara yfir Sprengisand. Þeir troða sér átta saman í hann eða eitthvað álíka. Það er fínt að sitja í framsætunum úti á landi en ég myndi ekki sitja aftast og skrölta yfir Kjöl á þessu – ekki að ræða það!“ Sjálfur notar Villi þó Land Roverinn út á landi þegar færi gefst á. „Ég fer í göngur fyrir norð- an og þar er hann hentugur á slóð- anum. Þá set ég hann stundum í lága drifið og fyrsta gír og hleyp út úr honum og smala. Þá mjakast hann áfram – hann mallar bara og fer ekki einu sinni á gönguhraða. Það eru há börð sitt hvoru megin og hann fer ekkert upp úr hjólför- unum. Ég flutti einhvern tímann um tuttugu manns í honum. Við hrúguðum bara inn í hann og svo stóð hellingur af fólki á brettun- um og hélt í topp- grindina. Það er nú það besta við Land Roverinn, þetta er yndisleg- ur ævintýrabíll. Alger krakkabíll.“ En fyrst og fremst er hann þó einstaklega fallegur, að mati eigandans. „Já, ég er hrifnæmur fagurkeri. Þess vegna á ég Fender og Land Rover,“ segir Vilhelm Ant- on Jónsson. B6nkluturfylgir mea ekki bara öruggt start líka gæði Er snjósleðinn tilbúinn fyrir frost og fjöll? Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta. BÍLDSHÖFÐA 12 • 110 RVK • 577 1515 • WWW.SKORRI.IS Ég er hrifnæmur fagurkeri, þess vegna keyri ég um á Land Rover Vilhelm Anton Jónsson hefur keyrt um á Land Rover Defender síðustu átta ár. Traktorinn, eins og hann kallar hann, hentar vel í veiði og til að smala fé fyrir norðan en Villi mælir ekki með honum sem miðborgarbíl. Þeir sem keyra um á Defender heilsast í umferðinni en þeir sem keyra um á Discovery eða Range Rover eru ekki virtir viðlits. Villi á í ástar- og haturssambandi við Land Roverinn sinn sem hann hefur átt í átta ár. Mynd | Hari Að mínu viti eru Fend-erinn og Land Rover-inn það fullkomnasta sem hefur verið hann-að,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, tónlistarmaður og rithöfundur með meiru. Vilhelm, eða Villi eins og hann er iðulega kallaður, keyrir um á rauðum Land Rover Defender og vekur athygli hvert sem hann fer. „Ég er búinn að eiga traktorinn í átta ár, held ég. Þetta er 2002 týpan, TDV heitir hann og er langur. Þetta er 110 bíllinn,“ segir Villi þegar hann er beðinn að lýsa gripnum. Land Rover bilar aldrei Og þetta hefur væntanlega verið átta ára farsælt samband? „Jájá, Land Roverinn minn hefur aldrei bilað. En það hafa reyndar bilað hlutir í honum. Land Rover bilar aldrei. Þetta er nauðsynleg afstaða ef maður ætlar að eiga svona bíl. Þriggja ára heim- spekinám skilaði sér í þessu, að geta búið til einhvers konar rétt- lætingu á því að eiga svona bíl,“ segir Villi og hlær. Af hverju fékkstu þér Land Rover Defender? „Þegar ég keypti hann fannst mér – og finnst enn – þetta vera fallegasti bíll sem hefur verið hannaður, þessi kassi sem hann er. Eins og reyndar eiginlega allt sem kemur frá Land Rover og Range Rover verksmiðjunum. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera. Fyrir utan það kannski að enginn í þessari verksmiðju hefur heyrt um hugtakið loftaflsfræði, menn eru ekkert að láta það trufla sig. Ég hugsa líka að ég hafi réttlætt þessi kaup fyrir mér með því að ég fer dálítið í veiði, bæði skot- og stangveiði. En svo bý ég í Þing- holtunum og vinn í miðborginni og er 99 prósent af tímanum hér. Stór Land Rover á 35 tommu dekkjum er ekki beint hentugur, ég myndi ekki mæla með þessu Land Roverinn minn hefur aldrei bilað. En það hafa reyndar bilað hlutir í honum. Land Rover bilar aldrei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.