Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 56
12 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017BÍLAR Viðamikil reynsla af kerrum, dráttarbeislum og fylgihlutum Víkurvagnar ehf. er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu og sölu á dráttarbeislum, kerrum og vögnum, og leggur mikla áherslu á varahlutasölu og viðgerðaþjónustu. Unnið í samstarfi við Víkurvagna Við erum náttúrlega búnir að vera á markaðnum í yfir 30 ár þannig að við búum yfir mikilli reynslu á þessu sviði og öllu sem því viðkemur. Það er sko óhætt að fullyrða það,“ segir Bjarni Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Víkurvagna ehf., þegar blaðamað- ur slær á þráðinn til að forvitnast um starfsemina. Bjarni er þar að vísa í dráttar- beislin sem fyrirtæk- ið bæði smíðar og flytur inn. „Yfirgnæfandi meirihluti eigenda jeppa og jepplinga notar þau undir kerrur og ferðavagna,“ segir hann. „En svo erum við auð- vitað með króka á allar gerðir bíla, bæða fasta og svo króka sem má losa af þegar þeir eru ekki í notk- un.“ Fjölbreytt úrval af kerrum Bjarni segir fyrirtækið sömuleiðis hafa áratuga reynslu af sölu og sér- smíðun á kerrum. „En við flytjum líka inn allra handa kerrur, kerrur með alveg upp í þriggja og hálfs tonns heildarburð,“ tekur hann fram og nefnir í því samhengi kerrur frá breska framleiðandan- um Ifor Williams. „Við seljum mikið frá honum, allt frá litlum garðkerr- um upp í vélvagna og hestakerrur. Ætli það séu ekki einhverjar 700 kerrur frá Ifor Williams á íslensk- um götum; ég myndi skjóta á það. Og auðvitað ekki að ástæðulausu. Þetta er jú virtur framleiðandi og fyrir löngu komin góð reynsla á hann hérlendis.“ En hvað með viðgerðir og varahluti, grípur blaðamaður fram í. „Já, við leggjum mikla áherslu á varahlutasölu og þjónustu við allar gerðir af kerrum,“ svarar Bjarni. „Gerum við bremsur og ljós og yfirbyggingar – sé þess þarf. Bæði af því okkur finnst þetta vera sjálfsagður hluti af þjónustunni og eins af því að framleiðendur eins og Ifor Williams leggja áherslu á að þeirra söluaðilar þjónusti kúnnana.“ Vel tekið á móti viðskiptavinum Talandi um erlenda framleiðend- ur, þá eruð þið með umboð fyrir alls konar þekkt vörumerki. Þar á meðal ítalska fyrirtækið Fabbri, sem sérhæfir sig í framleiðslu á farangursboxum og hjólagrindum. „Passar. Við erum að hefja sölu á vörum frá Fabbri; hjólagrindum sem eru fyrir eitt upp í þrjú hjól og sett annað hvort ofan á bílinn eða aftan á með dráttarbeisli. Og svo á vindþolunm farangursboxum sem eru líka til í mismunandi stærð- um og með þrefaldri læsingu. Þau eru Íslendingum þegar að góðu kunn þar sem Fabbri er „original“ framleiðandi farangursboxa fyrir Hyundai og Kia,“ bendir Bjarni á. Það er auðheyrilegt að Víkur- vagnar leggja mikið upp úr gæð- um. En hvað ef fólk vill kynna sér vöruna betur? „Þá er bara um að gera að kíkja á heimasíðuna, www. vikurvagnar.is og Facebook, nú eða skoða úrvalið á Hyrjarhöfða 8,“ segir hann hress. „Það eru sér- fræðingar á staðnum, sem taka vel á móti viðskiptavinum.“ Að sögn Bjarna hafa kerrur frá breska framleiðandanum Ifor Williams gefið góða raun á Íslandi. „Þetta er klárlega sterkt merki sem þolir vel íslenskar aðstæður,“ segir hann. „Bæði vegi og veðurfar.“ Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Víkurvagna ehf. Bjarni segir verð og útlit oft ráða vali á dráttarbeisli. „Svo skiptir máli að varan sé viðurkennd til að skoðun fáist.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.