Fréttatíminn - 17.03.2017, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 17.03.2017, Qupperneq 56
12 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017BÍLAR Viðamikil reynsla af kerrum, dráttarbeislum og fylgihlutum Víkurvagnar ehf. er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu og sölu á dráttarbeislum, kerrum og vögnum, og leggur mikla áherslu á varahlutasölu og viðgerðaþjónustu. Unnið í samstarfi við Víkurvagna Við erum náttúrlega búnir að vera á markaðnum í yfir 30 ár þannig að við búum yfir mikilli reynslu á þessu sviði og öllu sem því viðkemur. Það er sko óhætt að fullyrða það,“ segir Bjarni Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Víkurvagna ehf., þegar blaðamað- ur slær á þráðinn til að forvitnast um starfsemina. Bjarni er þar að vísa í dráttar- beislin sem fyrirtæk- ið bæði smíðar og flytur inn. „Yfirgnæfandi meirihluti eigenda jeppa og jepplinga notar þau undir kerrur og ferðavagna,“ segir hann. „En svo erum við auð- vitað með króka á allar gerðir bíla, bæða fasta og svo króka sem má losa af þegar þeir eru ekki í notk- un.“ Fjölbreytt úrval af kerrum Bjarni segir fyrirtækið sömuleiðis hafa áratuga reynslu af sölu og sér- smíðun á kerrum. „En við flytjum líka inn allra handa kerrur, kerrur með alveg upp í þriggja og hálfs tonns heildarburð,“ tekur hann fram og nefnir í því samhengi kerrur frá breska framleiðandan- um Ifor Williams. „Við seljum mikið frá honum, allt frá litlum garðkerr- um upp í vélvagna og hestakerrur. Ætli það séu ekki einhverjar 700 kerrur frá Ifor Williams á íslensk- um götum; ég myndi skjóta á það. Og auðvitað ekki að ástæðulausu. Þetta er jú virtur framleiðandi og fyrir löngu komin góð reynsla á hann hérlendis.“ En hvað með viðgerðir og varahluti, grípur blaðamaður fram í. „Já, við leggjum mikla áherslu á varahlutasölu og þjónustu við allar gerðir af kerrum,“ svarar Bjarni. „Gerum við bremsur og ljós og yfirbyggingar – sé þess þarf. Bæði af því okkur finnst þetta vera sjálfsagður hluti af þjónustunni og eins af því að framleiðendur eins og Ifor Williams leggja áherslu á að þeirra söluaðilar þjónusti kúnnana.“ Vel tekið á móti viðskiptavinum Talandi um erlenda framleiðend- ur, þá eruð þið með umboð fyrir alls konar þekkt vörumerki. Þar á meðal ítalska fyrirtækið Fabbri, sem sérhæfir sig í framleiðslu á farangursboxum og hjólagrindum. „Passar. Við erum að hefja sölu á vörum frá Fabbri; hjólagrindum sem eru fyrir eitt upp í þrjú hjól og sett annað hvort ofan á bílinn eða aftan á með dráttarbeisli. Og svo á vindþolunm farangursboxum sem eru líka til í mismunandi stærð- um og með þrefaldri læsingu. Þau eru Íslendingum þegar að góðu kunn þar sem Fabbri er „original“ framleiðandi farangursboxa fyrir Hyundai og Kia,“ bendir Bjarni á. Það er auðheyrilegt að Víkur- vagnar leggja mikið upp úr gæð- um. En hvað ef fólk vill kynna sér vöruna betur? „Þá er bara um að gera að kíkja á heimasíðuna, www. vikurvagnar.is og Facebook, nú eða skoða úrvalið á Hyrjarhöfða 8,“ segir hann hress. „Það eru sér- fræðingar á staðnum, sem taka vel á móti viðskiptavinum.“ Að sögn Bjarna hafa kerrur frá breska framleiðandanum Ifor Williams gefið góða raun á Íslandi. „Þetta er klárlega sterkt merki sem þolir vel íslenskar aðstæður,“ segir hann. „Bæði vegi og veðurfar.“ Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Víkurvagna ehf. Bjarni segir verð og útlit oft ráða vali á dráttarbeisli. „Svo skiptir máli að varan sé viðurkennd til að skoðun fáist.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.