Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Aðalfundur VR verður haldinn þriðjudaginn 28. mars kl. 19.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, lagabreytingar og ákvörðun um innborgun í VR varasjóð. Dagskrá og frekari upplýsingar er að finna á vr.is. Við hvetjum félagsmenn til að mæta. Aðalfundur Þær Sigrún, Elín og Elísabet út- skrifast sem hjúkrunarfræðingar í vor. Þær ætla, líkt og langflestir samnemendur þeirra, ekki að starfa hjá Landspítalanum eftir útskrift þar sem þær geta fengið mun hærri laun annars staðar. Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is „Mesta sjokkið kom þegar við fórum að bera saman opinberar stofnanir og í ljós kom gífurlegur munur á laununum,“ segja þrír hjúkrunarfræðinemar sem báru saman launakjör frá Reykjavíkur- borg, Landspítalanum og sveitar- félögum. Landspítalinn býður þar mun lægri byrjunarlaun fyrir ný- útskrifaða hjúkrunarfræðinga en sveitarfélögin og Reykjavíkurborg. Þær Elísabet, Elín og Sigrún hafa því staðið í ströngu við að upp- lýsa samnemendur sína, hjúkr- unarfræðinga og fólk í kringum sig um þennan launamismun. Að sögn þeirra tekur það fimm ár fyrir hjúkrunarfræðinga á Landspítalan- um að vinna sig upp í byrjunarlaun sem eru í boði á öðrum opinberum stofnunum. Byrjunarlaunin eru til að mynda 63 þúsund krónum hærri ef þær kjósa að vinna fyrir Reykja- víkurborg fremur en á Landspítal- anum. Til þess að mótmæla þessu hafa því einungis örfáir af þeim hjúkrunarfræðinemum sem útskrif- ast í vor ráðið sig í vinnu á Landspít- alanum, en að sögn kvennanna er gert ráð fyrir því að flestir nýút- skrifaðir hjúkrunarfræðingar ráði sig í vinnu þar. „Síðast þegar við vissum voru bara 10 búnir að ráða sig í vinnu. Við erum að tala um að yfirleitt eru 15-20% af nýútskrifuð- um hjúkrunarfræðingum ekki að skila sér inn á Landspítalann, en nú eru einungis 8-10% búnir að ráða sig í vinnu,“ segja þær. Í staðinn ætla langflestir að finna sér vinnu fjarri Landspítalanum og mun ástandið þar eflaust verða dekkra þegar líður á sumar. Kjarabarátta hjúkrunar- fræðinga hefur verið í eldlínunni síðustu ár en þær Elín, Elísabet og Sigrún segja nýútskrifaða hjúkr- unarfræðinga vera í góðri stöðu þar sem þeir eru ekki skuldbundn- ir neinum og skorturinn er mikill Segja nei við Landspítalann Elín Björnsdóttir „Þegar maður fór í hjúkrun hafði mað- ur heyrt útundan sér að þetta væri ekki vel launað. En þegar maður kom inn á Landspítalann vissi maður ekkert hvern- ig ástandið er. Maður upplifir sig bara eins og ódýran starfskraft.“ Elín er búin að ráða sig í vinnu á hjúkrunarheimilinu Grund, en þar fær hún rúmlega 75.000 króna hærri byrjunarlaun en ef að hún myndi ráða sig inn á Landspítalann. Elín er á leigumarkaðnum þar sem hærri laun geta skipt sköpum í lífsgæðum einstaklinga. „Það er einhvern veginn búist við að við löbbum bara inn á Landspítalann og störfum eins og hver annar maur þarna, það er mjög pirrandi. Við sem erum að útskrifast erum í svo góðri stöðu að vera ekki bundnar neinum. Við erum bara að taka ákvörðun fyrir okkur sjálfar.“ Elísabet Brynjarsdóttir Elísabet býr í foreldrahúsum og vill flytja þaðan eftir útskrift. Hún sér ekki fram á að ná greiðslumati hjá banka með þau laun sem að hún myndi fá frá Landspít- alanum. Elísabet er búin að ráða sig í heimahjúkrun en myndi gjarnan vilja vinna áfram hjá blóðlækningadeild Landspítalans ef kjörin væru betri. „Mér finnst hjúkrunarfræðingar eiga betri laun skilið. Eins og staðan er núna þá er gríðarlegt álag á Landspítalanum og það vantar í hund- ruð stöðugilda. Aðstæðurnar eru þrúgandi og okkur finnst þetta ekki boðlegt.“ Hjá sveitarfélaginu sínu fær Elísabet töluvert hærri byrjunarlaun og kýs því að starfa þar eftir útskrift. „Landspítalinn og ríkisstjórnin verða bara að sýna hvað þau vilja bjóða upp á. Mér finnst vera ákveðin kaflaskil núna og mikil samstaða hjá hjúkrunarstéttinni. Það sem nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar eru að gera núna er að segja nei við Landspítalann og vilja að kjör hjúkrunarfræðinga séu bætt.“ Sigrún Sæmundsdóttir Sigrún er búin að skrifa undir ráðningar- samning við hjúkrunarheimilið Hrafnistu en þar fær hún töluvert hærri byrjunar- laun en hjá Landspítalanum. „Þetta er einfalt, við erum með þessa menntun og getum fengið betri laun og kjör. Hvað ætla stjórnvöld að gera þá?“ Sigrún og fjölskylda hennar ætla að stækka við sig í haust og velur hún þarafleiðandi þá vinnu sem býður hærri laun. „Það eru aukin lífs- gæði í því að vinna annars staðar en á Landspít- alanum. Ég er að ljúka fjögurra ára háskólanámi, ég á betra skilið.“ Sigrún ætlar, eins og hinar, að halda áfram að upplýsa fólkið í kringum sig um launakjör hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. „Þetta vitum við og við látum ekki bjóða okkur hvað sem er, þannig við erum að stilla þeim upp við vegg.“ Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga frá og með 1. júní: Landspítali Byrjunarlaun: 375.304 kr. Reykjavíkurborg Byrjunarlaun: 437.603 kr. Sveitarfélög Byrjunarlaun: 430.244 kr. Langflestir hjúkrunarfræðinemar sem útskrifast næstkomandi júní ætla ekki að starfa á Landspítalanum. Myndir | Hari alls staðar. Enda er stuðningurinn á bak við þær mikill. „Landspítalinn væri ekki að funkera ef starfsfólkið sem vinnur þar nú þegar væri ekki til staðar, en ástandið er óboðlegt. Við verðum að muna að þetta er vinnan okkar.“ Kalt mat leiðir því í ljós að mun verra er fyrir nýútskrifaða hjúkr- unarfræðinga að ráða sig í vinnu á Landspítalanum. Stjórn Landspít- alans boðaði þær á sinn fund í febr- úar síðastliðnum til þess að ræða óánægju þeirra með launamismun- inn, en að mati hjúkrunarnemanna var boð Landspítalans ekki nándar nærri nógu gott og því halda þær áfram að sniðganga spítalann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.