Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Fordæmalausar aðgerðir norsku útlendingastofnunarinnar hafa vakið harkaleg viðbrögð í landinu. Stofnunin hefur aftur- kallað norskan ríkisborgararétt sem nokkrum útlendingum var veittur fyrir áratugum og eru nú sagðir hafa veitt rangar upplýs- ingar um aðstæður sínar. Fjöl- skylda sem búið hefur í Noregi í 27 ár, verður send úr landi. 5000 manns eiga á hættu að missa vegabréf sín. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Norðmenn, sem undanfarin ár hafa verið í fararbroddi í móttöku flótta- fólks, hafa nú ráðist í umdeildar og fordæmalausar aðgerðir til að vísa útlendingum úr landinu. Að- gerðirnar eiga sér ekki hliðstæðu á Norðurlöndum og eru harkalegri en tíðkast í flestum Evrópuríkjum, eft- ir því sem Fréttatíminn kemst næst. Norska útlendingastofnunin hefur tekið upp á því að endur- skoða langt aftur í tímann hvers vegna útlendingum hefur verið veittur norskur ríkisborgararéttur. Í takt við nýjan tón í norskri inn- f lytjendapólitík hefur stofnun- in boðað hertari leit að þeim sem hafa „logið sig inn í landið“. Um- deildasta stjórnmálakona landsins, útlendingamálaráðherrann Sylvi Listhaug, hefur lýst því yfir að það sé markmið ríkisstjórnarinnar að vísa 9 þúsund ólöglegum innflytj- endum úr landinu á einu ári. Til að afhjúpa lygarana hefur margvísleg- um aðgerðum verið hrundið í fram- kvæmd. Aðgerðir útlendingastofnunar- innar fela í sér að fara aftur yfir og endurmeta þau gögn sem útlendingar lögðu fram þegar þeir sóttu um hæli í Noregi. Komi á daginn að þeir hafi framvísað ófullnægjandi gögnum eða röng- um skilríkjum, verður þeim vísað úr landinu sama hve lengi þeir hafa búið þar. Starfsmenn stofnunarinn- ar hafa á undanförnum árum kafað ofan í skjalamöppur og fundið ým- islegt sem þeir telja ekki standast skoðun í dag. Norðmenn taka ríkisborgararétt aftur af útlendingum Nafnlaus ábending varð að sprengju Meðal þess sem hefur verið til sér- stakrar skoðunar eru pappírar Mahad Adib Mahamud. Útlendinga- stofnunin upplýsir að það hafi ver- ið nafnlaus ábending um uppruna Mahads sem hratt rannsókninni á máli hans af stað að nýju. Mahad kom til Noregs fjórtán ára gamall og hefur búið í landinu í 17 ár. Á þeim tíma hefur hann mennt- að sig, eignast fjölskyldu og heimili og starfar sem lífverkfræðingur við Ullevål sjúkrahúsið í Osló. Þegar Mahad sótti um hæli í Nor- egi lagði hann fram gögn sem gáfu til kynna að hann væri frá Sómalíu. Starfsmenn útlendingastofnunar- innar hafa farið yfir þau að nýju og segja nú ómögulegt að meta sann- leiksgildi þeirra. Þeir telja að Mahad sé frá nágrannalandinu Djibouti og að hann hafi logið til um uppruna sinn þegar hann kom til Noregs. Spítalinn allur með Mahad Þann 20. janúar var Mahad tilkynnt um ákvörðun útlendingastofnunar- innar, að hann yrði sviptur vega- bréfi sínu og ríkisfangi og þyrfti að yfirgefa landið. Heiftarleg viðbrögð urðu við málinu í norskum fjölmiðl- um og var meðal annars haldinn samstöðufundur við Mahad fyrir utan útlendingastofnunina og fjöl- menn mótmælaganga var um mið- bæ Oslóar þar sem þátttakendur báru kyndla. Mikill fjöldi almenn- ings lýsti yfir stuðningi við Mahad. 23 þúsund manns skrifuðu undir mótmæli og áskorun til útlendinga- stofnunarinnar um að leyfa Mál Mahad Adib Mahamud hefur sett allt á annan endann í Noregi en útlendingastofn- unin norska hefur krafist þess að hann skili inn norsku vegabréfi sínu og yfirgefi landið, eftir 16 ára búsetu þar. Á þeim tíma hefur hann aflað sér menntunar, eignast fjölskyldu og heimili og starfar sem lífverkfræðingur á spítala í Osló. Mikil andstaða er við aðgerðir útlendingastofnunarinnar. Hér er Mahad í viðtali við norska ríkissjónvarpið. Mynd | NRK „Við vorum fimm þegar við komum, nú erum við tólf. Hversvegna þarf að refsa okkur öllum fyrir þetta eftir 27 ár? Spyr einn af sonum hjónanna. Hann er 35 ára í dag og þekkir ekkert annað en að búa í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.