Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 30
og Logan veltir fyrir sér hvort þau hafi verið mistök almættisins, frekar en næsta skref í þróunar- sögunni. Gamlir menn og mistök Þetta er í raun á margan hátt mynd um ellina – Logan sjálfur er orðinn miðaldra og þótt hann sé enn tæknilega ósæranlegur og vinni flesta bardaga þá er þetta allt erfiðara. Kúlurnar hrökkva ekki af honum heldur þarf hann að tína þær út eftir bardaga – og deyfa sársaukann með ómældu magni af áfengi. Hann er alkóhólisti sem hreinlega getur ekki drukkið sjálf- an sig í hel þótt hann glaður vildi – en samt virðist ýmislegt benda til þess að þegar aldurinn færist yfir verði x-mennirnir dauðlegir eins og við hin. Þetta á ekki síður við um Prófessor X. Hann hefur í gegnum tíðina sjaldnast verið mest spennandi persóna sagnabálksins í meðförum Patrick Stewart, til þess var hann alltaf of vitur, sjálfsörugg- ur og ákveðinn. En þegar aldurinn færist yfir og hann fer að missa tök- in á eigin kröftum þá birtist okkur allt önnur og forvitnilegri persóna, maður sem hefur reynt allt til að breyta heiminum til betri vegar en veit að honum hefur mistek- ist. Stewart skilar þessum harmi ellinnar hreint meistaralega, sem og gleðinni yfir einföldum hlutum eins og að fá að gista næturlangt hjá almúgafjölskyldu sem lifir lífinu sem hann hefur barist fyrir en þó aldrei átt sjálfur. Rám rödd Johnny Cash heyrist á einum eða tveim- ur stöðum í myndinni og ef Cash hefði gert ofurhetjumynd hefði það getað verið þessi (enda leik- stýrir James Mangold myndinni, en hann leikstýrði áður Walk the Line um ævi Cash) – hér syngja allir sinn ráma söng um missi og þyrnum stráða ævi sem brátt mun ljúka. Harmur prófessorsins snýr þó ekki að honum sjálfum – heldur að því að hafa ekki getað skilið eftir sig betri heim. Við vitum ekki nákvæmlega hvað hefur gerst á þessum tólf árum sem hafa liðið frá okk- ar dögum. Við sjáum einfald- lega heim þar sem venjulegar manneskjur virðast almennt undir hælnum á stórfyrir- tækjum eða ríkinu, stofnana- væddur fantaskapur og ægi- vald stórfyrirtækja mynda eitraðan kokteil dystópísk samfé- lags sem er ekki endilega svo ólíkt okkar eigin, bara töluvert verra. Það rímar ágætlega við samtímann að útskýra ófarirnar ekki um of; við vitum ekki hvert Trump-stjórn- in mun leiða okkur – en við höfum mörg illan grun um að það verði alltaf miklu verri heimur. Glasabarn Úlfsdóttir Ég minntist áðan á að engin stökk- breytt börn hefðu fæðst í aldar- fjórðung. En það var misskilningur þeirra félaga – þau hafa vissulega ekki fæðst eðlilega, en á mexí- könskum spítala höfðu Bandaríkja- menn gert tilraunir með erfðavísa x-mannanna – og látið konur sem enginn myndi sakna ganga með þessi börn. Það eru hins vegar mexíkanskar hjúkrunarkon- urnar sem reynast hvunndagshetjur myndarinnar – og ná að forða börnunum frá sköpurum sín- um. Eitt þessara barna, Laura, lendir í for- sjá Log- 30 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Ásgeir H Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Þegar tökum lauk á Logan, þriðju og síð-ustu myndinni um mannúlfinn Wolverine (og alls tíundu X-Men myndinni), leit allt út fyrir að Hillary Clinton yrði næsti Banda- ríkjaforseti. Það voru alls konar vandamál í heiminum – en bann við handvöldum innflytjendum og múr á landamærum Banda- ríkjanna og Mexíkó var ekki þar á meðal. En góðir listamenn skynja tímann öðruvísi og handritshöf- undar Logan virðast hafa verið furðu forspáir. Myndin gerist í ná- lægri fortíð, árið 2029 nánar til- tekið, en ártalið skiptir ekki öllu máli – frekar það að einmitt svona gæti maður ímyndað sér að fram- tíðin muni líta út eftir nokkur ár af Trumpisma (nema auðvitað maður sé sérlega svartsýnn og búist við heimstyrjöld, en það er önnur saga – sem vafalaust verður sögð í ein- hverri bíómynd fljótlega). Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Mannúlfurinn Logan og innflytjendurnir hans Kaurismäkis. Logan reynir að forðast forna frægð, vinnur við að keyra limús- ínu fyrir Uber og við sjáum skjannahvíta pabbastráka standa upp úr topplúgunni og öskra „Am- eríka, Ameríka!“ Það er enginn efi eða spéhræðsla í þessari upphróp- un þeirra, þetta er heimur þar sem fölskvalaus þjóðernishyggja hefur unnið fullnaðarsigur. Við erum stödd í El Paso, rétt við mexík- önsku landamærin. Handan þeirra felur Logan Prófessor X, sem nú er kominn á tíræðisaldur og er með óútskýrða heilabilun. Sem væri bara persónulegur harmleikur gamals manns ef þessi heilabilun ætti sér ekki stað í öflugasta heila jarðkringlunnar, heila manns sem les hugsanir og færir hluti úr stað með hugarorkunni einni. Slík- ur heili verður hættulegur þegar hann hefur ekki fulla stjórn á honum og Logan þarf reglulega að sprauta hann niður með að- stoð þriðja x-mannsins – ljósfælna albínóans Calibans. Þeir eru síð- ustu x-mennirnir – börn hafa ekki fæðst stökkbreytt í aldarfjórðung ans og prófessorsins og verður þriðja aðalpersóna myndarinnar. Þegar hún lendir í sínum fyrsta bardaga sýnir hún svo klærnar, bókstaf lega, og það er augljóst hverra manna hún er. Þetta glasa- barn Logans, ellefu ára leikkona að nafni Dafne Keen, sem stelur sen- unni rækilega af gömlu mönnun- um Logan og Prófessor X – og gæti vel orðið vísir að framtíðarsagna- bálki. Hún mælir vart orð af munni framan af mynd – en augnatillitið segir oftast allt sem segja þarf og þessi ylfingur er ennþá fimari bar- dagaúlfur en Logan, enda fædd með klær. Hún og jafnaldrar hennar, sem birtast einnig stuttlega, eru fram- leidd af óvininum, rétt eins og Logan sjálfur var – en hann brýn- ir fyrir henni að verða ekki það drápstól sem þeir ætluðu henni að verða: „Don‘t be what they made you.“ Þannig eru þau x-mennirn- ir sem Trump skapaði (hún er ell- efu ára og mun því fæðast á þessu kjörtímabili) – en þau geta líka verið börnin sem bjarga okkur frá Trump og þeirri stefnu sem hann og hans líkir hafa markað. X-Mennirnir hafa alltaf verið Trójuhestur hinna undirokuðu inn í myndasöguheiminn – of- urmennishugmyndir Nietzsche og um margt ómakleg tengsl hennar við fasismann hafa Logan er máski 200 ára gamall – en núna er hann orðinn miðaldra og ekki alveg jafn ósæranlegur og áður. Charles Xavier er kominn á tíræðisaldur – og heilinn er farinn að bila. Sem er vandamál þar sem þetta er ennþá öflugasti og hættulegasti heili í heimi. Við vitum ekki hvert Trump-stjórnin mun leiða okkur – en við höfum mörg illan grun um að það verði alltaf miklu verri heimur. Úlfynja Laura ólst upp á mexíkönskum spítala en var bjargað þaðan af góðvilj- uðum hjúkrunarkonum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.