Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 T E M P U R ® O R I G I N A L | T E M P U R ® C L O U D | T E M P U R ® S E N S A T I O N V I Ð R Ý M U M F Y R I R N Ý J U M G E R Ð U M A F T E M P U R D Ý N U M O G S E L J U M E L D R I G E R Ð I R Þ V Í M E Ð 30–50% A F S L Æ T T I R ÝM I N G A R S A L A Stúlku, sem veiktist þegar hún var í námi í Kaupmannahöfn, er vísað á Félagsþjónustuna um framfærslu af úrskurðarnefnd almannatrygginga. Hún ætlar að senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Dagnýju Björk Egilsdóttur var tek- ið eins og útlendingi í almanna- tryggingakerfinu, þegar hún veikt- ist og þurfti að snúa heim úr námi í september 2014. Henni var sagt að bíða í þrjú ár eftir endurhæf- ingarlífeyri en hún fær 40 þúsund Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Heilbrigðismál Í nóvember fengu 1.719 elli- og örorkulífeyrisþegar og einstaklingar sem fá endurhæf- ingarlífeyri skertar lífeyrisgreiðsl- ur vegna þess að þeir höfðu áður búið erlendis. Fyrir sex árum, 1. nóvember árið 2010, voru þeir 890 talsins. Upplýsingar um þessa þróun koma fram í svari félags- og jafnréttisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur á Al- þingi. Steinunn Þóra segir að það þurfi að breyta lögum til að sporna við þessu. Á Íslandi sé ávinnslukerfi bóta, gert sé ráð fyrir að fólk hafi haft hér fasta búsetu í 40 ár ef það eigi að njóta fullra réttinda, Stund- um verði fólk, sem er fætt í öðrum löndum en hefur flutt hingað til að vinna, fyrir barðinu á þessu, í öðrum tilfellum sé um að ræða Ís- lendinga sem hafa farið tímabund- ið utan til náms og starfa og reka sig á þennan vegg ef þeir veikjast. „Mér finnst ekki boðlegt að fjöldi fólks lifi undir fátæktarmörkum vegna kerfisgalla,“ segir Steinunn Þóra. „Það hefur ekki verið settur nægur kraftur í að í finna leið til að breyta þessu. Ég held að það sé bæði áhugaleysi um að kenna og eins finnist fólki þetta of flókið til að setja sig inn í þetta, Þarna innan um og saman við er samt fátækasta fólkið í hópi lífeyrisþega og þessi hópur fer stækkandi. Ellen Calmon, formaður Öryrkja- bandalags Íslands, segir að kerfið verði að breytast og taka meira til- lit til einstaklinganna. „Það er mín tilfinning að kerfið standi fyrst og fremst fyrir að verja sjálft sig og ef fólk passar ekki í kassa kerfisins þá verður það að láta í minni pok- 2010 382 451 57 890 2011 416 499 58 973 2012 440 627 82 1.149 2013 533 683 71 1.287 2014 619 749 76 1.444 2015 667 845 68 1.580 2016 746 910 63 1.719 Fjöldi elli- lífeyrisþega Fjöldi örorku- lífeyrisþega Fjöldi endurhæfinga- lífeyrisþega Samtals Fjöldi lífeyrisþega á Íslandi í nóvember 2010–2016 sem fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. 2010 293 410 57 760 2011 317 446 58 821 2012 332 551 82 965 2013 407 597 71 1.075 2014 477 664 76 1.217 2015 500 765 68 1.333 2016 558 834 63 1.455 Ellilífeyris þegar Örorku- lífeyrisþegar Endurhæfinga- lífeyrisþegar Samtals Fjöldi lífeyrisþega í nóvember 2010–2016 sem fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis og fá engar greiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi. Sá hópur sem oftast býr við sárasta fátækt 1455 einstaklingar, sem fengu skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna búsetu erlendis, fá engar greiðslur erlendis frá, þar af 854 öryrkjar, 558 ellilífeyrisþegar og 63 einstaklingar á endurhæfingarlífeyri. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, segist hafa miklar áhyggjur af þessari þróun, þetta sé sá hópur fólks sem búi við sárasta fátækt og hann fari sístækkandi. ann. Kerfinu reynist erfitt að veita fólki undanþágur og kerfið ótt- ast fordæmisgefandi undanþágur eins og heitan eldinn. Þrátt fyrir að það hafi orðið mikil fjölgun í hópi lífeyrisþega sem fá lægri greiðsl- ur vegna fyrri búsetu erlendis þá erum við samt að tala um tiltölu- lega fámennan hóp. Til dæmis voru einungis um 50 lífeyrisþegar með Kvartar til umboðsmanns Alþingis Dagný Björk vonar að umboðsmaður geti hreyft við málinu. Mynd | Rut krónur á mánuði í sjúkradagpen- inga. „Þegar ég var búin að eyða öllum mínum sparnaði tóku for- eldrar mínir við og greiddu leigu og önnur útgjöld,“ segir hún en hún segist að það verði þó enn nokkrir mánuðir í að hún nái fullri starfsorku. Úrskurðarnefnd a lmanna- trygginga hefur nú staðfest synj- un Tryggingastofnunar í máli Dag- nýjar Bjarkar. Það þýðir að hún þarf að klára biðtímann en sækja að honum loknum um örorku- mat. Bæturnar verða síðan skertar vegna búsetu erlendis. Dagný Björk hafði verið búsett í Danmörku þegar hún var í námi í læknisfræði. Hún flutti lögheimili sitt til Danmerkur meðan á námi stóð en Tryggingastofnun synjaði henni um endurhæfingarlífeyri á þeim forsendum að hún hafi ekki búið hérlendis síðastliðin þrjú ár. Námsmenn sem fara í nám á Norð- urlöndum þurfa að flytja lögheimili sitt þangað meðan á námi stend- ur. Án lögheimilis er ekki hægt að leigja húsnæði og erfitt að sækja læknisþjónustu auk annarrar þjónustu. Þótt fólk innan Norður- landanna eigi rétt á margskonar þjónustu eins og heimamenn bera stjórnvöld hér það fyrir sig að regl- ur um örorkumat séu svo ólíkar milli landa því hér er gert ráð fyrir að fólk ávinni sér full réttindi. Dagný segist ekki hafa átt von á öðru en að úrskurðarnefndin stað- festi synjunina. „Ég bjóst ekki við neinu, en ég bind vonir við að um- boðsmaður geti hreyft við málinu,“ segir hún. „Íslenskir námsmenn þurfa að flytja lögheimili sitt þegar þeir stunda nám á Norðurlöndum, annars fær maður ekki að kom- ast inn í kerfið. Það var hinsvegar enginn sem sagði mér að það gæti komið í bakið á mér seinna ef ég veiktist og þyrfti á hjálp að halda. Ég bara vona að umboðsmaður sjái heildartekjur undir 80.000 kr. á mánuði árið 2016. Mér er það með öllu óskiljanlegt af hverju er ekki hægt að veita fólki mannsæmandi lífeyri. Bið, hvort sem er í heil- brigðiskerfinu, eftir þjálfun eða framfærslu fer illa með fólk bæði líkamlega og andlega. Þá minni ég á að stærsti hópur örorkulífeyris- þega er fólk með geðraskanir.“ Steinunn Þóra Árnadóttir segir ekki boðlegt að fjöldi fólks lifi undir fátækt- armörkum vegna kerfisgalla. Hátt í tvö þúsund lífeyrisþegar fá minna en lágmarksbætur. Ellen Calmon er formaður Öryrkjabandalagsins. að það þarf að gera eitthvað fyrir okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.