Ljósið - 15.05.1917, Side 5

Ljósið - 15.05.1917, Side 5
Fórmáli Vantrú nú er stór á storð. Stríða, bræður! hljótuin. í gröf hrinda alsönn orð illum djöfli, ljótum. Ég veit ekki betur en að öllum kennimönnum drott- ins vors og herra komi saman um það, að sönnum, lifandi kristindómi sé mest hætta búin af hinni skæðu vantrú á trúarhöfund kristindómsins, Jesúm frá Nazaret. Ég, sem er fæddur og uppalinn í lúterskri ríkis- kirkju á íslandi, held þvi fram, að lifandi trú og lifandi kristindómi sé engin hætta búin hér eða annars staðar, ef drottins kennimenn, sem ritninguna eiga að rannsaka, kendu ekki úr þessu gömul þungskilin mannaverk, heldur fagra, skynsamlega fræði, er allir vel hugsandi menn fyndu að kristnu fólki væri sómi að niuna og elska sem algildan sannleika., Nú vita greindir alþýðumenn og lærðir guðfræðingar vorir líka, að mótsetningar eru i lærdómskverum barna svo margar og miklar, að engum guðfræðingi ríkiskirkj- unnar er hægt að sanna, að barnafræðarinn Jesús hafi boðið, að lærisveinar sínir tryðu öllu gamla testament- inu. Kjarninn úr Móse og spámönnunum er ekki nema það, að vér, kristnir bræður, elskum ná'ungann eins og sjálfa oss og guð yfir alla hluti fram. Nýja testamentið geymir þennan sanna kjarna. Faðir- vorið er alheims-barnabæn, en Jesús höfundur hennar. Honum var hrint af dramblátum, ritningarfróðum prest- um gyðingaþjóðarinnar.

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.