Ljósið - 15.05.1917, Síða 6
4
LJJÓSIÐ
Allir guðfræðingar í nafnkristna heiminum kalla Jesúm
Iírist góðan alheimshirði.
Það er þó ljót vantrú á Jesúm, þann góða hirði, að
vera að kenna það blessuðum börnunum, að hin Ijóta
Grýla, djöfullinn í helvíti, nái flestum sauðum frá Jesú
Kristi og kvelji þá eilíílega í helvíti, sínu heimsfræga
myrkraríki í undirdjúpum jarðarinnar.
Það er gömul, úrelt, vond fræði, margtuggin af blind-
trúuðum hneyksliskennimönnum, þrælbundnum við
djöflafræði miðaldamanna.
Sömuleiðis er það margdæmt hneyksli, er ríkiskirkju-
prestar kalla syndakvittunarmeðul. Sérhver rétthugsandi
maður má vita, að líkami meistara vors og herra á ekki
að étast af kristnum mönnum. Líka er blóð þess rétt-
láta manns ekki til á flöskum í heimi þessum, svo að
kaupmenn geti verzlað með það og vígðir prestar
skrökvað því að saklausum ungmennum, að rautt vín
með »alkóhóli« í sé blóð úr frelsara allra þjóða, Jesú
Kristi. í oflátunni og víninu eru jarðnesk efni. Blind trú
á því líkt hneyksli, sem altarissakramentið er, getur ekki
staðist gagnrýning, og enn þá halda biskupar vorir
dauðahaldi i táknadýrkun þessa í guðsþjónustum.
Herra Pétur biskup, bezti verkmaður ríkiskirkjunnar,
getur þess í ræðum sínum, að enginn megi ætla, að
Jesús hafi meint líkamann, er Gyðingar deyddu, og blóð,
er rann í æðum hans.
Þá varð séra Friðrik Bergmann vestur í Ameríku
sá asni, að hann finnur að þessu, kallar ræður doktors
Péturs steingervinga. Sendi þá Pétur biskup stéttar-
bróður sínum þessa ágætu stöku:
Pcgar hrynja háreistir
hrokaveggir pínir,
•standa munu stöðugir
steingervingar mínir.
Hallgrímur biskup fær bisleupstignina, og var það
kölluð pilsaveiting, því ekki virtist þar eftir lagaákvæði
farið; frú hans var af háum stigum; það dugði. Hall-
grímur biskup var mælskur vel og formfastur. Það var