Ljósið - 15.05.1917, Side 7

Ljósið - 15.05.1917, Side 7
LJÓSIÐ 5 hann, sem reyndi að gera mig að sakamanni fyrir það, að ég þorði að rannsaka nýja sáltmálann og neita því, að himneskur andi hafi gert trúlofaða konu barnshaf- andi. Því neita ég enn. Líka neita ég þvi, að sannur, algóður guð hafi átt móður og föður á Gyðingalandi. Enginn lærður guðfræðingur hefir getað hrakið mína fræði til þessa dags, og enginn mun geta það hér á ís- landi né annars staðar. Þórhallur biskup var kær vinur minn. Þó sagði ég honum til syndanna eins og séra Matthíasi, bróður mín- um. Þórhallur biskup hugsaði meira um búskap og kýr sínar, blessaður, en um að gera bætur á kristindómi kirkjunnar. Þórhallur var líkur séra Matthiasi, huglítill og hjartveikur. Ljótir lærdómar máttu hafa frið fyrir þeim. Drottinn og djöfullinn máttu báðir vera í barna- biblíunni. Að fara að hrinda gömlum erfðakenningum kirkjunnar héldu þeir að væri ekki til neius. Skáldið Matthías Jochumsson sleit þó lútersku peysunni sinni og fann, að ekki var hægt að bæta hana, þar eð hún var brunnin og fúin. Skyrtan frá móður okkar dugar Matthíasi sem skáldi. Matthías fékk hagmælsku hennar að gjöf, líka lærdóm mikinn. Hann þykist upp úr því vaxinn, að ég geti knésett sig, og því síður vill hann, að ég kveði sig í kútinn. Þó hefi ég gert það. Víkingar spyrja ei að lögum nú, og enginn er annars bróðir í leik. Nú á stolti alifuglinn, Jón Helgason, að fá biskups- tignina. Eg hefi óskað honum til lukku. Það er séra Jón Helgason, sem reyndi að ná af mér prentfrelsi um árið, en gat ekki. Það vita margir, Steingrímur frændi minn, læknir á Akureyri, manna bezt. Hann vildi ekki gefa guðfróða riddaranum vottorð, eins og honum likaði. Biskup Jón Helgasou átti að vita, að það var hverjum kristnum manni leyfilegt í kristnu landi að hugsa og nota málfrelsi og prentfrelsi. Eg lastaði ekki barnaguð- inn Jesúm Krist, laug ekki og stal ekki verjum mót- stöðumanna minna. Trúarvinglið á íslandi er orðið svo mikið, að jafnvel

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.