Ljósið - 15.05.1917, Page 22

Ljósið - 15.05.1917, Page 22
20 LJÓSIÐ Hún er dauð, það heiðna svín! hér i skápnum rotnar. Þvi nú berjast þjóðirnar, þrælatrúin drotnar. Bundnar áttu bækurnar. Bullið i þeim rotnar. Einar frjáls þvi eftir tók og það birtir glaður: Abra’ham átti enga bók, einn sá bezti maður! í ritning mörg er lygi ljót. Lestu hana, Friðrik minn! Talaðu svo um trúarbót. Trúhneigður er andi þinn. Það góðu skilja guðsbörnin, góður, trúr er andi þinn. Trúr ég elska trúmanninn. Talaðu við mig, Friðrik minn! Yers. Ég trúi guði, trúi sönnu máli, treysti ei á heimsins lygi’ og svik, nota frelsi, nota penna’ úr stáli. Nú þig vekja reyni ég, Friðrik! Biblían stóra blindar þig, guðs vinur! Biblían er gamalt mannaverk. í gröf sina heiðindómur hrynur. Herrann passar guðlegt sigurverk.

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.