Ljósið - 15.05.1917, Side 30

Ljósið - 15.05.1917, Side 30
28 LJÓSIÐ Eg engum herra undan renn, þótt eigi’ hann gamla fræði. Biskuparnir brjóta enn boðin öll i næði. Enginn dýrki þræl né þjóf; því skal ég ei leyna. Móises hinn gamli gróf gott lögmál á steina. Skýrt lögmálið skiljið þið skeiðs á velli hálum. Lifa’ á kærleiks lögmálið ljóst í allra sálum. Hneykslisfræði myndar morð — mínir vinir, sjáið! Alkærleikans eilíft orð aldrei hefn* dáið. Góð trú skapar lýðsins lán. Lýður má því trúa. Það er böl og þjóðarsmán, er þjóðklerkar hér ljúga! Kirkjutrú er kerling blind, þótt ltlerkar fóstru hæli. Ó1 sú vonda auragirnd í ræningjabæli. Ljós mitt kemst um lönd og höí, iika Qöllin yfir. Synd þótt fari í sína gröf, sannleikurinn lifir. Lygin ekki lögmál er, lærðir prestar vita.

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.