Ljósið - 15.05.1917, Page 36

Ljósið - 15.05.1917, Page 36
34 LJÓSIÐ Launaðir prestar læi’ðir hér ljúga’ að smælingjunum. Jón biskup er brynjulaus. Björt trú hann ei styður. Þó er ekki ærulaus alinn geiraviður. Mentaður Jón ei líknar lýð. Lygin svo að kafni, hart lögmál ég honum býð herra vors í nafni. Ung strax börnin lræða flón, fólkið blessað véla, blinda ungra sálarsjón. Sannleikann þeir fela! Mentaður Jón á mont og dramb; mörg eru villusporin. Iírist metur sem ljón og lamb lærður prófessorinn. Oss ei ritning kristna kann. Kröftug orð mín standa. Eg segja þori sannleikann. Syndinni má granda! Sá nýi biskup Jón Helgason er að mínu áliti ekki fær um að hrinda orðum mínum. Yér, börn drottins vors og herra, Jesú Krists, eigum ekki að hafa lögbrota- manninn Móse sem löggjafa og leiðtoga. Skriftlærðir prestar Gyðinga tignuðu hann sem sinn æðsta löggjafa. Móse leiddi fólk úr frjósömu landi á eyðimörk og veltist um hana i 40 ár eftir sögunni að dæma. Mikill morðingi, Jósúa, varð eftirmaður hins göldrótta þjóðsagnahöfundar, Móse. Sá tröllaukni galdra-

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.