Ljósið - 15.05.1917, Page 39
LJÓSIÐ
37
^aiinleikux'iiiii.
Eriixdi írá
JEinari Jochumssyni,
bóndamanni íi Tindmn.
Eg neita því, að þeir herrar, sem ég í frelsarans Jesú
nafni vil leiða á réttan veg, geti hrakið mitt sáluhjálpar-
erindi. Séra Friðrik Friðriksson, prófessor Haraldur
Níelsson og hinn setti biskup, Jón Helgason, — enginn
af þessum mentuðu herrum getur sannað, að fagnaðar-
boðskapurinn sé rétt kendur og boðaður mönnum, sem
kristnast eiga af hreinu guðsorði.
Sá bezti maður af þessum guðfróðu herrum þjóð-
kirkju vorrar er að minum dómi blessunin hann séra
Friðrik Friðriksson, þessi trúgjarni óviti þjóðkirkjunnar.
Hann er hógvær og lítillátur sjálfsafneitunarmaður. Hann
sækist ekki eftir metorðum né háum launum, en er þó
vel mentaður og laðar að sér vilta smælingja þjóðar
vorrar með blíðlyndi og góðleik sínum. En það er mjög
skaðlegt, að jafnyandaður maður og séra Friðrik er
skuli fræða upp unglinga. Þvi það, sem hann ber fram
(nfl. um bibliuna), nær engri átt að sé rétt hugsað af
honum. Séra Friðrik heldur því fram, að þessi gamla,
þunga bók, ritningin, sé öll innblásin af guði; hún sé
gott guðsorð!
Enginn réttur hugsjónamaður getur samsint séra
Friðriki í þessu, nema hann sé jafnmikill óviti og þessi
fróði mannvinur.
Því er ekki hægt að neitá með rökum, að biblían er
gamalt mannaverk, fult af mótsögnum og Ijótum mál-
villum. Sköpunarsagan er mjög ófullkomið skáld-
verk. Ég skal tilfæra nokkur dæmi úr sköpunarsögunni:
Mósesar guð byrjar að skapa himin og jörð á sunnu-
degi. Það er fyrsti dagur hverrar viku hjá kristnum
þjóðum. í sex daga var guð að skapa, endar sköpunar-
verkið á föstudegi og hvílist á laugardegi. Guði sýndist