Ljósið - 15.05.1917, Síða 48

Ljósið - 15.05.1917, Síða 48
46 LJÓSIÐ Kristinn riður bóndi’ á Bleik, er blessað vorið kemur! Einar Kvaran elskar tál, Óðinstrúarprestur. Hann á vekja sína sál, sannleiksgögn því brestur. Einars Kvarans Óðinstrú er trú Pílatusar. Græðir sárin gömlu nú guðstrú Lassarusar. Ilt ókristilegt ástand. Heiðruðu góðtemplarar! Kæru vinir! Er það ekki skoðun ykkar, góðtemplara, að fremur beri að hlýða guði en mönnum? Guð er kær- leikurinn, segja kristindómsvinir. Viljið þið ekki, að bræðrum ykkar, sem brjóta hin oí ströngu vinbannslög, sé sýndur kærleikur og mannúð? Eg veit og ótal fleiri, að góðtemplarar hafa margir brotið bannlögin, síðan þau voru staðfest af Danakonungi. Hví eruð þið, kæru góðtemplarar! svo ókristilegir i breytni að taka hart á þeim bræðrum ykkar, sem ekki hafa gengið i ykkar ókristilega félagsskap? Er það satt, að norskur maður hafi verið settur i járn og látinn í tukthús fyrir þá sök, að blessaður náunginn seldi upp i ykkar heiðraða ræningjabæli? Sé þetta satt, þá hafið þið, vinir mínir! breytt mjög ókristilega við útlendan náunga okkar Islendinga, og megið þið blygðast ykkar fyrir mannvonzkuna. Þið hafið fullkomlega brotið kærleikslögmál kristin- dómsins. Þótt náunginn hefði selt upp mat og víni

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.