Ljósið - 15.05.1917, Síða 55

Ljósið - 15.05.1917, Síða 55
LJÓSIÐ 53 ast með nýjum og betri kynslóðum. Ríkisvald og kirkju- vald dettur úr sögunni. Jafnaðarfrelsi smælingja vinnur sigur á ranglæti valdháfanna. Kristniboð Ólafs konungs Tryggvasonar komst að hér á landi fyrir dómsorð heiðins manns, Þorgeirs Ljós- vetningagoða. Ljósgeisli hjálpræðisins gaf honum þá hug- sjón, að sama trú og sömu lög eiga að vera í þessu landi. Nú er spilt aldarfar, kristin trú ekki virt; henni er hrint af kreddu-kennimönnum, öll lög brolin aflög- gjöfunum og almenningur lærir af þeim hneykslislifnað. Það er ekki hægt að kristna menn og konur með gyð- ingatrú og blóðfórnarstagli klerka. Jesú Kristur er guð- dómlega perlan, er börn hans eiga að virða meira en hégómaglys veraldarinnar. Ég eldist. Hár mín grána. Samt lifir andans eldur minn í veldi sannleikans. Læt ég hér almenning sjá, að ég vaki á verði, þótt klerkar sofi við sinn fúna keip. Trúarbrögð. Trúarbrögð ríkis og kirkju eru lík kongulóarvef. — Litið smádýrer kongulóin; hún vefur net af slími, sem hún geymir í sér; i netið nær hún smáflugum til að éta. Ríkis- og kirkjuvald veraldarinnar hefir líka aðferð. Ræningjaklær ríkis og kirkju urðu almenningi til böls og tjóns á miðöldunum, og enn er þeirri vítisplágu ekki létt af mannkyninu. Svo er illa farið með sannleiksorð drottins vors og herra. Yfirleitt eru smælingjar drottins, yngri kynslóðin, orðin svo frjáls, að hún ætti að geta brotið af sér and- lega og líkamlega hlekki trúarbragðanna, ef trúarvillur (hneylcsliskenningar) væru ekki valdboðnar. Það eru konungar og mentaðir klerkar, sem gengið hafa á breiðum vegurn og afvegaleitt þá fáfróðu. Öll veraldarsagan sýnir þelta. Guðs lög og manna hafa ver-

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.