Ljósið - 15.05.1917, Blaðsíða 56

Ljósið - 15.05.1917, Blaðsíða 56
54 LJÓSIÐ ið margbrotin af dýrkuðum löggjöfum þjóðanna. Hern- aðarlög hins mentaða heims eru ókristileg og óguðleg, því Kristur bauð postula sínum Pétri að slíðra sverðið, og samt er sverðið enn óslíðrað — ótal stór sverð tilbúin til morða og víga —, og hver stórþjóðin af annari vill verða fræg af hernaðarviti sínu — og hryðjuverkum. Það væri sómi fyrir okkar smáa ríki, að vér reyndum að semja bannlög, svo að löggjafar í kristnu löndunum tækju eftir þvi, að vér værum kristnir og bærum ekki kristið nafn oss til dómsáfellis. Eg hefi sagt og segi: Börnin, æskulýðurinn er ekki valdur að trúarvinglinu. Góð trú á gæzkuríkan guð er eilíft afl, sem allar þjóðir hljóta að hafa blessun af. Góðar, vel kristnar mæður og fóstrur barna finna til þess, hvað erfitt er að kenna æskulýðnum kjarna krist- indómsins. Bókstafsþjónar biblíutrúarinnar telja ritning- una alla guðlega opinberun. Hinn svívirðilegasti glæpur, sem framinn var af ritn- ingarfróðum prestum Gyðinga með aðstoð hins heiðna dómara Pilatusar, — sá glæpur átti að afmá allar syndir mannkynsins. Þessar hugsanavillur halda kristnu þjóðirnar í enn meira og minna. Katólskir kenna, að María, festarkona Jósefs, hafi verið móðir að guði. Þeirra guð var eftir því getinn og fæddur af dauðlegri, syndugri manneskju. Lúterska kirkjan hefir aldrei, það ég veit, átt neinn andans mann, sem hafi mótmælt slíku guðleysi. Eg er sá fyrsti, sem geri það. Líka mótmæli ég kröftuglega því margtuggna guð- leysi lútersku kirkjunnar, að drottinn, guð vor og herra, hafi þolað píslardauða og hann farið í gröf og síðan til helvítis. Prestar ríkiskirkjunnar á þessu landi tala ósatt móti bókfastri sögu nýja testamentisins, geta ekki mót- mælt mér, ólærðum bónda. Engin rétt hugsjón er það, að menn hafi pínt, deytt og grafið guð almáttugan. Eg hefi sagt og segi enn: Mikinn skaða hefir vanbrúkun vins gert heimi vorum, en þó hafa hneyksliskenningar ritn- ingarfróðra klerka gert meira böl í akri kristninnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.