Ljósið - 15.05.1917, Side 57
LJÓSIÐ
55
Menn geta skapað guðs ríki á jörð; það kendi spámað-
urinn frá Nazaret, og það sama kenni ég. Bönnum guð-
leysið og lögbrot valdhafanna!
Vísixr.
Sannleikur er sagna beztur,
Sérar ekki feli hann.
Vita það á vígður prestur,
vont mál þroskar engan mann.
Upplýst það má öldin vita.
okkar klerkar villa börn.
Þeir ósatt kenna, ósatt rita,
enga sér því finna vörn.
Jesús satt mál kenna kunni.
Kaífas ei trúði þvi;
heiðnu táli herrann unni;
hann vel gríndi ritning í.
1. apríl.
Á pálmasunnudag, þann fyrsta apríl, gerðist sá óvænti
viðburður, að ég, sá einarðasti ádeilumaður á þann sví-
virðilega ljóta kreddulærdóm, er lúterskir klerkar halda
dauðahaldi í, gat náð samtali við æðsta guðfræðing
kirkjunnar, herra biskup Jón Helgason. Þessi stórláti
kennimaður kirkjunnar veitti mér viðtal, hrinti mér
ekki út af húsi sínu, eins og hann áður hefir gert.
Þetta tel ég góðs vita, en samt er þessi dýrkaði ali-