Ljósið - 15.05.1917, Page 62

Ljósið - 15.05.1917, Page 62
60 LJÓSIÐ Skuggar hverfa. Skýrist sjón. Skakt mál grafast hlýtur. Drottins náð þér nægi, Jón! Náð hans aldrei þrýtur. Rétt ei fellur mál i mar, menn þótt jörð á krjúpi. Vígja þig á Valdimar, vinur guðs, á Núpi. Eg er þinn trúfastur vinur. II Guðfræðingur, Haraldur Níelsson! fíg skil ekki, hvers vegna þú, þjóðkirkjuprestur, og Einar Kvaran eruð að þessu »spíritista«-fálmi, sem reynsl- an er búin að margsanna að truflar þá lifandi guðstrú, að Jesús hafi verið sendur öllum heimi til blessunar sem ljós það, er lýsa átti heiðingjum og Gyðingum og leiða átti þá til lífernisbetrunar. Heimurinn, sem vér lifum í, betrast ekki af bókstafs- trú. Ritningin, full af heiðnum skáldskap og kynjasög- um, getur aldrei orðið frelsari mannkynsins. Sárfáir menn eru svo blindtrúaðir, að þeir trúi kraftaverkasög- um gamla testamentisins. Líkg geta fáir með frjálsum anda trúað öllu nýja testamenti voru. Biblíuguðfræðin er döguð uppi eins og tröll, er urðu að steindröngum i þjóðsögnum vorum. Að þekkja sannan guð án þess að þekkja og elska sanna manninn frá Nazaret — það tel ég ómögulegt. Hann einn hafði orð eilífa lífsins, og hann einn var sönn fyrirmynd, talsmaður allra dygða. Þó hrintu Gyð- ingar, lærðir kennimenn almennings, þessari guðdóm- legu hetju. Með lygi og svikum tókst æðsta prestinum Ivaífasi að ráða mikla mannvininn af dögum. Spámað- urinn Jesús hræddist ekki mennina, sem líkamann deyddu, því að hann vissi, að sálin, andinn og orðið, er hann færði heiminum, var ódauðlegt. Andi Messíasar

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.