Fréttablaðið - 03.02.2018, Side 6

Fréttablaðið - 03.02.2018, Side 6
Hart tekist á Það minnti á söguna af Davíð og Golíat þegar þessi palestínski mótmælandi kastaði steini í átt að ísraelskum hermönnum með valslöngvu nærri borginni Khan Yunis á Gazasvæðinu. Átökin á milli Palestínumanna og Ísraela eru langvarandi og hafa verið mikil undanfarið eftir að Bandaríkja- stjórn viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Þeirri ákvörðun lýsti til að mynda Allsherjarþing SÞ óánægju sinni með. Nordicphotos/AFp Verkalýðsmál „Það hefur alltaf verið þannig að slagkraftur okkar gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum ræðst af samstöðu á vettvangi launafólks en ekki sundr- ungu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, for- seti Alþýðusambands Íslands. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir sterklega koma til greina að félagið segi sig úr ASÍ. Gylfi segir það gefa augaleið að slík ákvörðun myndi hafa mikil áhrif á stöðu félagsmanna Alþýðusambandsins og þar með VR. „Það hefur verið innri umræða árum saman um baráttuaðferðir. Það er ekkert nýtt og það er ekkert að því. Þetta er hreyfing sem nærist á hugsjónum og hjartalagi. En það sem ræður úrslitum er geta hreyf- ingarinnar og aðildarfélaganna til að sameinast um áherslur og fara saman fram með þær,“ segir Gylfi. Hann segist ekki gagnrýna það þegar menn tali af hugsjón. „En ég hef ekki enn orðið var við það með hvaða hætti þessir ein- staklingar ætla að tala okkur inn í samstöðu. Þeir eru mjög iðnir við það að tala okkur inn í sérstöðu. En það er ekki í sérstöðunni sem við náum árangri. Það er í sam- stöðunni.“ Fréttablaðið sagði frá því í gær að til skoðunar væri hvort hægt sé að taka ákvörðun um úrsögn VR úr ASÍ án undangenginnar atkvæða- greiðslu á meðal félaga. Formaðurinn Ragnar Þór sagði að VR myndi þá segja sig úr Lands- sambandi verslunarmanna og VR sé aðili að ASÍ í gegnum Landssam- bandið. Þá yrði látið reyna á málið fyrir félagsdómi „Það er auðvitað bara sjálf- stæð ákvörðun hvort VR vill vera í Landssambandi verslunarmanna eða ekki. En ákvörðun um það er í höndum félagsmanna VR. Að sama skapi er ákvörðun um það að vera í Alþýðusambandinu sjálf- stæð ákvörðun og það fer líka eftir afstöðu félagsmanna VR. Þessar reglur eru algjörlega klárar og um þetta fjallað í 17. grein laga ASÍ,“ segir Gylfi. Þetta séu skýr ákvæði og þau séu aldargömul. Eftir að frétt Fréttablaðsins birtist í gær hafði Ragnar Þór samband við blaðið með tölvupósti. Sagði hann að hugsunin með því að láta reyna á málið fyrir félagsdómi væri alls ekki að sniðganga lýðræðið innan VR, heldur láta reyna á reglur ASÍ um úrsögn. „Við ræddum einungis þennan möguleika til að láta reyna á það fyrir dómi hvort lög ASÍ geti verið æðri okkar lögum en að sjálfsögðu verður svona ákvörðun aldrei tekin nema með meirihluta stuðnings okkar félaga. Þannig að engar líkur eru á að endanleg ákvörðun um úrsögn verði tekin án lýðræðislegrar niður- stöðu um málið,“ sagði Ragnar síðan á Facebook. Ítarlegri umfjöllun um verka- lýðshreyfinguna er í helgarkafla blaðsins. jonhakon@frettabladid.is Árangurinn felst í samstöðu En ég hef ekki enn orðið var við það með hvaða hætti þessir einstaklingar ætla að tala okkur inn í samstöðu. Þeir eru mjög iðnir við það að tala okkur inn í sérstöðu. En það er ekki í sérstöðunni sem við náum árangri. Það er í samstöð- unni. Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ Við ræddum ein- ungis þennan möguleika til að láta reyna á það fyrir dómi hvort lög ASÍ geti verið æðri okkar lögum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Það getur falist í því nokkur styrkleiki að vera með fámennan skóla. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari MB lögreglumál Fyrrverandi starfs- maður Barnaverndar sem handtek- inn var 19. janúar síðastliðinn vegna gruns um alvarleg kynferðisbrot gegn pilti og fleiri börnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. febrúar á grund- velli rannsóknarhagsmuna. Búast má við að rannsókn máls- ins verði mjög umfangsmikil, meðal annars vegna þess hve lengi maður- inn hefur starfað með börnum og ungmennum. Þá er hafin sérstök rannsókn á því hvers vegna sex mánuðir liðu frá því að kæra var lögð fram gegn mann- inum og þar til rannsókn lögreglu hófst í byrjun janúar. – aá Starfsmaður Barnaverndar áfram í gæslu samgöngur Stjórn Strætó bs. ákvað á fundi sínum í gær að færa aldursmörk fyrir eldriborgaraafslátt fyrirtækisins aftur niður í 67 ár úr 70 árum. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs., segir að stjórnin hafi verið sammála um að breytingin væri sanngjörn og hún mun koma til framkvæmda strax. Fréttablaðið fjallaði um mis- ræmið í aldursmörkum í vikunni en það var árið 2011 sem viðmiðið fyrir eldriborgaraafslátt var hækkað úr 67 árum í 70. Þannig hefur það verið síðan í strætó á meðan aðrar aldurshækkanir hafa gengið til baka. Fólk á aldrinum 67-69 ára hefur því talist til eldri borgara víðast hvar annars staðar í þjóð- félaginu nema í strætó. Þá hefur misræmið skapað vandamál fyrir öryrkja sem teljast til eldri borgara við 67 ára aldur og hefðu því tækni- lega séð átt að greiða fullt fargjald í þrjú ár til sjötugs. Stjórn Strætó skoðaði að lækka aldursmörkin aftur í 67 ár áður en gjaldskrá ársins 2018 var samþykkt en ákveðið var að fresta því þar sem stjórnin vildi vita hvað slík aðgerð myndi kosta. „Mér finnst alveg sjálfsagt að fólk verði eldri borgarar á sama aldri alls staðar og okkur fannst sjálfsagt að kippa þessu í lag og vonum að þetta verði til að fleiri nýti sér strætó.“ Heiða segir breytinguna ein- falda allt og loka á þær glufur sem hækkunin myndaði á sínum tíma. Aðspurð hvort stjórnin hafi fengið upplýsingar um kostnaðinn við þessar breytingar segir Heiða að þær upplýsingar hafi fengist að ekki væri hægt að áætla það. „Við vitum ekki hvað fólk er gam- alt sem kaupir fullorðinsmiða og það er ekki hægt að áætla kostnað- inn, að sama skapi eru engar tölur um hvað þessi breyting sparaði á sínum tíma. En við erum á því að þetta sé sanngjarnt.“ – smj Strætó lækkar aldursmörk fyrir eldriborgaraafslátt aftur í 67 ár Forseti ASÍ segir það alveg klárt mál að það sé í höndum félagsmanna VR að taka ákvörðun um úrsögn úr ASÍ. Sam- staða stéttarfélaganna sé lykilatriði til þess að ná árangri í hagsmunabar- áttu fyrir félagsmenn. Okkur fannst sjálfsagt að kippa þessu í lag og vonum að þetta verði til að fleiri nýti sér strætó. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. héraðsdómur reykjaness skólamál „Það getur falist í því nokkur styrkleiki að vera með fámennan skóla því við höfum gott tækifæri á að fylgjast náið með okkar nemendum og veita þeim gott aðhald,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa aldrei verið færri nem- endur í tíu ára sögu Menntaskóla Borgarfjarðar en nú. Fyrstu árin eftir að skólinn tók til starfa 2007 voru nemendurnir um 160. Síðan hafa þeir yfirleitt verið um 130 en eru 116 í dag að sögn Guðrúnar. Strax haustið 2019 muni staðan hins vegar breytast mikið. „Þetta er ekki langtímafækkun,“ undirstrikar skólameistarinn. Skýr- ingin á fækkuninni sé einfaldlega fjöldi barna í tilteknum árgöngum á upptökusvæði skólans. „Miðað við árganginn 2003 má búast við að nemendum fjölgi töluvert haustið 2019.“ – gar Fækkun í Borgarfirði er tímabundin 3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 4 -B 0 5 8 1 E E 4 -A F 1 C 1 E E 4 -A D E 0 1 E E 4 -A C A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.