Fréttablaðið - 03.02.2018, Page 16

Fréttablaðið - 03.02.2018, Page 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Sjónum er mjög beint að sykri, sem lævíslega hefur verið bætt í mat- vörur á undan- förnum árum. Ekki síst mjólkur- afurðir, sem oft innihalda meiri sykur en súkku- laði. Mín skoðun Guðmundur Steingrímsson Áttatíu prósent offeitra barna á grunnskólaaldri glíma við offitu fyrir lífstíð samkvæmt nýrri skýrslu bresku Barnalæknasamtakanna. Líkur eru á að ævi offeitra barna verði áratug styttri en jafnaldra þeirra, sem ekki glíma við offitu. Síðustu æviárin eru þessu fólki oft erfið. Mikil þyngd dregur úr getu fólks til að hreyfa sig, stunda útivist og hollt líferni. Það kemur í bakið á fólki. Við verðum berskjölduð fyrir kvillum, sem fylgja kyrrsetu. Þyngdin veldur álagi á líkamann, sem fer illa með stoðkerfið. Þannig skerðast lífsgæðin. Lærdómurinn er að fyrstu árin séu mikilvægust. Þá strax þarf að taka vandann föstum tökum. Á unglings- og fullorðinsárum er gjarnan erfitt fyrir einstaklinga að rjúfa vítahring óhollustu og hreyfingarleysis. Lengi býr að fyrstu gerð. Barnalæknasamtökin telja brýnt að löggjafinn og hið opinbera grípi inn í þessa atburðarás með almennum aðgerðum. Þeir mæla með vitundarvakningu, líkri þeirri sem næstum hefur náð að útrýma reykingum í okkar heimshluta. Fyrir örfáum árum var reykingafólk alls staðar – í bílnum, strætó, í flugvélum, heima við og á vinnustað þótti sjálfsagt að spúa óhollustunni yfir alla, líka þá sem ekki reyktu. Þessu var breytt með samstilltu átaki. Sambærilegar herferðir gegn offitu eru þegar farnar af stað í Bretlandi. Auglýsingar birtast á ljósvakanum, sem hvetja til hollra hátta og neyslu betri matar. Sjónum er mjög beint að sykri, sem lævíslega hefur verið bætt í matvörur á undanförnum árum. Ekki síst mjólkur- afurðir, sem oft innihalda meiri sykur en súkkulaði. Eru svo seldar sem heilnæmar afurðir. Þannig er komið í bakið á grandalausu fólki. Barnalæknasamtökin vilja ganga langt. Þau vilja leggja blátt bann við auglýsingum á ruslfæði, einkum í tengslum við efni sem ætlað er börnum og unglingum. Þau vilja að búllum sem halda skyndibita að börnum í námunda við skóla verði lokað. Þau tala fyrir sykurskatti, ekki síst á gos- drykki. Við ættum að fylgjast grannt með þessari umræðu. Við erum meðal feitustu þjóða í Evrópu ef marka má mælingar, þrátt fyrir að við búum við ákjósanlegar aðstæður til heil- brigðs lífernis. Hér er nóg athafnasvæði, tært og heilnæmt loft, hreint vatn og víðast hvar prýðilegar aðstæður til íþróttaiðkunar og afþreyingar, ekki bara fyrir afreksfólk heldur flestalla sem vilja stunda holla hreyfingu. En einhvers staðar strandar boðskapurinn. Hann nær ekki til allra. Offita og tilheyrandi vanheilsa kosta okkur stórfé í heilbrigðiskerfinu. Líklega fela forvarnir og góð leiðsögn í sér meiri sparnað en nokkuð annað í kerfinu. Ríkið hefur skattlagningarvaldið og á að beita því til neyslu- stýringar. Gjöld á óhollustu eiga að vera há. Æ augljósari rök eru fyrir því að flokka sykur með tóbaki og áfengi. Hið opinbera á að leitast við að gera öllum kleift að stunda heilbrigða hreyfingu. Einnig hvetja til lífsmynsturs, sem felur í sér aukna hreyfingu. Góðar almenningssam- göngur gera það. Borgarlínan er grein á þeim meiði. Íþróttalíf á Íslandi er til fyrirmyndar. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Hið opinbera getur ýtt við fólki og hjálpað því að taka ábyrgð á sjálfu sér. Ekki bíða – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Einhverra hluta vegna ákvað ég að meistara-mánuður væri í janúar en ekki febrúar. Ég er því búinn að vera afskaplega duglegur undan- farið. Ég hef synt og farið í Mjölni, út að skokka, fastað í 16 tíma á sólarhring, hugleitt og sleppt öllu áfengi. Ég gerði auðvitað ráð fyrir því að í lok þessa mánaðar yrði ég eins og grískt goð. Maginn yrði sléttur, ég stæltari, sálin í góðu jafnvægi og allt á tandurhreinu. En það er öðru nær. Ég sit hérna með nefrennsli og hósta, fölur í framan og með bauga undir augum. Eitthvert fjárans bráðaofnæmi er að ergja mig eða snertur af flensu. Það ýlir í stífluðu nefinu. Kallinn er pirraður. Fátt er að ganga upp. Maginn er langt því frá sléttur. Konan mín sagði hlæjandi að hún hefði aldrei séð mig líta svona illa út. Ég held að það sé óhætt að segja að áður en ég fór í klippingu á mánudaginn hafi ég litið út eins og Saddam Hussein þegar Bandaríkjaher fann hann ofan í holunni. Vonbrigði tilvistarinnar Svona er lífið. Í vikunni rak ég augun í Ted-fyrirlestur. Hann var fluttur af bandaríska sálfræðingnum Susan David. Hún segir að það sé orðið landlægt í menning- unni að fólk reyni að útrýma vonbrigðum og slæmum tilfinningum. Fólk skammast sín fyrir að líða illa. Fólki á að líða vel. Annað er misheppnað. Susan vill meina að þetta sé hin mesta villa og ég er sammála henni. Lífið er fullt af vonbrigðum. Markmið nást ekki fyrr en seint og um síðir eða jafnvel aldrei. Manni getur liðið eins og skít. Þessar tilfinningar eru líka mikilvægar og þær verða að sjást. Að öðrum kosti skapast blekkingarheimur glansmyndar þar sem allir halda að öllum líði rosalega vel nema þeim, sem aftur getur skapað meiri óhamingju allra. Að mínu viti kallast þessi heimur, þegar verst lætur, Facebook. Stundum Ísland. Einmana Musk Ég las um daginn sallafínt viðtal við Elon Musk, eiganda Teslu. Musk er að gera spennandi hluti. Allt að gerast. En viti menn. Hann er ekki hamingju- samur. Engin kona tollir í sambandi með honum. Hann vaknar einn á morgnana. Þetta var frábært viðtal vegna þess hversu einlægur Musk var. Ég finn raunverulega til með honum. Hann er líka mann- eskja. Hinn sammannlegi díll Mótlæti er órjúfanlegur hluti þess að lifa. Þótt maður næði einhvern tímann því fáheyrða markmiði að upplifa að allt væri fullkomið, maður sæti með fólkinu sem maður elskar uppi á fjallstindi í logni, í hvítum kufli, sandölum, með vel snyrt skegg, hvítar tennur, sléttan maga, fullt af tekjum af nýju appi sem bjargar veröldinni frá tortímingu, búinn að smíða geimskutlu og hlaupa 35 maraþon, þá er allt eins víst að maður væri með magapínu, andstyggilegt kýli á nefinu eða fullur kvíða út af lífinu fram undan. Í upphafi meistaramánaðar er eins gott að átta sig á þessu. Lífið er erfitt. Engin manneskja er laus við erfiðleika. Lífið snýst um að kljást við þá og reyna að hafa gaman af því. Það er enginn annar díll í boði. Hið skemmtilega er að við erum saman í þessari súpu. Öll. Og ég segi það ekki: Stundum nást markmiðin. Í fyrradag kláraði ég að taka til í kjallaranum og búa mér til aðstöðu fyrir smíðatólin mín með vinnuborði og hvaðeina. Mér leið býsna vel á eftir, þangað til ég fékk brjálað hóstakast út af rykinu sem ég þyrlaði upp með sópnum. Meistaramánuður og lífið 3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð i ð SKOÐUN 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 4 -8 3 E 8 1 E E 4 -8 2 A C 1 E E 4 -8 1 7 0 1 E E 4 -8 0 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.