Fréttablaðið - 03.02.2018, Side 49

Fréttablaðið - 03.02.2018, Side 49
Hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar er að tryggja hagkvæm, örugg og aðgengileg fjarskipti og póstþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Meginþungi starfseminnar eru fjarskipti og tengd mál. Hjá PFS starfa 24 starfsmenn, aðallega sérfræðingar við úrlausn tæknilegra, viðskiptalegra og lagalegra verkefna er tengjast hlutverki stofnunarinnar. Sjá nánari upplýsingar á www.pfs.is Póst- og fjarskiptastofnun leitar að öflugum samskiptafulltrúa. Samskiptafulltrúi ber ábyrgð á gerð og eftirfylgni samskiptaáætlana við hagaðila PFS, ritstjórn á vef og ársskýrslu, uppsetningu viðburða á vegum stofnunarinnar og öðrum málum sem tengjast ímynd Póst- og fjarskiptastofnunar og upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla. Póst-og fjarskiptastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings í netöryggissveit PFS. Netöryggissveitin hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása eða hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvukerfum sem falla undir starfssvið hennar. Sveitin leitast við að greina atvik af þessu tagi, takmarka útbreiðslu þeirra og tjón af þeirra völdum. Þá tekur netöryg- gissveitin þátt í því að tryggja virkni almennra fjarskiptaneta, vernd, virkni og gæði IP fjarskiptaþjónustu og vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum. Póst- og fjarskiptastofnun leitar að öflugum sérfræðingi til liðs við tæknideildina. Sérfræðingurinn verður hluti af teymi starfsmanna sem vinnur náið saman að skipulagi tíðnimála, úthlutun tíðna og númera, eftirliti með ljósvakanum o.fl. Þá er net- og upplýsingaöryggi fjarskiptakerfa hluti af starfsemi tæknideildar. Helstu verkefni og ábyrgð: • Ritstjórn og umsjón með heimasíðu PFS og aðstoð við aðra vefi stofnunarinnar • Gerð og eftirfylgni samskiptaáætlana við hagaðila PFS • Ritstjórn frétta og fréttatilkynninga • Gerð og útgáfa ársskýrslu PFS • Skipulagning funda, ráðstefna og annarra viðburða • Umsjón með samskiptamiðlum, þ.m.t. þátttaka á samfélagsmiðlum • Ritrýni á útgefnu efni PFS • Upplýsingagjöf til neytenda, aðallega á vef PFS • Vitundarvakning almennings um net- og upplýsingaöryggi Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Reynsla af textaskrifum og góð ritfærni • Mjög gott vald á íslensku og ensku • Áhugi á tækninýjungum og samskiptamiðlum • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Færni í tölvu- og netvinnslu • Jákvæðni, lipurð og hæfni í samskiptum og samvinnu • Áhugi á markaðs og kynningamálum sem og víðsýni vegna verkefna • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg • Metnaður til að ná árangri í starfi er skilyrði Helstu verkefni og ábyrgð: • Greining á spilliforritum og viðbrögð við öryggisatvikum • Atvika-, veikleika- og búnaðargreining, ásamt því að dreifa upplýsingum um atvik og berskjölduð tölvu- og fjarskiptakerfi • Upplýsingaskipti við þjónustuhóp og aðra ytri aðila • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi um öryggi Internetsins • Ráðgjöf og upplýsingar varðandi öryggismál á netinu • Aðstoð við uppbyggingu þekkingar í meðhöndlun öryggisatvika hjá innlendum netöryggishópum • Eftirlit með reglum um net- og upplýsingaöryggi Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í verk-, tækni- eða tölvunarfræði eða á öðrum sviðum ef viðkomandi hefur haldgóða reynslu á sviði netöryggis • Sérmenntun eða starfsreynsla á sviði hugbúnaðargerðar og/eða öryggisgreininga er æskileg • Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt sem og í hópi og jafnframt búa yfir þeim sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er til að ná árangri í starfi • Gerð er krafa um mikla greiningarhæfni, öguð og skipulögð vinnubrögð • Búa yfir skilningi á internettækni ásamt færni til að meta upplýsingar um áhættu og áhrif • Geta til að miðla tæknilegum upplýsingum til annarra • Góð íslensku og enskukunnátta, bæði töluð og rituð, er áskilin • Umsækjendur þurfa að geta unnið undir álagi og hafa tamið sér skipulag í vinnubrögðum Helstu verkefni og ábyrgð: • Undirbúningur, verkstýring og þátttaka í nýjum tæknilegum verkefnum sem snúa að innri upplýsingakerfum PFS • Að leiða nýsköpunarverkefni í stafrænni þróun • Þátttaka í vinnslu gagna um fjarskiptainnviði og birtingu þeirra í landupplýsingakerfum PFS Auk þessara verkefna er um að ræða almennt eftirlit með reglum um net- og upplýsingaöryggi, skipulag tíðnimála, eftirlit með ljósvakanum ásamt stuðningi við störf annarra deilda. Þátttaka í innleiðingu gæðaferla tæknideildar er einnig mikilvægur þáttur í starfinu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í verk – eða tæknifræði, upplýsingatækni eða sambærileg menntun á raunvísindasviði. Framhaldsnám eða starfsreynsla á sviði fjarskipta er kostur • Góður skilningur á upplýsingatækni og þekking á helstu þáttum í í framkvæmd UT verkefna. Einnig þarf viðkomandi að geta unnið skipulega í að greina og svara erindum • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti • Ríkuleg samskiptafærni ásamt öguðum og skipulögðum vinnubrögðum • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að vinna í hópi ásamt því að búa yfir bæði sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er í samstarfi við fjarskiptafélög á Íslandi • Reynsla af verkefnastjórn er æskileg Um er að ræða krefjandi starf í síbreytilegu og spennandi umhverfi þar sem gerðar eru miklar fagkröfur. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Samskiptafulltrúi PFS Sérfræðingur í netöryggissveit PFS (CERT-ÍS) Sérfræðingur í tæknideild Póst- og fjarskiptastofnunar Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar nk. PFS hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni. Umsjón með starfinu hefur Hrefna Ingólfsdóttir, forstöðumaður rekstrardeildar. Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu PFS www.pfs.is Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist er sakavottorðs. Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar nk. PFS hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni. Umsjón með starfinu hefur Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar. Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu PFS www.pfs.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist er sakavottorðs. Umsækjandi þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra. Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar nk. PFS hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni. Umsjón með starfinu hefur Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar. Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu PFS www.pfs.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist er sakavottorðs. Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma. ATVINNUAUGLÝSINGAR 11 L AU G A R DAG U R 3 . f e b r úa r 2 0 1 8 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 1 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 1 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 5 -0 4 4 8 1 E E 5 -0 3 0 C 1 E E 5 -0 1 D 0 1 E E 5 -0 0 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.