Fréttablaðið - 03.02.2018, Síða 76
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Jim Davies, prófessor við Carle-
ton-háskólann í Ottawa í Kanada,
rannsakar hugsun og vitsmuni
manna. Hann skrifaði bókina
„Riveted: The Science of Why Jokes
Make Us Laugh, Movies Make Us
Cry, and Religion Makes Us Feel
One with the Universe“ þar sem
hann reynir meðal annars að svara
því hvers vegna mannfólkið er
svona hrifið af því að stunda og
horfa á íþróttir.
Íþróttir undirbúa okkar
líkamlega
Leikgleði er forn hegðun og ekki
eitthvað sem fylgir bara mann-
fólki. Fuglar og spendýr leika sér og
leikur virðist þjóna því hlutverki
að undirbúa okkur fyrir hasar
fullorðinsáranna. Rándýr leika
sér með því að gera árásir hvert á
annað, elta hvert annað og glíma
og dýr sem eru bráð annarra dýra
leika sér með því að flýja hvert
annað og æfa sig í að hlaupa og
stökkva.
Við mannfólkið æfum okkur líka
í því sem við þurfum, eða þurftum
að minnsta kosti, til að lifa af þegar
við leikum okkur. Þess vegna snýst
svo mikið af íþróttum okkar um
að hlaupa, kasta, miða og vinna
saman. Þetta er hæfni sem kemur
sér vel fyrir veiðimann.
Þeir sem stóðu sig vel í veiðum
gátu skaffað nógan mat og unnu
sér þannig aðdáun annarra. Það
gæti verið hluti af skýringunni
á aðdáun okkar á afreksíþrótta-
mönnum.
Íþróttir örva réttu stöðvarnar
Ástæðan fyrir því að okkur finnst
svo áhugavert að fylgjast með
öðrum stunda íþróttir er að það
örvar sömu stöðvar í heilanum og
ef maður stundar þær sjálfur. Hlut-
ar heilans sem stjórna hreyfingum
örvast og það er til dæmis þess
vegna sem börn fá svo sterka hvöt
til að herma eftir hreyfingum sem
þau sjá í íþróttum. Okkur finnst
gaman að horfa á íþróttir af sömu
ástæðu og okkur finnst gaman að
stunda þær.
Við erum gefin fyrir átök
Keppnisíþróttir endurspegla átök
og þess vegna eru vinsælar íþróttir
yfirleitt frekar átakamiklar. Íþróttir
Af hverju elskum við íþróttir?
Milljónir manna horfa reglulega á alls kyns íþróttaviðburði og um helgina ætla margir að bæta
glápi á Super Bowl við hefðbundna dagskrá. En hvað heillar fólk svona mikið við íþróttir?
Íslenskir fótboltaáhugamenn styðja landsliðið af krafti. MYND/VILHELM
Margir ætla að fylgjast með Super
Bowl leiknum milli New England
Patriots og Philadelphia Eagles um
helgina. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
Fólk um allan
heim fylgist
með íþróttum af
mikilli ástríðu.
MYND/NORDICP-
HOTOS/GETTY
FERMINGARBLAÐIÐ
Veglegt sérblað Fréttablaðsins
um fermingar kemur út 27. febrúar nk.
Allt sem viðkemur fermingunni og miklu miklu meira.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
eru að mörgu leyti táknrænar fyrir
átök milli fólks og jafnvel þau sem
verða innra með okkur. Íþróttir
auka líka samkennd á milli fólks
sem styður sama liðið og okkur
líður eins og við séum hluti af ein-
hverju sem er stærra en við.
Íþróttirnar vekja líka með
okkur tilfinningu fyrir tryggð,
sem er grundvallaratriði í sið-
ferðisvitund okkar. Fólk skipar sér
í fylkingar með ólíkum liðum eða
íþróttamönnum og í gegnum þau
upplifum við sigurtilfinningu, tap
og aðrar sterkar tilfinningar. Karl-
menn fá líka aukið testósterónflæði
þegar þeir sjá uppáhaldsliðið sitt
vinna. Þess vegna heldur fólk yfir-
leitt tryggð við heimaliðið sitt.
Við kunnum að meta að
einhver skari fram úr
Við erum heilluð af afburðahæfni,
hvort sem það er í íþróttum, listum
eða öðru. En það er ekki vitað
nákvæmlega af hverju.
Þar sem heili okkar bregst við á
svipaðan hátt þegar við horfum á
eitthvert atferli eins og þegar við
stundum það gæti verið að við
lærum að einhverju leyti að gera
hluti þegar við horfum á aðra gera
þá. Þetta gæti um leið útskýrt af
hverju myndbönd af fólki að mis-
heppnast að gera ýmislegt njóta
svo mikilla vinsælda á netinu. Við
viljum læra hvernig á ekki að gera
hlutina.
Íþróttir geta verið fallegar
Margir eru hrifnir af íþróttum af
fagurfræðilegum ástæðum. Það
er sérstaklega augljóst í íþróttum
sem eru dæmdar eftir útlitinu, eins
og í listdansi á skautum eða fim-
leikum. En þetta á líka við um aðrar
íþróttir, eins og fótbolta, þar sem
fólk nýtur þess að sjá „fallegt spil“
eða „stórglæsilegt mark“. Í bardaga-
íþróttum er mikil áhersla á rétta
beitingu tækni og fólki finnst rétt
tækni yfirleitt „falleg“ á að horfa.
Okkur finnst gaman að sjá eitthvað
framkvæmt rétt eða rosalega vel og
það tengist aftur þessari aðdáun
sem við höfum á afburðahæfni.
Það er ekkert eitt svar við spurn-
ingunni: „Af hverju elskum við
íþróttir?“ Það eru nokkrar ólíkar
ástæður fyrir því, sem virðast í
mörgum tilvikum tengjast forsögu-
legri fortíð okkar og þeirri hæfni
sem við þurftum að rækta hjá
okkur til að lifa af sem veiðimenn
og safnarar, sem og sálfræðinni
á bak við samfélög og samvinnu
manna. Það er því skiljanlegt að
íþróttir hafi fylgt okkur í gegnum
árþúsundin og við missum líklega
seint ástríðuna fyrir þeim.
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . F E B R úA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
0
3
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
E
4
-F
A
6
8
1
E
E
4
-F
9
2
C
1
E
E
4
-F
7
F
0
1
E
E
4
-F
6
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
_
2
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K